Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Laugardagurinn 8. september 2012

«
7. september

8. september 2012
»
9. september
Fréttir

Fjármála­ráðherra Svíþjóðar: Ástandið á evru-svæðinu versnar enn - útilokar ekki útgöngu Grikkja

Kreppan á evru-svæðinu mun enn versna áður en ástandið batnar og Grikkir kunna að hverfa frá samstarfinu innan árs segir Anders Borg, fjármála­ráðherra Svíþjóðar, í viðtali við sænska ríkisútvarpið laugardaginn 8. september. „Ég held að við höfum ekki séð hið versta sem á eftir að ganga yfir þjóðir ...

Antonis Samaras: Grikkland var á barmi evru-brottfarar - án evru er Grikkland dautt

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands, segir ákvörðun Seðlabanka Evrópu (SE) um að hefja kaup á ríkisskulda­bréfum sanni nauðsyn þess að Grikkir haldi evru-samstarfinu áfram.

Spánn: Lántökukostnaður lækkar-hluta­bréf hækka

Lántökukostnaður Spánar hélt áfram að lækka í gær, föstudag, eftir ákvörðun SE daginn áður.

Bild: „Skuldugu ríkin fá óútfylltan tékka“

Financial Times fjallar í dag um viðbrögð í Þýzkalandi vegna ákvörðunar bankaráðs Seðlabanka Evrópu um kaup á skulda­bréfum Ítalíu og Spánar í andstöðu við Bundesbank og vísar í fyrirsögn á Bild, mest selda dagblaði Þýzkalands, sem hljóðaði svo: „Skuldugu ríkin fá óútfylltan tékka“. Blaðið segir viðb...

Roubini: Aðgerðir SE breyta engu-Aznar:Bandaríki Evrópu eru óframkvæmanleg hugmynd

„Aðgerðir SE breyta engu. Evrukreppan stendur enn yfir,“ sagði Nouriel Roubini, prófessor, sem þekktur er fyrir að hafa spáð fyrir um fjármálakreppuna, sem skall á haustið 2008 (og jafnvel fyrr) á alþjóðlegri ráð­stefnu um efnahagsmál við Comovatn á vegum Ambrosetti Forum.

Leiðarar

Evru-sjónarspil í Frankfurt - ótti í Róm og Madrid

Mario Draghi, forseti banka­stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE), kynnti fimmtudaginn 6. september nýja áætlun bankans um kaup á ríkisskulda­bréfum til að lækka lántökukostnað skuldugra evru-ríkja. Þýski seðlabanka­stjórinn var hinn eini af 23 bankaráðsmönnunum sem lýstu andstöðu við skulda­bréfakaupin. Til ...

Pistlar

Schengen IV : Mat innanríkis­ráðuneytisins

Fréttablaðið birti fimmtudaginn 30. ágúst forsíðufrétt um að Gylfi Sigfússon, for­stjóri Eimskips, hefði „verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda“ sem reyndu að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Eimskip hefði sent innanríkis­ráðuneytinu bréf 16. júlí 2012 og vakið athygli á vanda fy...

Í pottinum

Furðufréttastofa ríkisins og valdakonur innan Sjálfstæðis­flokksins

Furðufréttastofa ríkisins brást ekki laugardaginn 8. september frekar en endranær þegar innri málefni Sjálfstæðis­flokksins eru til umræðu. Þar var sagt frá því að Ólöf Nordal, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðis­flokksins, hefði ákveðið að snúa sér að öðru en stjórnmálaþátttöku, að minnsta kosti...

Ráðherra úr leik

Í gamla daga birtust stöku sinnum tvö orð á tölvuskjánum, þegar viðvaningar vissu ekki hvað þeir voru að gera. Þetta voru orðin „fatal error“ eða örlagarík mistök. Þau þýddu að allt var horfið, sem gert hafði verið. Núverandi for­stjóri Land­spítalans hefur unnið merkilegt starf og raunar þrekvirki.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS