« 1. september |
■ 2. september 2012 |
» 3. september |
Nýjasti ágreiningur innan forystusveitar vinstri-grænna (VG) snýst um hvort bókaður hafi verið fyrirvari af hálfu VG-ráðherra í ríkisstjórn þegar afstaða Íslands í ESB-viðræðunum um efnahags- og peningamál var á dagskrá í júlí. Ögmundur Jónasson segir það hafa verið gert en Árni Þór Sigurðsson kannast ekki við það.
Svartsýni Frakka meiri en nokkru sinni fyrr við upphaf nýs forsetaferils
Frakkar eru svartsýnni um framtíð lands síns en þeir hafa verið síðan árið 2005. Þetta sýnir ný könnun sem birt var laugardaginn 1. septmber. Alls segja 68% að þeir séu „frekar“ eða „mjög“ svartsýnir. Hafa þessar tölur aldrei verið hærri á fyrstu mánuðum nýs forseta. Tölurnar koma heim og saman við...
Rússar þróa eldflauga- og geimvarnarkerfi á úthöfunum
Rússar þróa nú eldflauga- og geimvarnarkerfi sem verður haldið úti á úthöfunum. Talið er að kerfið verði hluti rússneska flotans þegar fram líða stundir. Þróun og smíði kerfisins er í höndum vopnaframleiðandans Almaz-Antey sem einnig framleiðir S-400 Triumph eldflaugavarnarkerfið.
Forsætisráðherra Slóvakíu: Helmingslíkur á að evrusvæðið splundrist
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sagði sl. fimtudag að það væru helmingslíkur á því að evrusvæðið muni splundrast. Hann sagði skv. fréttum Reuters að það mundi byggjast á því hvernig evruríkin taki á málum Grikklands og Spánar. Og einnig hvernig aðildarríkin bregðist við þróun í átt til frekari sameiningar.
Sunday Telegraph: Borgaði Barclays mútur í Miðausturlöndum til að tryggja hlutafjáraukningu?
Rannsóknir yfirvalda í Bretlandi á þóknunum, sem Barclays banki, einn stærsti banki Bretlands, greiddi á árinu 2008 til aðila í Miðausturlöndum m.a. Katar vegna hlutafjáraukningar bankans (en peningarnir komu frá Katar o.fl. löndum í þeim heimshluta) snýst um það hvort raunverulega hafi verið um mút...