« 7. september |
■ 8. september 2012 |
» 9. september |
Fjármálaráðherra Svíþjóðar: Ástandið á evru-svæðinu versnar enn - útilokar ekki útgöngu Grikkja
Kreppan á evru-svæðinu mun enn versna áður en ástandið batnar og Grikkir kunna að hverfa frá samstarfinu innan árs segir Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, í viðtali við sænska ríkisútvarpið laugardaginn 8. september. „Ég held að við höfum ekki séð hið versta sem á eftir að ganga yfir þjóðir ...
Antonis Samaras: Grikkland var á barmi evru-brottfarar - án evru er Grikkland dautt
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir ákvörðun Seðlabanka Evrópu (SE) um að hefja kaup á ríkisskuldabréfum sanni nauðsyn þess að Grikkir haldi evru-samstarfinu áfram.
Spánn: Lántökukostnaður lækkar-hlutabréf hækka
Lántökukostnaður Spánar hélt áfram að lækka í gær, föstudag, eftir ákvörðun SE daginn áður.
Bild: „Skuldugu ríkin fá óútfylltan tékka“
Financial Times fjallar í dag um viðbrögð í Þýzkalandi vegna ákvörðunar bankaráðs Seðlabanka Evrópu um kaup á skuldabréfum Ítalíu og Spánar í andstöðu við Bundesbank og vísar í fyrirsögn á Bild, mest selda dagblaði Þýzkalands, sem hljóðaði svo: „Skuldugu ríkin fá óútfylltan tékka“. Blaðið segir viðb...
Roubini: Aðgerðir SE breyta engu-Aznar:Bandaríki Evrópu eru óframkvæmanleg hugmynd
„Aðgerðir SE breyta engu. Evrukreppan stendur enn yfir,“ sagði Nouriel Roubini, prófessor, sem þekktur er fyrir að hafa spáð fyrir um fjármálakreppuna, sem skall á haustið 2008 (og jafnvel fyrr) á alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál við Comovatn á vegum Ambrosetti Forum.
Evru-sjónarspil í Frankfurt - ótti í Róm og Madrid
Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu (SE), kynnti fimmtudaginn 6. september nýja áætlun bankans um kaup á ríkisskuldabréfum til að lækka lántökukostnað skuldugra evru-ríkja. Þýski seðlabankastjórinn var hinn eini af 23 bankaráðsmönnunum sem lýstu andstöðu við skuldabréfakaupin. Til ...
Schengen IV : Mat innanríkisráðuneytisins
Fréttablaðið birti fimmtudaginn 30. ágúst forsíðufrétt um að Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hefði „verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda“ sem reyndu að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Eimskip hefði sent innanríkisráðuneytinu bréf 16. júlí 2012 og vakið athygli á vanda fy...
Furðufréttastofa ríkisins og valdakonur innan Sjálfstæðisflokksins
Furðufréttastofa ríkisins brást ekki laugardaginn 8. september frekar en endranær þegar innri málefni Sjálfstæðisflokksins eru til umræðu. Þar var sagt frá því að Ólöf Nordal, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ákveðið að snúa sér að öðru en stjórnmálaþátttöku, að minnsta kosti...
Í gamla daga birtust stöku sinnum tvö orð á tölvuskjánum, þegar viðvaningar vissu ekki hvað þeir voru að gera. Þetta voru orðin „fatal error“ eða örlagarík mistök. Þau þýddu að allt var horfið, sem gert hafði verið. Núverandi forstjóri Landspítalans hefur unnið merkilegt starf og raunar þrekvirki.