Obama móðgar Tyrki með hornaboltakylfu
Reiðialda fer um Tyrkland vegna myndar sem sýnir Barack Obama í símtali við Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Blöskrar Tyrkjum að forsetinn heldur um hornaboltakylfu í hægri hendi og símtólinu hinni vinstri. Símtalið snerist um ástandið í Sýrlandi. Skrifstofa forsetans sendi myndina frá sér að samtalinu loknu.
Die Welt: Seðlabanki Evrópu heldur Grikklandi fjárhagslega á floti
Seðlabanki Evrópu (SE) heldur Grikklandi nú á floti og bjargar ríkinu frá gjaldþroti segir þýska blaðið Die Welt laugardaginn 4. ágúst. Lætur SE fé renna um gríska seðlabankann að sögn blaðsins. SE neitar að svara spurningum um frétt blaðsins. Die Welt segir að fimmtudaginn 2. ágúst hafi bankaráð...
Helmut Schmidt, 93 ára, eignast nýjan lífsförunaut
Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýskalands, varð fréttaefni í götublaðinu Bild föstudaginn 3. ágúst á sama hátt og séð-og-heyrt fólkið fræga þegar sagt var frá því að hann hefði fundið nýjan lífsförunaut, hina 78 ára gömlu Ruth Loah sem hann hefði þekkt í 57 ár. Tekið er fram að hún reyki. Fré...
Varnarmálaráðherra Þýskalands vill að her landsins eignist fjarstýrð flugtæki
Thomas de Maiziére, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir að hann vilji gjarnan sjá fjarstýrð flugtæki í þýska hernum. Bandaríkjamenn beita slíkum tækjum í Afganistan og Pakistan. Í viðtali við Die Welt sagði ráðherrann að hann sæi engan mun á því að nota mannaðar eða ómannaðar flugvélar, báðar tegundir flugvéla rúmuðust innan varnarstefnu Þýskalands þar sem bann er lagt við árás að fyrra bragði.
Grikkland: Erlend fjármálafyrirtæki reyna að losna - en gengur erfiðlega
Erlend fjármálafyrirtæki reyna nú í stórum stíl að komast frá Grikklandi. Ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að líkja megi þessu við faraldur. Portúgalski Millennium bankinn er að reyna að selja útibú sín í Grikklandi og tveir bankar frá Kýpur eru að reyna að gera það sama eða skapa útibúum sínum í Grikklandi lagalegt sjálfstæði til þess að takmarka skaðann ef Grikkland fer af evrusvæðinu.
BarentsObserver: Herskip úr Norðurflota Rússlands á leið til Tartus í Sýrlandi
Þrjú rússnesk herskip úr Norðurflota Rússlands, sem sérstaklega eru gerð fyrir landgöngu af sjó og eru með samtals um 360 sjóliða um borð eru nú í Miðjarðarhafi og munu koma í höfn í Tartus í Sýrlandi til þess að taka vatn og vistir. Að því búnu munu þau að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax halda áfram ferð sinni um Bosphorus tl Novorosslysk í Svartahafi.
Samskipti Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands í uppnámi-sendiherrar reknir úr landi
Samskipti Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands eru í uppnámi eftir að Hvíta-Rússlandi rak sendiherra Svia, Stefán Eriksson, úr landi. Ástæðan er talin sú, að sænskt auglýsingafyrirtæki sendi bangsa sem varpað var út í fallhlífum yfir Hvíta-Rússlandi en bangsarnir höfðu með sér skilaboð, þar sem krafizt var málfrelsis í Hvíta-Rússlandi.
Pólitískum fórnarlömbum evrunnar fjölgar
Fréttir frá Bretlandi herma að hið risavaxna eignarhaldsfélag International Airlines Group (IAG) sem á meðal annars flugfélögin British Airways (BA) og spænska félagið Iberia hafi stofnað sérstakan hóp innan vébanda sinna til að bregðast við afleiðingum evru-vandans. Hugsanleg slit Spánverja á evru-samstarfinu er meðal þess sem hópurinn hefur til athugunar.
Fylgistap Samstöðu er auðskýranlegt
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, segir í samtali við Ríkisútvarpið að hún eigi erfitt með að skýra fylgistap Samstöðu, sem í síðustu Gallupkönnun mælist með 2,7% fylgi. Þetta fylgistap Samstöðu er mjög auðskýranlegt, eins og margoft hefur komið fram hér á þessum vettvangi.