« 9. september |
■ 10. september 2012 |
» 11. september |
Kínverskir fjölmiðlar hafa sem fyrr áhuga á Huang Nubo og fjárfestingaráformum hans erlendis. Jafnan er talað um tilraunir hans til að koma ár sinni fyrir borð hér á landi sem frumverkefni hans á þessu sviði. Nú segist hann bíða þolinmóður niðurstöðu nefndar sem íslenska ríkisstjórnin hafi komið á fót.
Gríska ríkisstjórnin verður að skila áætlun um 11,5 milljarða evru niðurskurð ríkisútgjalda fyrir föstudaginn 14. september. Áætlunin verður lögð fyrir óformlegan fund fjármálaráðherra evru-ríkjanna á Kýpur 14. september. Niðurskurðinn á að verða á árunum 2013 og 2014 og tillögurnar um hann skal le...
François Hollande Frakklandsforseti kynnti harðari efnahagsaðgerðir sunnudaginn 9. september en Frakkar hafa áður kynnst af hendi vinstrimanns. Hann sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina TF1 að hann vildi að á árinu 2013 yrði gripið til harðari aðgerða í ríkisfjármálum en gert hefði verið í 30 ár. Ha...
Þýskir stjórnlagadómarar velta fyrir sér hvort fresta eigi úrskurði vegna ESM
Þýski stjórnalagdómstóllinn í Karlsruhe hefur til til athugunar hvort hann eigi að fresta úrskurði sínum um aðild Þýskalands að varanlegum björgunarsjóði evrunnar, ESM. Dómararnir höfðu boðað lyktir þess máls nú í vikunni. Upplýsingafulltrúi sjóðsins sagði mánudaginn 10. september við AFP-fréttast...
Spánn: Sósíalistar snúa við blaðinu-taka upp harða stjórnarandstöðu
Sósíalistar á Spáni leggja nú til hærri skatta á auðuga einstaklinga og fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir frekari niðurskurð, sem snerti landsmenn alla. Frá þessu er sagt í El País í morgun. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ræða einnig eins konar velferðarsáttmála, sem hafi að markmiði að verja ýmsa opinbera þjónustu fyrir frekari niðurskurði.
Merkel við nána samstarfsmenn: Verðum að halda Grikklandi á evrusvæðinu
Angela Merkel sagði við sína nánustu samstarfsmenn fyrir allnokkru, að þeir yrðu að finna leið til að halda Grikklandi á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í grein í Der Spiegel í dag.
WSJ: Vaxandi stuðningur við að Monti haldi áfram eftir kosningar
Wall Street Journal segir að í ljós hafi komið á Ambrosetti-fundinum við Comovatn, að vaxandi stuðningur sé við þá hugmynd að Mario Monti haldi áfram sem forsætisráðherra eftir þingkosningar í apríl á næsta ári.
Hollande: 75% skattur á yfir 1 milljarð evra í tekjur-falli niður eftir tvö ár
Francois Hollande, forseti Frakklands, staðfesti í sjónvarpsviðtali í gær að ríkisstjórn hans mundi setja 75% skatt á tekjur yfir einum milljarði evra en sá skattur yrði felldur niður að tveimur árum liðnum vegna þess að efnahagslífið mundi taka við sér á þeim tíma.
DT: Köld sturta bíður Spánar og Ítalíu-Þýzkir þingmenn reiðir og setja harða skilmála
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daliy Telegraph hefur verið á ráðstefnu Ambrosetti Forum í Cernobbio við Como-vatn á Ítalíu(þar sem fjármálajöfrar heimsins voru saman komnir) og segir að köld sturta bíði Spánar og Ítalíu. Fjármálamarkaðir muni nú átta sig á, að ekki er allt sem sýnist í áformuðum aðgerðum Seðlabanka Evrópu.
Verður staðan í Evrópu til umræðu á Alþingi á miðvikudagskvöld?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi á miðvikudagskvöld og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Það verður forvitnilegt að sjá, hvort forsætisráðherra ræðir að nokkru marki það síversnandi ástand, sem nú er innan Evrópusambandsins og hvort hún telji að það skipti nokkru máli í sambandi við aðildarumsókn Íslands.
Schengen V: Schengen þróast - niðurstaða
Í fyrstu grein minni um Schengen hér á Evrópuvaktinni rakti ég uppruna samstarfsins aftur til 1985 þegar Schengensamningurinn kom til sögunnar sem milliríkjasamningur.
Yfirlætisfullur Þór Saari setur sig á háan hest gagnvart Sjálfstæðisflokknum
Hafi einhver þingmaður tileinkað sér talsmáta öfgamanns í sölum alþingis er það Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann stendur varla upp í þingsalnum án þess að úthúða samþingmönnum sínum og tala niður störf þeirra. Setur hann sjálfan sig á háan hest og þykist yfir aðra hafinn þótt síst af öllu hafi hann burði til þess.