Laugardagurinn 23. janúar 2021

Fimmtudagurinn 2. ágúst 2012

«
1. ágúst

2. ágúst 2012
»
3. ágúst
Fréttir

Vonbrigði og verðfall á mörkuðum vegna ákvarðana bankaráðs ESB - lántökukostnaður Spánar og Ítalíu hækkar á ný

Verð féll á mörkuðum í Evrópu eftir blaðamannafund Marios Draghis, forseta stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE) síðdegis fimmtudaginn 2. ágúst að loknum fundi 23 manna ráðs bankans. Lántökukostnaður spænska og ítalska ríkisins hækkaði. Á blaðamannafundinum sagði Draghi að á „næstu vikum“ mundi bankinn ky...

Evru-vandinn: Of miklar væntingar bundnar við að Draghi fá umboð til uppkaupa á skulda­bréfum?

Þess er vænst að á hverri stundu verði skýrt frá niðurstöðu bankaráðs Seðlabanka Evrópu (SE) sem beðið hefur verið með vaxandi eftirvæntingu frá því að Mario Draghi, forseti banka­stjórnar SE, sagði fyrir réttri viku á fundi í London að allt yrði gert til að verja evruna.

Grikkland: Samaras hafði sitt fram

Yannis Stournaras, fjármála­ráðherra Grikklands, á í dag fund með fulltrúum þríeykisins í Aþenu um nánari útfærslu á því samkomulagi, sem náðist á milli stjórnar­flokkanna í gær um niðurskurð útgjalda að upphæð 11,5 milljarða evra. Stournaras segir hins vegar að endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir fyrr en í lok mánaðarins.

Irish Times: Stendur Draghi við stóru orðin?

Nú er beðið með eftirvæntingu niðurstöðu fundar stjórnar Seðlabanka Evrópu í dag en gert er ráð fyrir að þær liggi fyrir um hádegisbilið. Mario Draghi, aðalbanka­stjóri SE sagði í síðustu viku, að bankinn mundi grípa til þeirra ráðstafana, sem mundu duga til þess að veita evrunni stuðning.

Bretland: Ríkis­stjórnin ræðir þjóðnýtingu RBS-fjármála­ráðuneytið andvígt

Daily Telegraph segir að brezka ríkis­stjórin hafi rætt þann möguleika að þjóðnýta Royal Bank of Scotland m.a. til þess að greiða fyrir lánveitingum til brezkra fyrirtækja. Bankinn er að mestu í eigu ríkisins (eftir bankakreppuna 2008) en ýmist segja brezkir fjölmiðlar að 12% eða 18% séu enn í einkae...

Leiðarar

Þjóðin vill þáttaskil - beitir forseti sér fyrir þingrofi og kosningum?

Ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur haldið þannig á stórmálum að markmiðið er frekar að ögra og skapa úlfúð en að finna farsæla lausn þjóðinni til heilla. Hefðu þessar aðgerðir miðast að því að auka þjóðar­auðinn að nýju með opnu hagkerfi og jákvæðri viðleitni inn á við til að ýta undir frekara samstarf út á við hefði mátt fagna þeim. Hið þveröfuga hefur gerst.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS