« 21. ágúst |
■ 22. ágúst 2012 |
» 23. ágúst |
Samaras hittir Juncker: Engar ákvarðanir evru-ríkja vegna Grikkja fyrr en í október
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, hóf miðvikudaginn 22. ágúst fundalotu með erlendum viðmælendum í því skyni að skapa stjórn sinni svigrúm gagnvart neyðarlánveitendum. Fyrsti fundurinn var í Aþenu með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxembogar og formanni evru-hópsins, ráðherraráðs e...
UBS-bankinn segir að kaupmáttur hafi rýrnað um allt að 35% í Austurríki frá 2000 til 2010. Segir bankinn að upptaka evrunnar ráði mestu um þessa neikvæðu þróun. UniCredit Bank Austria og Samtök atvinnulífsins í Austurríki telja niðurstöðuna ekki standast. Í skýrslu UBS-bankans kemur fram að kaupmá...
Evru-höggmynd rifin á flugvellinum í Frankfurt - hvað verður um fyrirmyndina?
Stór €-höggmynd hefur verið tekin í sundur og fjarlægð frá torgi fyrir framan alþjóðaflugvöllin í Frankfurt.
Spánn: Hækka greiðslur til atvinnulausra sem fá ekki lengur bætur
Spænska ríkisstjórnin ætlar að tryggja að enginn komist á vonarvöl þrátt fyrir ástandið í landinu að því er fram kemur í El País í dag. Greiðslur verða hækkaðar til þeirra, sem eru atvinnulausir en eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Ef tveir fjölskyldumeðlimir aðrir en hjón eða sambýlisfólk byggja framfærslu sína á þeim fá þeir 450 evrur á mánuði í stað 399 evra.
Grikkland: Juncker neitar að hitta Tsipras-Móðgun segir SYRIZA
Jean Claude Jucker, formaður Evruhópsins kemur til Aþenu í dag til viðræðna við Antonis Samaras. Hann hefur hins vegar neitað að hitta Alexis Tsipras, leiðtoga SYRIZA að máli. Flokkurinn lagði inn beiðni um fund með Juncker í síðustu viku en fékk það svar, að Juncker hefði ekki tíma til að hitta Tsipras.
Eiga Danir rétt á tekjum af auðlindum Grænlands?
Svo virðist sem kröfur séu að koma fram í Danmörku um að Danir fái meira af auðlindatekjum Grænlendinga í sínar hendur en gert hefur verið ráð fyrir. Per Stig Möller, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, sem sæti á í Grænlandsnefnd danska þingsins segist í samtali við Berlingske Tidende vilja taka málið upp, þegar nefndin heimsæki Grænland í september.
Bretland: Er fjárlagastefna Osborne í rúst?
Brezka ríkisstjórnin á í vandræðum með rekstur ríkissjóðs. Skuldirnar aukast en minnka ekki eins og að var stefnt og búizt var við. Þetta kemur fram í fréttum The Scotsman, sem segir að fjárlagastefna George Osborne sé í rúst. Nýjar tölur sýna auknar lántökur upp á 600 milljónir punda í júlí til þess að brúa bilið á milli tekna og gjalda.
Íransviðskipti RBS til rannsóknar í Bandaríkjunum
Seðlabanki Bandaríkjanna og bandaríska dómsmálaráðneytið hafa hafið rannsókn á viðskiptum Royal Bank of Scotland vegna Íran. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. RBS er að langmestu leyti í eigu brezka ríkisins.
Auðlindir Grænlands eru eign Grænlendinga
Það er óneitanlega athyglisvert og áhugavert fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með þeim umræðum, sem nú virðast vera að hefjast í Danmörku um rétt Dana til auðlinda á Grænlandi og sagt er frá í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag. Nú eru líkur á því að tekjur Grænlendinga af eigin auðlindum fari að aukast verulega.
Forvitnileg ummæli Róberts Marshall í Morgunblaðinu í dag-Efasemdir um ESB?
Það er athyglisvert að skoða ummæli Róberts Marshall, þingmanns Samfylkingar í Morgunblaðinu í dag. Í frásögn blaðsins segir: "Ýmsir forystumenn í röðum Vinstri grænna hafa að undanförnu stigið fram og mælst til þess að aðildarumsóknin verði endurskoðuð. Róbert segir slíka umræðu vera sjálfsagða enda staða sambandsins að mörgu leyti óljós og ekki fyrirséð um þróun þess.