Mánudagurinn 25. janúar 2021

Mánudagurinn 17. september 2012

«
16. september

17. september 2012
»
18. september
Fréttir

Kýpverjar: Lofa Íslandi stuðningi - telja bandalög skipta máli innan ESB - óttast að fjármálakerfi sitt hrynji án neyðaraðstoðar frá ESB

Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkis­ráðherra Kýpur, hitti íslenska ráðherra mánudaginn 17. september. Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópu­sambandsins. Á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkis­ráðherra voru aðildar­viðræður Íslands við Evrópu­sambandið voru helsta efnið segir í tilkynni...

Pólverjar hafna þátttöku í banka­sambandi ESB

Pólverjar hafna tillögu framkvæmda­stjórnar ESB um banka­samband undir merkjum ESB. „Eins og málum er háttað núna vekur þessi tillaga ekki áhuga okkar,“ sagði Jacek Rostowski, fjármála­ráðherra Póllands. Hugmynd framkvæmda­stjórnar­innar er að Seðlabanki Evrópu (SE) hafi eftirlit með bankastarfsemi í öl...

John Major: ESB mun óhjákvæmilega breytast - Bretar eiga að nota tækifærið til að sættast innbyrðis með nýjum aðildarskilmálum

John Major, fyrrverandi forsætis­ráðherra Breta, ritaði grein í The Sunday Telegraph hinn 16. september til að minnast þess að þá voru 20 ár liðin frá því að Bretar neyddust til að segja sig úr gjaldmiðla­samstarfi ESB-ríkjanna, ERM. Hann segir að því hafi fylgt pólitískar hamfarir sem vörpuðu löngum ...

Frakkland: Mikill meirihluti telur evruna hafa reynst illa - hafna auknu yfirþjóðlegu valdi - vilja samt ekki franka að nýju

Könnun sem Le Figaro í París birti mánudaginn 17. september sýnir að 64% Frakka mundu hafna aðild að evru-samstarfinu yrði það borið undir þá í þjóðar­atkvæða­greiðslu núna. Frakkar samþykktu aðild að Maastricht-sáttmálanum um samstarfið með 51% gegn 49% fyrir 20 árum, í september 1992. Nú mundu aðei...

Madrid: Þjóðaratkvæða­greiðsla um aðhaldsaðgerðir er lykilkrafa mótmælenda

Spænska dagblaðið El País segir að hundruð þúsunda Spánverja víðsvegar að af landinu hafi komið til Madrid á laugardag til þess að krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um framhald aðhaldsaðgerða. Hingað til hafa fréttastofur nefnt 65 þúsund að hámarki. El País segir að um 200 félaga­samtök og verkalýðsfélög hafi staðið að aðgerðunum og að þær séu hinar fyrstu af mörgum, sem ráðgerðar eru á þessu hausti.

Skotland: Stuðningur við sjálfstæði ekki að aukast

Skozkum þjóðernissinnum hefur ekki tekizt að auka fylgi við sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri könnun, sem sagt er frá í The Scotsman. Samkvæmt henni vilja 32% sálfstæði. Þetta þýðir að færri vilja sjálfstæði en áður en Skozki þjóðernissinna­flokkurinn tók við völdum í heima­stjórn Skotlands.

Deutsche Bank: Áhrifamaður í stjórn leggur til þak á bónus­greiðslur

Einn af þeim, sem sæti eiga í stjórn Deutsche Bank, Werner Wenning, leggur til að það verði sett þak á bónus­greiðslur til stjórnenda bankans. Þessi afstaða gengur að sögn Financial Times þvert á skoðun annars aðalfor­stjóra bankans, Anshu Jain, sem hefur lagt til verulegar breytingar á kaupaukakerfi bankans en er andvígur formlegu þaki.

Portúgal: Framlög launþega til velferðarkerfis hækkuð en vinnuveitenda lækkuð

Opinberir starfsmenn voru fjölmennir í hópi mótmælenda í Madrid og Lissabon á laugardag að sögn BBC. Þar voru kennarar, hjúkrunar­fræðingar, slökkviliðsmenn og fleiri. Í Aveiro í norðurhluta Portúgals reyndi einn mótmælenda að kveikja í sjálfum sér. Hann var fluttur á sjúkrahús og ekki talinn í lífsh...

Leiðarar

Nú krefjast Spánverjar þjóðar­atkvæðis um aðhald

Ýmislegt bendir til að alda mótmæla sé að rísa á ný í Suður Evrópu. Fyrir tæpri viku voru gífurlega fjölmennar mótmælagöngur í Barcelona á Spáni. Sumir segja, að þátttakendur hafi verið sex hundruð þúsund, aðrir um ein og hálf milljón.

Pistlar

ASÍ-ESB II: 25 milljónir atvinnulausar innan ESB-18 milljónir án atvinnu á evru­svæði

Frá því að Alþýðu­samband Íslands markaði skýra stefnu þess efnis, að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópu­sambandinu á árinu 2000 eins og vikið var að í fyrstu grein í þessum greina­flokki hefur mikið vatn til sjávar runnið og þó alveg sérstaklega frá haustinu 2008, þegar bankahrunið varð á Íslandi en fjármálakreppa skall á beggja vegna Atlantshafs, sem haft hefur áhrif um allan heim.

ASÍ-ESB I: Eini aðili vinnu­markaðar, sem enn mælir með aðild að ESB

Alþýðu­samband Íslands er eini aðili vinnu­markaðarins, sem eftir stendur, sem enn mælir með aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Samtök atvinnulífsins hafa dregið sig í hlé sem virkur aðili að umræðum um aðild og Samtök iðnaðarins sömuleiðis enda ljóst að meirihluti félagsmanna þeirra samtaka er andvígur aðild.

Í pottinum

Er Gylfa boðið til Madrid?

Verkalýðsleiðtogar á Spáni íhuga nú að skipuleggja mótmæli um alla Evrópu gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda eins og fram kemur í frétt á Evrópu­vaktinni í dag.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS