« 23. ágúst |
■ 24. ágúst 2012 |
» 25. ágúst |
Pólland: 58% á móti evru-aðild - ríkið uppfyllir Maastricht-skilyrði - aðild hugsanleg 2016
Um 58% Pólverja eru andvígir upptöku evru segir TNS Polska föstudaginn 24. ágúst, aðeins 12% telja að pólskt efnahagslíf styrkist með evru-aðild. Andúð í garð evrunnar eykst. Könnunin sýnir að 69% svarenda telja að lífskjör versni með evrunni. Þegar spurt er um áhrif evrunnar á framvindu efnahagsmál...
Umræður hafa orðið í Danmörku um hvernig haga skuli með skiptingu tekna af náttúruauðlindum á Grænlandi milli Dana og Grænlendinga. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir að ekki sé ætlunin að breyta sjálfsstjórnarlögum Grænlands og því séu ekki nein vafamál um þessa skiptingu. Vill hún með þessu binda enda á umræður um hana meðal danskra stjórnmálamanna.
Merkel segir Samaras að hún vilji Grikki á evru-svæðinu en þeir verði að standa við sitt
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, fékk neikvæð viðbrögð frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara á fundi þeirra í Berlín föstudaginn 24. ágúst þegar hann fór fram á að svigrúm Grikkja til að taka á efnahags- og skuldamálum sínum yrði aukið. Merkel lagði áherslu á að Grikkir yrðu áfram á ev...
Antonis Samaras kominn til Berlínar með óskir sínar um tveggja ára „andrými“
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, er kominn til Berlínar þar sem hann mun föstudaginn 24. ágúst ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og óska eftir tveggja ára „andrými“ fyrir Grikki gagnvart neyðarlánveitendum þeirra á evru-svæðinu, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. M...
Vinsældir Hollandes minnka - vantrú á stjórn sósíalista
Minna en helmingur Frakka styður François Hollande samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Fer stuðningur við hann niður fyrir 50% í fyrsta sinn rúmum 100 dögum eftir að hann tók við forsetaembættinu.
Grænfriðungar í rússneskum borpalli í Norður-Íshafi
Sex aðgerðarsinnar Grænfriðunga hafa klifrað upp í rússenska olíuborpall til að mótmæla olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi.
Breivik talinn sakhæfur, 21 ár í fangelsi
Fimm dómarar í máli Anders Behrings Breiviks, fjöldamorðingjans í Noregi, kynntu að morgni föstudags 24. ágúst einum rómi að hann væri sakhæfur og skyldi sitja 21 ár í fangelsi fyrir „hryðjuverk“. Í 10 vikur hafa menn velt fyrir sér hvort dómararnir teldu Breivik sakhæfan eða geðveikan og þar með ó...
Danir leggja milljarða í öryggismál á Norðurslóðum
Danir telja sig þurfa að leggja milljarða króna til danska hersins vegna öryggismála á norðurslóðum að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Norðurskautssvæðið tekur nú við af Afganistan, sem aðal umsvifasvæði danskra hernaðaryfirvalda. Í Danmörku er pólitísk eining um nauðsyn þess að auka fjárframlög til þessara mála.
Schauble lýsir efasemdum um tilslökun gagnvart Írum
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, hefur lýst efasemdum um að slaka eigi á lánaskilmálum gagnvart Írlandi en Írar hafa gert sér vonir um að vextir verði lækkaðir á neyðarláni þeirra nú í október. Ráðherrann segir að ekkert eigi að gera, sem geti dregið úr möguleikum Íra á að endurvinna traust.
Írar seldu skuldabréf í gær fyrir rúman milljarð evra
Írar seldu í gær skuldabréf fyrir rúman milljarð evra á 5,91%. Þetta kemur fram í Financial Times, sem upplýsir jafnframt að sala Íra á skuldabréfum á alþjóðlegum markaði hafi minnkað fjármögnunarvanda Írlands í janúar n.k. úr 11,9 milljörðum evra í 2,4 milljarða. Í þessari viku hefur ávöxtunarkr...
Brezkur þingmaður: RBS fær hærri sektir vegna Libor en Barclays
Einn af þingmönnum Verkamannaflokksins í Bretlandi, John Mann, segist hafa heimildir fyrir því, að Royal Bank of Scotland fái á sig hærri sektargreiðslur en Barcalys vegna Libor-vaxta hneykslisins, en bankinn er 82% í eigu brezka ríkisins.
Hver verður aðild Íslands að öryggismálum í norðurhöfum?
Í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag kemur fram, að Danir undirbúi nú frekari fjárframlög til öryggismála á norðurslóðum og að um milljarða danskra króna sé að ræða.
Um „ævintýralegar samsæriskenningar“ fræðimanna og fjármálaeftirlitið
Á dögunum skýrði Fréttablaðið frá því að ríkissaksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að útvega sér gögn um fjármál Guðlaugs Þ...