Mánudagurinn 25. janúar 2021

Mánudagurinn 10. september 2012

«
9. september

10. september 2012
»
11. september
Fréttir

Huang Nubo gefur til kynna að pólitík muni fæla sig frá Íslandi - ætlar að bíða þolinmóður niðurstöðu ríkis­stjórnar­innar - veltir öðrum kostum fyrir sér

Kínverskir fjölmiðlar hafa sem fyrr áhuga á Huang Nubo og fjárfestingaráformum hans erlendis. Jafnan er talað um tilraunir hans til að koma ár sinni fyrir borð hér á landi sem frumverkefni hans á þessu sviði. Nú segist hann bíða þolinmóður niðurstöðu nefndar sem íslenska ríkis­stjórnin hafi komið á fót.

Grikkland: Hart gengið eftir niðurskurði - ágreiningur innan ríkis­stjórnar­innar - áætlunar krafist í vikunni

Gríska ríkis­stjórnin verður að skila áætlun um 11,5 milljarða evru niðurskurð ríkisútgjalda fyrir föstudaginn 14. september. Áætlunin verður lögð fyrir óformlegan fund fjármála­ráðherra evru-ríkjanna á Kýpur 14. september. Niðurskurðinn á að verða á árunum 2013 og 2014 og tillögurnar um hann skal le...

Frakkland: Forsetinn boðar 20 milljarða evru skattahækkanir og 10 milljara niðurskurð - hörðurstu efnahagsaðgerðir í 30 ár

François Hollande Frakklands­forseti kynnti harðari efnahagsaðgerðir sunnudaginn 9. september en Frakkar hafa áður kynnst af hendi vinstrimanns. Hann sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina TF1 að hann vildi að á árinu 2013 yrði gripið til harðari aðgerða í ríkisfjármálum en gert hefði verið í 30 ár. Ha...

Þýskir stjórnlagadómarar velta fyrir sér hvort fresta eigi úrskurði vegna ESM

Þýski stjórnalagdómstóllinn í Karlsruhe hefur til til athugunar hvort hann eigi að fresta úrskurði sínum um aðild Þýskalands að varanlegum björgunar­sjóði evrunnar, ESM. Dómararnir höfðu boðað lyktir þess máls nú í vikunni. Upplýsinga­fulltrúi sjóðsins sagði mánudaginn 10. september við AFP-fréttast...

Spánn: Sósíalistar snúa við blaðinu-taka upp harða stjórnar­andstöðu

Sósíalistar á Spáni leggja nú til hærri skatta á auðuga einstaklinga og fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir frekari niðurskurð, sem snerti landsmenn alla. Frá þessu er sagt í El País í morgun. Leiðtogar stjórnar­andstöðunnar ræða einnig eins konar velferðarsáttmála, sem hafi að markmiði að verja ýmsa opinbera þjónustu fyrir frekari niðurskurði.

Merkel við nána samstarfsmenn: Verðum að halda Grikklandi á evru­svæðinu

Angela Merkel sagði við sína nánustu samstarfsmenn fyrir allnokkru, að þeir yrðu að finna leið til að halda Grikklandi á evru­svæðinu. Þetta kemur fram í grein í Der Spiegel í dag.

WSJ: Vaxandi stuðningur við að Monti haldi áfram eftir kosningar

Wall Street Journal segir að í ljós hafi komið á Ambrosetti-fundinum við Comovatn, að vaxandi stuðningur sé við þá hugmynd að Mario Monti haldi áfram sem forsætis­ráðherra eftir þingkosningar í apríl á næsta ári.

Hollande: 75% skattur á yfir 1 milljarð evra í tekjur-falli niður eftir tvö ár

Francois Hollande, forseti Frakklands, staðfesti í sjónvarpsviðtali í gær að ríkis­stjórn hans mundi setja 75% skatt á tekjur yfir einum milljarði evra en sá skattur yrði felldur niður að tveimur árum liðnum vegna þess að efnahagslífið mundi taka við sér á þeim tíma.

DT: Köld sturta bíður Spánar og Ítalíu-Þýzkir þingmenn reiðir og setja harða skilmála

Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptarit­stjóri Daliy Telegraph hefur verið á ráð­stefnu Ambrosetti Forum í Cernobbio við Como-vatn á Ítalíu(þar sem fjármálajöfrar heimsins voru saman komnir) og segir að köld sturta bíði Spánar og Ítalíu. Fjármála­markaðir muni nú átta sig á, að ekki er allt sem sýnist í áformuðum aðgerðum Seðlabanka Evrópu.

Leiðarar

Verður staðan í Evrópu til umræðu á Alþingi á miðvikudagskvöld?

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi á miðvikudagskvöld og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Það verður forvitnilegt að sjá, hvort forsætis­ráðherra ræðir að nokkru marki það síversnandi ástand, sem nú er innan Evrópu­sambandsins og hvort hún telji að það skipti nokkru máli í sambandi við aðildarumsókn Íslands.

Pistlar

Schengen V: Schengen þróast - niðurstaða

Í fyrstu grein minni um Schengen hér á Evrópu­vaktinni rakti ég uppruna samstarfsins aftur til 1985 þegar Schengensamningurinn kom til sögunnar sem milliríkjasamningur.

Í pottinum

Yfirlætisfullur Þór Saari setur sig á háan hest gagnvart Sjálfstæðis­flokknum

Hafi einhver þingmaður tileinkað sér talsmáta öfgamanns í sölum alþingis er það Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann stendur varla upp í þingsalnum án þess að úthúða samþingmönnum sínum og tala niður störf þeirra. Setur hann sjálfan sig á háan hest og þykist yfir aðra hafinn þótt síst af öllu hafi hann burði til þess.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS