Föstudagurinn 5. mars 2021

Þriðjudagurinn 11. september 2012

«
10. september

11. september 2012
»
12. september
Fréttir

Villepin yfirheyrður vegna fjársvikamáls í hótelkeðju

Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætis­ráðherra Frakklands, hefur verið yfirheyrður af lög­reglu vegna fjárdráttar innan lúxus hótelkeðju.

12. september: Dagur vonar og ótta innan Evrópu­sambandsins - fjórir stórviðburðir sem móta framtíðina

Í Brussel bíða margir milli vonar og ótta vegna þess sem gerist í málefnum Evrópu­sambandsins miðvikudaginn 12. september. Fjórir stórviðburðir dagsins kunna að ráða miklu um framtíð þess. Þar skipta þingkosningar í Hollandi og niðurstaða þýska stjórnlagadómstólsins mestu. Þá mun José Manuel Barroso,...

Svíþjóð: Kynlausa orðið „hen“ bannað í Dagens Nyheter

Gunilla Herlitz, aðalrit­stjóri Dagens Nyheter (DN) í Stokkhólmi, hefur bannað starfsmönnum blaðsins að nota hvorukynsorðið „hen“ sem tekur ekki afstöðu til kyns en nota má í staðinn fyrir „han“ eða „hun. Bannað er að nota orðið í fréttum og fréttaskýringum. “Það má auðvitað nota orðið í tilvitnunum og einnig í umsögnum eða ádeilugreinum þar sem það þjónar ákveðnum tilgangi.

Morðin í Katyn-skógi: Tók Bandaríkja­stjórn þátt í að hylma yfir með Stalín?

Ný gögn virðast styðja þá kenningu að ríkis­stjórn Franklins D. Roosevelts Bandaríkjaforseta hafi lagt sitt af mörkum til að hylma yfir fjöldamorð Sovétmenna á pólskum hermönnum í Katyn-skógi árið 1940. BBC vitnar í sagn­fræðinga sem hafa skoðað skjöl sem birt hafa verið í Þjóðskjalasafni Bandaríkjann...

Grikkland: Þríeykið tekur ekki mark á helmingi tillagna um niðurskurð

Fulltrúar þríeykisins viðurkenna 6 milljarða evra af 11,5 milljarða evra niðurskurði, sem grísk stjórnvöld hafa samþykkt á næstu tveimur árum.

Írland: AGS leggur til fasteignaskatt sem nemi 0,5% af verðmæti-stjórnvöld mótmæla

Tillögur Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins um að Írar taki upp fasteignaskatt, sem nemi 0,5% af verðmæti hafa komið írskum stjórnvöldum í opna skjöldu að því er fram kemur í Irish Times.

FT: Hollande tilbúinn til breytinga á vinnu­markaðslöggjöf í anda Schröders

Francois Hollande, forseti Frakklands, lofaði því í sjónvarpviðtali á sunnudagskvöld, sem Financial Times, segir að 10 milljónir manna hafi horft á, að draga úr vaxandi atvinnuleysi innan árs og að tryggja efnahagslega endurreisn á næstu tveimur árum. FT segir að þetta séu djörf fyrirheit í ljósi vaxandi atvinnuleysis og versnandi samkeppnisstöðu Frakklands.

Juncker segir að aðgerðir til bjargar Slóveníu þoli enga bið

Jean-Claude Juncker, forsætis­ráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-svæðisins, sagði um efnahagsástandið í Slóveníu mánudaginn 10. september: „Ástandið er alvarlegt, engan tíma má missa.“ Janez Jansa, forsætis­ráðherra Slóveníu, hitti Juncker á fundi áður en þessi orð féllu. Jansa kynnti...

Rajoy: Samþykki ekki skilmála sem segja mér hvar eigi að skera niður

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að hann mundi ekki taka við neyðaraðstoð við Spán, sem mundi þvinga hann til frekari niðurskurðar eða skattahækkana. Hann útilokaði einnig að umsókn um slíka aðstoð mundi berast fljótlega. Hann bætti því við að hann væri sannfærður um að Spáni yrði sýnd sanngirni.

Leiðarar

Schengenaðild hefur fleiri kosti en galla

Hér á síðunni hafa undanfarið birst fimm langar greinar um Schengenaðild okkar Íslendinga auk þess sem athygli hefur verið beint að Dublin­reglunum sem gilda um hælisleitendur í 31 ríki, þar á meðal hér á landi. Greinar­flokknum lauk á þessari hugleiðingu: Augljóst er að ekki ríkir stöðnun í Schengen­samstarfinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS