Föstudagurinn 5. mars 2021

Þriðjudagurinn 18. september 2012

«
17. september

18. september 2012
»
19. september
Fréttir

Netöryggisstofa þýska ríkisins varar við Internet Explorer - hvetur fólk til að slökkva á honum

Netöryggisstofa þýska ríkisins (BSI) hefur ráðlagt netnotendum að hætta að nota ákveðið forrit, að minnsta kosti tímabundið. Hér er um að ræða Internet Explorer frá Microsoft sem öryggisstofan telur að skorti nægilegar öryggisvarnir. Í tilkynningu um þetta segir netöryggisstofan að best sé fyrir fólk að halda sig frá Internet Explorer þar til bætt hafi verið „zero-day“ ágallanum.

Utanríkis­ráðherrar Póllands og Þýskalands: Boða sterkari stofnanir ESB með meira yfirþjóðlegu valdi - án slíkra breytinga fær ESB ekki staðist áraun samtímans og framtíðarinnar

Radek Sikorski, utanríkis­ráðherra Póllands, og Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra Þýskalands, rita saman grein í International Herald Tribune í París mánudaginn 17. september um leiðina úr evru-vandanum til styrktar Evrópu­sambandinu sem þeir segja að muni sigrast á þrautum sínum. Vísa þeir til þes...

Spiegel: Vaxandi stuðningur í Evrópu við aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að vaxandi stuðningur sé nú í Evrópu við aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Tímaritið segir að Michel Barnier, sá fulltrúi í framkvæmda­stjórn ESB, sem hafi með málefni fjármálafyrirtækja að gera hafi falið sér­fræðingum að kanna þennan möguleika með það í huga að útiloka kostnað skattgreiðenda í framtíðinni við fall banka.

Grikkland: Dómarar leggja niður vinnu-læknar í verkfalli-kennarar stefna á verkfall-allsherjarverkfall 26. sept.

Andstaða við aðhaldaðgerðir er vaxandi í Grikklandi að sögn New York Times í morgun. Í gær lögðu dómarar niður vinnu, læknar fóru í verkfall en starfsmenn við almannasamgöngur og kennarar hyggja á aðgerðir síðar í þessari viku.

Grikkland: Landsframleiðsla mun hafa dregizt saman um 25% á árinu 2014

Nýjar fréttir frá Grikklandi benda til þess að verg landsframlieðsla Grikklands muni á árinu 2014 verða 25% minni en hún var við upphaf fjármálakreppunnar. Þetta kemur fram í Guardian í morgun, sem segir þessar tölur valda áhyggjum. Haft er eftir fjármála­ráðherra Grikkja að þeir muni standa við áætlanir um efnahagsþróun að nafnverði en ekki sem hlutfall af landsframleiðslu.

Bretland: Rætt um afnám verðtryggingar bóta­greiðslna

Almannatryggingakerfið í Bretlandi er verðtryggt. Bætur þess hækka í samræmi við verðbólgu og hafa hækkað af þeim sökum um 5,2% á þessu ári. Nú eru fréttir í bæði BBC og Daily Telegraph um að brezka ríkis­stjórnin íhugi að skera á þessi tengsl. Fyrr á þessu ári sagði David Cameron í ræðu að í ljósi erfiðleika vinnandi fólks yrði að spyrja hvort þessi tenging sé rétta leiðin.

Spánn: Lántökukostnaður hækkandi á ný-hluta­bréfaverð lækkar-gengi evru lækkar-markaðir með efasemdir

Lántökukostnaður Spánar fer hækkandi á nýjan leik en hann lækkaði verulega eftir tilkynningu Seðlabanka Evrópu um að hann mundi kaupa skulda­bréf Spánar og Ítalíu á eftir­markaði með ákveðnum skilyrðum. Í fréttum Daily Telegraph í morgun kemur fram, að ávöxtunarkrafan á 10 ára bréf hafi verið nálægt 6% við lok markaða í gær og hafi hækkað stöðugt allan daginn í gær.

Leiðarar

Icesave afhjúpar sviksemi Steingríms J.

Í dag er mál Eftirlits­stofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi út af Icesave flutt fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Fá mál hafa valdið íslenskri ríkis­stjórn meiri álitshnekki inn á við og út á við en Icesave-málið.

Pistlar

Birni Bjarnasyni svarað

Björn Bjarnason gagnrýnir í pistli á Evrópu­vaktinni hinn 17. september sl. viðtal sem ég tók við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðis­flokksins, í þættinum Klinkinu, vikulegum spjallþætti sem er aðgengilegur á Vísi. Stór hluti viðtalsins, um það bil 10 mínútur af rúmlega 30, fór í að ræða Evró...

Í pottinum

Atli Gíslason króar Steingrím J. af í Morgunblaðinu í dag-finnur hann undankomuleið?

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Atla Gíslason, alþingis­mann og fyrrum þingmann VG, sem er Steingrími J. Sigfússyni, avinnuvega­ráðherra mjög erfið, raunar svo erfið, að þingmaðurinn virðist hafa króað ráðherrann af upp í horni og lokað öllum undankomuleiðum. Það verður fróðlegt að sjá, hvort St...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS