Seðlabanki Evrópu hefur sent frá sér viðvörun um að millibankalánveitingar yfir landamæri 17 evru-ríkjanna dragist saman og þar með verði til sprungur innan evru-svæðisins sem breikki.
Tekjuhæstu Frakkar búa sig undir að flýja undan 75% skatti Hollandes
Tekjuhæstu Frakkar undirbúa að flytja í annað land ef François Hollande Frakklandsforseti hrindir skattahækkunaráformum sínum í framkvæmd.
Þáttaskil í dönskum stjórnmálum: Pia Kjærsgaard hættir sem flokksformaður
Pia Kjærsgaard (65 ára), formaður Danska þjóðarflokksins, tilkynnti þriðjudaginn 7. ágúst að hún byði sig ekki fram til endurkjörs sem flokksformaður á landsfundi flokksins í september. Hún hefur gegnt formennskunni í 17 ár. Stuðningsmenn hennar og andstæðingar segja að með brottför hennar verði þát...
Hvíta Rússland: Allir sænskir stjórnarerindrekar reknir úr landi
Sænsk stjórnvöld skýrðu frá því miðvikudaginn 8. ágúst að allir sendiráðsstarfsmenn þeirra hefðu verið reknir frá Hvíta-Rússlandi, fimm dögum eftir að sendiherra Svía var rekinn frá Minsk fyrir að hafa lagt baráttu í þágu mannréttinda lið. Carl Bildt, utanríkisráðherra tísti á Twitter-síðu sinni, a...
Fólk í aðildarríkjum ESB: Minni stuðningur við evru-minni stuðningur við ESB
Stuðningur við evruna meðal fólks í aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur minnkað úr 63% árið 2007 í 52% á þessu ári og andstaðan hefur á sama tíma aukist úr 31% í 40%. Á árinu 2007 höfðu 52% íbúa ESB-ríkja jákvæða afstöðu til þess, þ.e. Evrópusambandsins en á þessu ári hafa 31% jákvæða afstöðu t...
Efnahagslægðin á Ítalíu er að dýpka. Þar hefur nú orðið samdráttur í efnahagslífi í fjóra ársfjórðunga í röð að sögn Deutsche-Welle. Eftirspurn eftir ítölskum vörum hefur farið minnkandi bæði heima og erlendis. Efnahagskerfi Ítalíu er hið þriðja stærsta á evrusvæðinu. Samdráttur varð um 0,7% á öðrum fjórðungi þessa árs.
Spánn: Verkalýðsleiðtogar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðhaldsaðgerðir
Verkalýðsleiðtogar á Spáni vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Mariano Rajoy. Þeir hafa átt fund með Juan Carlos, Spánarkonungi og varað við því að Spánn stefni í átt til „sjálfsmorðs“ með sársaukafullum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.
Standard Chartered: „Pólitísk árás“ Bandaríkjamanna á Breta?
Hlutabréf í brezka bankanum Standard Chartered hækkuðu á ný í morgun um 6,5% en höfðu lækkað um nánast fjórðung frá því síðdegis á mánudag eftir að uppvíst varð um ásakanir eftirlitsaðila í Bandaríkjunum á hendur þeim.
ESB-umsóknin lykilþáttur í prófkjörum
Fá mál ef nokkur munu hafa meiri áhrif á kjósendur í prófkjörum á næstu mánuðum í öllum flokkum en afstaða frambjóðenda til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir, sem hyggjast leita eftir stuðningi flokkssystkina sinna til setu á Alþingi hafi skýra afstöðu í þeim efnum.
Framsóknarflokkur: Tengsl við „jafnaðarmenn og sósíalista“?
Grein Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem fjallað hefur verið um hér á Evrópuvaktinni, þar sem hann lýsr áhyggjum af því að Framsóknarflokkurinn sé að nálgast Sjálfstæðisflokkinn of mikið, er áhugaverð á margan hátt og ekki sízt af eftirfarandi ástæðum: Núverandi stjórnarflokkum er auðvitað ljóst, að þeir halda ekki meirihluta sínum á Alþingi eftir kosningar.