« 9. ágúst |
■ 10. ágúst 2012 |
» 11. ágúst |
Þýskaland: Sífellt fleiri stjórnmálamenn hallast að þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðuna til ESB
Sífellt fleiri áhrifamenn í þýskum stjórnmálum telja eðlilegt að huga að þjóðaratkvæðagreiðslu um pólitíska framtíð Evrópusambandsins; Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) segir á vefsíðu sinni föstudaginn 10. ágúst að hugmyndinni hafi upphaflega verið illa tekið meðal frjálsra demókrata (FDP) en nú...
Stjórnlagaráð Frakklands komst að þeirri niðurstöðu fimmtudaginn 9. ágúst að ekki þyrfti að breyta stjórnarskrá landsins til að Frakkland yrði aðili að ríkisfjármálasamningi ESB sem ritað var undir 2. mars 2012 og á að stuðla að framtíðarlausn á skuldavanda evru-svæðisins. Niðurstaðan kemur sér vel...
Grikkland: Atvinnuleysi 54,9% hjá þeim sem eru yngri en 25 ára
Nýjar tölur hagstofu Grikklands sýna að 54,9% Grikkja undir 25 ára aldri voru án atvinnu í maí 2012, í maí 2011 voru þeir 41%. Armodios Drikos (27 ára), formaður Æskulýðsráðs Grikklands, sagði við vefsíðuna EUobserver fimmtudaginn 9. ágúst að gríska ríkisstjórnin hefði látið undir höfuð leggjast að ...
Sendiherra Georgíu hjá ESB: Rússar eru að verða enn hættulegri
Sendiherra Georgíu hjá Evrópusambandinu, Salóme Samadashvili, segir i viðtali við euobserver, að Rússland sé að verða enn hættulegra en það hafi veriið.
Kínverskur ísbrjótur er kominn í Barentshaf um norðursiglingaleiðina
Kínverskur ísbrjótur Snædrekinn hefur nú í fyrsta sinn siglt eftir norðursiglingaleiðinni frá Chukci-hafi til Barentshafs að því er fram kemur í Barents Observer. Þetta er í fyrsta sinn, sem kínverskt skip siglir þessa leið. Skipið er nú á leið í Noregshaf. Á leiðinni hafa kínverskir vísindamenn stundað ýmsar rannsóknir og mun halda þeim áfram bæði í Noregshafi og Grænlandshafi.
DT: Er hörð lending að verða í Kína?
Er „hörð“ efnahagsleg lending að verða í Kína? Þvi heldur Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph fram í blaði sínu í dag og hefur raunar eftir sérfræðingum, að hún sé þegar orðin að veruleika. Skæðadrífa neikvæðra talna hafi komið mönnum í opna skjöldu. Nýjum framkvæmdum hafi fækkað um 27% í júlí. Framleiðsluaukning hafi ekki orðið síðustu mánuði.
Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslur verður stöðugt ágengari
Það er liðin tíð, að fámennur hópur fólks geti haft vit fyrir fjöldanum, hvort sem er hér á Íslandi eða í fjölmennum þjóðfélögum. Þess vegna eru vaxandi umræður um þjóðaratkvæðagreiðslur bæði um Evrópusambandið og annað skiljanlegar og sjálfsagðar.
Jón Sigurðsson veldur heilabrotum í Framsóknarflokknum
Skrif Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins halda áfram að valda mönnum heilbrotum í stjórnmálaheiminum á Íslandi. Bæði efni þeirra og tímasetning. Er hugsanlegt að einhver hópur Framsóknarmanna á vinstri kanti flokksins hugsi sér til hreyfings um að kljúfa flokkinn?