Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Föstudagurinn 10. ágúst 2012

«
9. ágúst

10. ágúst 2012
»
11. ágúst
Fréttir

Þýskaland: Sífellt fleiri stjórnmálamenn hallast að þjóðar­atkvæða­greiðslu um afstöðuna til ESB

Sífellt fleiri áhrifamenn í þýskum stjórnmálum telja eðlilegt að huga að þjóðar­atkvæða­greiðslu um pólitíska framtíð Evrópu­sambandsins; Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) segir á vefsíðu sinni föstudaginn 10. ágúst að hugmyndinni hafi upphaflega verið illa tekið meðal frjálsra demókrata (FDP) en nú...

Frakkland: Léttir meðal sósíalista vegna niðurstöðu stjórnlagaráðs um ríkisfjármálasamning ESB - krefst ekki stjórnar­skrárbreytinga

Stjórnlagaráð Frakklands komst að þeirri niðurstöðu fimmtudaginn 9. ágúst að ekki þyrfti að breyta stjórnar­skrá landsins til að Frakkland yrði aðili að ríkisfjármálasamningi ESB sem ritað var undir 2. mars 2012 og á að stuðla að framtíðarlausn á skuldavanda evru-svæðisins. Niðurstaðan kemur sér vel...

Grikkland: Atvinnuleysi 54,9% hjá þeim sem eru yngri en 25 ára

Nýjar tölur hagstofu Grikklands sýna að 54,9% Grikkja undir 25 ára aldri voru án atvinnu í maí 2012, í maí 2011 voru þeir 41%. Armodios Drikos (27 ára), formaður Æskulýðsráðs Grikklands, sagði við vefsíðuna EUobserver fimmtudaginn 9. ágúst að gríska ríkis­stjórnin hefði látið undir höfuð leggjast að ...

Sendiherra Georgíu hjá ESB: Rússar eru að verða enn hættulegri

Sendiherra Georgíu hjá Evrópu­sambandinu, Salóme Samadashvili, segir i viðtali við euobserver, að Rússland sé að verða enn hættulegra en það hafi veriið.

Kínverskur ísbrjótur er kominn í Barentshaf um norðursiglingaleiðina

Kínverskur ísbrjótur Snædrekinn hefur nú í fyrsta sinn siglt eftir norðursiglingaleiðinni frá Chukci-hafi til Barentshafs að því er fram kemur í Barents Observer. Þetta er í fyrsta sinn, sem kínverskt skip siglir þessa leið. Skipið er nú á leið í Noregshaf. Á leiðinni hafa kínverskir vísindamenn stundað ýmsar rannsóknir og mun halda þeim áfram bæði í Noregshafi og Grænlandshafi.

DT: Er hörð lending að verða í Kína?

Er „hörð“ efnahagsleg lending að verða í Kína? Þvi heldur Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptarit­stjóri Daily Telegraph fram í blaði sínu í dag og hefur raunar eftir sér­fræðingum, að hún sé þegar orðin að veruleika. Skæðadrífa neikvæðra talna hafi komið mönnum í opna skjöldu. Nýjum framkvæmdum hafi fækkað um 27% í júlí. Framleiðsluaukning hafi ekki orðið síðustu mánuði.

Leiðarar

Krafan um þjóðar­atkvæða­greiðslur verður stöðugt ágengari

Það er liðin tíð, að fámennur hópur fólks geti haft vit fyrir fjöldanum, hvort sem er hér á Íslandi eða í fjölmennum þjóðfélögum. Þess vegna eru vaxandi umræður um þjóðar­atkvæða­greiðslur bæði um Evrópu­sambandið og annað skiljanlegar og sjálfsagðar.

Í pottinum

Jón Sigurðsson veldur heilabrotum í Framsóknar­flokknum

Skrif Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar­flokksins halda áfram að valda mönnum heilbrotum í stjórnmálaheiminum á Íslandi. Bæði efni þeirra og tímasetning. Er hugsanlegt að einhver hópur Framsóknar­manna á vinstri kanti flokksins hugsi sér til hreyfings um að kljúfa flokkinn?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS