Föstudagurinn 27. apríl 2018

Fimmtudagurinn 20. september 2012

«
19. september

20. september 2012
»
21. september
Fréttir

Xinhua telur Huang Nubo dæmi um kínverskan auðmann sem sigri þrátt fyrir fordóma - óhjákvæmilega festi Kínverjar mikla sjóði sína erlendis

Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua birti fimmtudaginn 20. september frétt um að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo hafi fengið grænt ljós frá Reykjavík um að hann megi leigja Grímsstaði á Fjöllum þar með „ljúki árslöngu drama“ segir í fréttinni sem snýst um sókn kínverskra fyrirtækja til annarra landa...

ESB-þing­nefnd samþykkir breytingar á Dublin­reglunum um afgreiðslu á hælisbeiðnum - réttarstaða hælisleitenda skýrð - endursending með brottvísun áfram megin­regla

ESB-þingmenn hafa samþykkt tillögu í nefnd um að auka réttindi hælisleitenda innan ESB eftir að málið hefur verið fjögur ár til umræðu. Um er að ræða breytingar á svo­nefndum Dublin­reglum (Dublin II agreement) sem gilda einnig um hælisleitendur hér á landi.

Danmörk: Óvissar horfur í efnahagsmálum

Danski seðlabankinn er ekki bjartsýnn á efnahagsþróunina í Danmörku.

Írland: Atvinnuleysi fer vaxandi

Atvinnuleysi fer vaxandi á Írlandi. Fjöldi atvinnulausra jókst um 14 þúsund á tímabilinu apríl-júní skv. nýjum tölum frá hagstofu Írlands, sem sagt er frá í Irish Times í morgun.

Spánn: Vel heppnað útboð 10 ára bréfa í morgun

Spánn seldi í morgun 4,8 milljarða evra í 10 ára skulda­bréfum og var ávöxtunarkrafan að meðaltali um 5,67% til samanburðar við 6,65% í síðasta útboði slíkra bréfa. Guardian segir að eftirspurn hafi veið 2,8 sinnum meiri en framboð.

Olíuverð fer lækkandi-aukin framleiðsla-minnkandi umsvif í Kína

Olíuverð fer nú lækkandi í framhaldi af yfirlýsingum Sádi-Araba um aukna framleiðslu, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni og hagtölum, sem berast frá Kína um minnkandi framleiðslu þar í landi.

Leiðarar

Skýrsla seðlabankans áréttar misheppnaða ESB-stefnu ríkis­stjórnar­innar

Þegar ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf ESB-aðildarferlið naut ákvörðunin víða stuðnings af því að menn töldu sig geta fullyrt að Íslendingar yrðu mun betur settir með evru en íslensku krónuna.

Pistlar

ASÍ-ESB IV: Hvers vegna þarf aðild að ESB til að fella niður tolla og auka styrki?

Sú afstaða Alþýðu­sambands Íslands að Ísland eigi að gerast aðili að Evrópu­sambandinu gengur að sjálfsögðu þvert á hagsmuni mikils fjölda félagsmanna einstakra verkalýðs- og launþega­félaga, sem byggja afkomu sína með einum eða öðrum hætti á landbúnaði.

Í pottinum

Eru stjórnmálamenn okkar of ungir?

Þegar horft er yfir svið íslenzkra stjórnmála er það orðið verulegt umhugsunarefni, hvort helztu leikendur á því sviði eru of ungir og þar af leiðandi með of litla reynslu í mannlegum samskiptum, sem er jú það, sem stjórnmál snúast um að verulegu leyti.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS