Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Föstudagurinn 24. ágúst 2012

«
23. ágúst

24. ágúst 2012
»
25. ágúst
Fréttir

Pólland: 58% á móti evru-aðild - ríkið uppfyllir Maastricht-skilyrði - aðild hugsanleg 2016

Um 58% Pólverja eru andvígir upptöku evru segir TNS Polska föstudaginn 24. ágúst, aðeins 12% telja að pólskt efnahagslíf styrkist með evru-aðild. Andúð í garð evrunnar eykst. Könnunin sýnir að 69% svarenda telja að lífskjör versni með evrunni. Þegar spurt er um áhrif evrunnar á framvindu efnahagsmál...

Helle Thorning-Schmidt vill binda enda á allar vangaveltur um aukinn hlut Dana í auðlindatekjum á Grænlandi - segir sjálfs­stjórnar­lögin gilda

Umræður hafa orðið í Danmörku um hvernig haga skuli með skiptingu tekna af náttúruauðlindum á Grænlandi milli Dana og Grænlendinga. Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra Danmerkur, segir að ekki sé ætlunin að breyta sjálfs­stjórnar­lögum Grænlands og því séu ekki nein vafamál um þessa skiptingu. Vill hún með þessu binda enda á umræður um hana meðal danskra stjórnmálamanna.

Merkel segir Samaras að hún vilji Grikki á evru-svæðinu en þeir verði að standa við sitt

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands, fékk neikvæð viðbrögð frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara á fundi þeirra í Berlín föstudaginn 24. ágúst þegar hann fór fram á að svigrúm Grikkja til að taka á efnahags- og skuldamálum sínum yrði aukið. Merkel lagði áherslu á að Grikkir yrðu áfram á ev...

Antonis Samaras kominn til Berlínar með óskir sínar um tveggja ára „andrými“

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikkja, er kominn til Berlínar þar sem hann mun föstudaginn 24. ágúst ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og óska eftir tveggja ára „andrými“ fyrir Grikki gagnvart neyðarlánveitendum þeirra á evru-svæðinu, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðnum. M...

Vinsældir Hollandes minnka - vantrú á stjórn sósíalista

Minna en helmingur Frakka styður François Hollande samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Fer stuðningur við hann niður fyrir 50% í fyrsta sinn rúmum 100 dögum eftir að hann tók við forsetaembættinu.

Grænfriðungar í rússneskum borpalli í Norður-Íshafi

Sex aðgerðarsinnar Grænfriðunga hafa klifrað upp í rússenska olíuborpall til að mótmæla olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi.

Breivik talinn sakhæfur, 21 ár í fangelsi

Fimm dómarar í máli Anders Behrings Breiviks, fjöldamorðingjans í Noregi, kynntu að morgni föstudags 24. ágúst einum rómi að hann væri sakhæfur og skyldi sitja 21 ár í fangelsi fyrir „hryðjuverk“. Í 10 vikur hafa menn velt fyrir sér hvort dómararnir teldu Breivik sakhæfan eða geðveikan og þar með ó...

Danir leggja milljarða í öryggismál á Norðurslóðum

Danir telja sig þurfa að leggja milljarða króna til danska hersins vegna öryggismála á norðurslóðum að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Norðurskauts­svæðið tekur nú við af Afganistan, sem aðal umsvifa­svæði danskra hernaðaryfirvalda. Í Danmörku er pólitísk eining um nauðsyn þess að auka fjárframlög til þessara mála.

Schauble lýsir efasemdum um tilslökun gagnvart Írum

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands, hefur lýst efasemdum um að slaka eigi á lánaskilmálum gagnvart Írlandi en Írar hafa gert sér vonir um að vextir verði lækkaðir á neyðarláni þeirra nú í október. Ráðherrann segir að ekkert eigi að gera, sem geti dregið úr möguleikum Íra á að endurvinna traust.

Írar seldu skulda­bréf í gær fyrir rúman milljarð evra

Írar seldu í gær skulda­bréf fyrir rúman milljarð evra á 5,91%. Þetta kemur fram í Financial Times, sem upplýsir jafnframt að sala Íra á skulda­bréfum á alþjóðlegum markaði hafi minnkað fjármögnunarvanda Írlands í janúar n.k. úr 11,9 milljörðum evra í 2,4 milljarða. Í þessari viku hefur ávöxtunarkr...

Brezkur þingmaður: RBS fær hærri sektir vegna Libor en Barclays

Einn af þingmönnum Verkamanna­flokksins í Bretlandi, John Mann, segist hafa heimildir fyrir því, að Royal Bank of Scotland fái á sig hærri sektar­greiðslur en Barcalys vegna Libor-vaxta hneykslisins, en bankinn er 82% í eigu brezka ríkisins.

Leiðarar

Hver verður aðild Íslands að öryggismálum í norðurhöfum?

Í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag kemur fram, að Danir undirbúi nú frekari fjárframlög til öryggismála á norðurslóðum og að um milljarða danskra króna sé að ræða.

Í pottinum

Um „ævintýralegar samsæriskenningar“ fræðimanna og fjármála­eftirlitið

Á dögunum skýrði Fréttablaðið frá því að ríkis­saksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi for­stjóra fjármála­eftirlitsins, fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að útvega sér gögn um fjármál Guðlaugs Þ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS