« 26. ágúst |
■ 27. ágúst 2012 |
» 28. ágúst |
Færri skip á norðurleiðinni við Rússland í ár en 2011
Færri skip hafa siglt norðurleiðina um Íshafið fyrir norðan Rússland milli Evrópu og Asíu síðsumars 2012 en vænst var.
Árni Páll: Mistök að binda ekki hendur VG-ráðherra fastar við stjórnarmyndun
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar alþingis sagði á hádegisfundi samtakanna Sterkara Ísland mánudaginn 27. ágúst að það hefðu verið mistök af hálfu Samfylkingarinnar að binda ekki betur um hnúta í stjórnarsáttmálanum í maí 2009 til að koma í veg fyrir...
Þýskaland: Spenna innan stjórnarflokkanna vegna evru-ágreinings magnast
Deilur innan stjórnarflokkanna í Þýskalandi vegna aðildar Grikkja að evru-samstarfinu skerptust um helgina.
Merkel vill vinna að nýjum ESB-sáttmála til að auka samrunann
Angela Merkel Þýskalandskanslari vill að gerður verði nýr sáttmáli um Evrópusambandið og ætlar að vinna leiðtoga annarra ESB-ríkja á sitt band segir Der Spiegel. Í blaðinu segir að Nikolaus Meyer-Landrut, ráðgjafi kanslarans um Evrópumál, hafi leitt umræður um málið í Brussel.
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að á bak við lokaðar dyr í Aþenu í síðustu viku hafi Jean-Claude Juncker, formaður Evruhópsins og forsætisráðherra Lúxemborgar sagt Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands að nú væri komið að leiðarlokum, gríska ríkisstjórnin gæti ekki búizt við neinni sérmeðferð af hálfu annarra ríkja og að ítrekaðar óskir um lengri tíma þjónuðu ekki hagsmunum Grikklands.
Skattamál Thorning-Schmidt: Hvað sagði skattamálaráðherra?-Hvað vissi Lars Lökke?
Fréttaflutningur vegna rannsóknar á því hver lak til BT upplýsingum um skattamál Helle Thorning-Schmidt og Stephen Kinnock, eiginmanns hennar, vindur upp á sig í Danmörku.
Pussy Riot: Tvær stúlknanna hafa flúið land
Tveir meðlimir rússnesku kvennahljómsveitarinnar Pussy Riot hafa flúið land að sögn Guardian. Þær eru eftirlýstar í Rússlandi og hafa átt yfir höfði sér handtöku þar. Lögreglan hefur sagt opinberlega að hún leiti að öðrum meðlimum hljómsveitarinnar.
Jens Weidmann: Fjármögnun seðlabanka getur verkað eins og eiturlyf
Jens Weidmann, aðalbankastjóri þýzka Bundesbank hefur enn einu sinni varað við kaupum Seðlabanka Evrópu á skuldabréfum evruríkja í vanda. Hann segir að í lýðræðisríkjum eigi þjóðþing að taka slíkar ákvarðanir en ekki seðlabankar. Ekki megi vanmeta hættuna á því að fjármögnun seðlabanka geti virkað eins og eiturlyf. Ríkin verði háð þeirri fjármögnun.
Sundrungin innan ESB minnkar ekki heldur magnast
Sundrungin innan Evrópusambandsins minnkar ekki heldur magnast. Það er orðið tímabært að velta því fyrir sér, hvort þessar hremmingar séu vísbending um að þetta nána samstarf ríkjanna á meginlandi Evrópu eigi sér ekki langa framtíð fremur en að um sé að ræða fæðingarhríðir nýs stórveldis. Þær fréttir, sem borizt hafa frá Evrópu síðustu daga sýna þetta í hnotskurn.
Fréttastofa ríkisútvarpsins segir ríkisstjórnina sitja út kjörtímabilið
Fréttastofa ríkisútvarpsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. sitji út kjörtímabilið. Arnar Páll Hauksson fréttamaður stillti sér upp á Austurvelli, fyrir fram Alþingishúsið, og flutti leiðara fréttastofunnar um málið í kvöldfréttum sjónvarps mánudaginn 27. ág...
Er Jóhanna að segja já-já og nei-nei?!
Í fréttum RÚV í fyrradag sagði: „Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segist ekki búin að ákveða hvort hún muni gefa kost á sér áfram sem formaður flokksins eða segi þetta gott í pólitík. Hún muni þó gefa yfirlýsingu þess efnis áður en prófkjör fer fram í haust.“