Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 28. ágúst 2012

«
27. ágúst

28. ágúst 2012
»
29. ágúst
Fréttir

Norður-Íshaf: Meiri ísbráðnun en nokkru sinni síðan gervihnattamælingar hófust

Bandaríska geimferða­stofnunin NASA segir að ís hafi bráðnað meira á þessu ári en nokkru sinni síðan mælingar með gervihnöttum hófust árið 1979. BBC hefur eftir vísindamönnum að um grundvallar­breytingu sé að ræða. Þá segir BBC að þess megi vænta að enn meiri bráðnun verði í ár þar sem hún haldi alme...

Héraðs­stjórn Katalóníu leitar ásjár í Madrid vegna skuldavanda

Héraðs­stjórn Katlóníu tilkynnti þriðjudaginn 28. ágúst að hún ætlaði að óska eftir 5 milljarða evra neyðarláni frá ríkis­stjórninni í Madrid. Katalóníu­stjórn þarf að endurgreiða hluta af 40 milljarða evru skuld sinni á þessu ári og segist ætla að leita eftir aðstoð úr 18 milljarða evru neyðar­sjóði Ma...

Hulunni svipt af munaðinum í kringum Pútín - meiri lífsnautnamaður en Spartverji - 58 flugvélar og 20 hallir

Vladimir Pútin Rússlands­forseti vill að dregin sé mynd af sér sem jarðbundnum vinnuhesti sem hafi ánægju af veiðiferðum og fjallgöngu en ný skýrsla sýnir hann frekar sem lífsnautnamann en Spartverja segir Tom Parfitt, fréttaritari The Daily Telegraph í Moskvu, á vefsíðu blaðsins þriðjudaginn 28. ágú...

Sardinía: Námumenn loka sig inni á 400 metra dýpi með sprengiefni-vilja koma í veg fyrir lokun námunnar

Um 100 ítalskir námumenn á Sardiníu hafa búið um sig í námunni með mörg hundruð kíló af sprengiefni. Þeir eru á 400 metra dýpi og markmið þeirra með aðgerðunum er að koma í veg fyrir að námunni verði lokað. Námumenn á þessu svæði hafa gripið til slíkra aðgerða áður.

Holland: Spjótum beint að evrunni frá hægri og vinstri

Geert Wilders, leiðtogi Frelsis­flokksins í Hollandi, beinir kosningabaráttu sinni vegna þingkosninganna í Hollandi í september í vaxandi mæli að evrunni að því er fram kemur í Financial Times. Hann segir Brussel ólýðræðislega ófreskju, blóðsugu, sem sjúgi allt blóð úr Hollandi og geri það að héraði í Stór-Evrópu, sem engu máli skipti.

De Guindos: Spánn þarf aðeins um 60 milljarða evra til að endurfjármagna bankana

Spánn mun einungis nota 60 milljarða evra af þeim 100 milljörðum, sem Spánverjar hafa fengið fyrirheit um til að endurfjármagna spænsku bankana. Þetta kemur fram í viðtali við Luis de Guindos, efnahags­ráðherra Spánar í International Herald Tribune í gær. Bráðabirgðaskýrsla, sem birt var í júní benti til þess að fjárþörfin væri um 62 milljarðar.

Leiðarar

Ráðherrar sitja VG múlbundnir undir hótunum

Reynt var að setja lok á ESB-ágreining við Samfylkinguna á flokksráðsfundi VG á Hólum með ályktun út í loftið um utanríkismál.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS