Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Laugardagurinn 11. ágúst 2012

«
10. ágúst

11. ágúst 2012
»
12. ágúst
Fréttir

Steingrímur J. einangrast innan ráðherrahóps VG: Tveir ráðherrar krefjast endurskoðunar á stöðunni í ESB-aðildarferlinu

Tveir ráðherrar vinstri-grænna (VG), Katrín Jakobs­dóttir, menningar- og menntamála­ráðherra varaformaður VG, og Svandís Svavars­dóttir umhverfis­ráðherra sögðu við fréttastofu ríkisútvarpsins laugardaginn 11. ágúst að óvissa innan Evrópu­sambandsins hefði áhrif á ESB-aðildarferlið hér á landi, þá verði ...

Westerwelle bætist í hóp þýskra forystumanna sem vill þjóðar­atkvæða­greiðslu vegna ESB

Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra Þýskalands, segir við blaðið Bild am Sonntag sem dagsett er 12. ágúst að hann vilji að efnt verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu í Þýskalandi um nýja stjórnar­skrá ESB. „Ég vona að við fáum raunverulega stjórnar­skrá ESB og það verði efnt til þjóðar­atkvæða­greiðslu um h...

Meirihluti Frakka er ósáttur við François Hollande á fyrstu forsetamánuðum hans

Ný könnun sem birt var í Frakklandi föstudaginn 10. ágúst þegar 100 dagar voru liðnir frá kjöri François Hollandes í embætti forseta Frakklands sýnir að 54% eru ósátt við störf hans í embætti en 46% sátt. Könnunin var gerð af Ifop fyrir Le Figaro. Meirihluti Frakka efast um að hann geti tekist á við...

Romney velur varaforsetaefni - ríkisfjármálin verða þungamiðja forsetakosningabaráttunnar

Mitt Romney, forsetaefni repúblíkana í Bandaríkjunum, hefur valið Paul D. Ryan, fulltrúar­deildarþingmann frá Wisconsin, sem varaforsetaefni sitt. The New York Times (NYT) segir að með því að tilkynna þetta val sitt laugardaginn 11. ágúst hleypi Romney nýju lífi í kosningabaráttunna og bjóði kjósendu...

DW: Minnkandi eftirspurn eftir olíu fram á næsta ár-leiðir til verðlækkunar

Aukning eftirspurnar eftir olíu mun fara minnkandi það sem eftir er ársins og fram á næsta ár að sögn Deutsche-Welle, sem byggir á skýrslu The International Energy Agency.Stofnunin gerir ráð fyrir, að Bandaríkin, Evrópa og Kína þurfi á minni olíu að halda en reiknað var með í byrjun ársins, sem muni...

Írlandsbanki segir upp 1000-1500 starfsmönnum

Írlandsbanki (Bank of Ireland) ætlar að segja upp 1000-1500 starfsmönnum til þess að draga úr kostnaði vegna minni umsvifa. Þegar starfsmenn Írlandsbanka voru flestir voru þeir um 16 þúsund. Þeim hefur síðan fækkað um 3700 fyrir utan þá fækkun, sem nú er fyrirhuguð. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Ríkið á 15% hlut í bankanum.

Reuters: Romney hefur valið Ryan sem varaforsetaefni sitt

Reuters segir í morgun, að Mitt Romney hafi ákveðið að velja fulltrúa­deildarþingmanninn Paul Ryan sem varaforsetaefni sitt og muni tilkynna það kl.

Leiðarar

Ríkis­stjórnin er ráða- og viljalaus gagnvart gjaldeyris­höftunum

Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra sagði á fundi Samfylkingar­innar undir lok janúar 2012 að tillögur Más Guðmundssonar seðlabanka­stjóra um „samningsafstöðu“ Íslands um gjaldmiðilsmál í ESB-viðræðunum væru væntanlegar innan fárra daga.

Í pottinum

Er sjálfsagt að allar atvinnugreinar fylgi tímabundinni velgengni í útflutningsgreinum?

Það er umhugsunarverð frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Þar kemur fram, að launaskrið sé í útflutningsatvinnugreinum en forseti ASÍ segir að launafólk í heima­markaðsgreinum vilji fá sömu launahækkanir. Liggur það beint við? Þetta er hefðbundinn vandi í íslenzku atvinnulífi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS