« 19. september |
■ 20. september 2012 |
» 21. september |
Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua birti fimmtudaginn 20. september frétt um að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo hafi fengið grænt ljós frá Reykjavík um að hann megi leigja Grímsstaði á Fjöllum þar með „ljúki árslöngu drama“ segir í fréttinni sem snýst um sókn kínverskra fyrirtækja til annarra landa...
ESB-þingmenn hafa samþykkt tillögu í nefnd um að auka réttindi hælisleitenda innan ESB eftir að málið hefur verið fjögur ár til umræðu. Um er að ræða breytingar á svonefndum Dublinreglum (Dublin II agreement) sem gilda einnig um hælisleitendur hér á landi.
Danmörk: Óvissar horfur í efnahagsmálum
Danski seðlabankinn er ekki bjartsýnn á efnahagsþróunina í Danmörku.
Írland: Atvinnuleysi fer vaxandi
Atvinnuleysi fer vaxandi á Írlandi. Fjöldi atvinnulausra jókst um 14 þúsund á tímabilinu apríl-júní skv. nýjum tölum frá hagstofu Írlands, sem sagt er frá í Irish Times í morgun.
Spánn: Vel heppnað útboð 10 ára bréfa í morgun
Spánn seldi í morgun 4,8 milljarða evra í 10 ára skuldabréfum og var ávöxtunarkrafan að meðaltali um 5,67% til samanburðar við 6,65% í síðasta útboði slíkra bréfa. Guardian segir að eftirspurn hafi veið 2,8 sinnum meiri en framboð.
Olíuverð fer lækkandi-aukin framleiðsla-minnkandi umsvif í Kína
Olíuverð fer nú lækkandi í framhaldi af yfirlýsingum Sádi-Araba um aukna framleiðslu, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni og hagtölum, sem berast frá Kína um minnkandi framleiðslu þar í landi.
Skýrsla seðlabankans áréttar misheppnaða ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar
Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf ESB-aðildarferlið naut ákvörðunin víða stuðnings af því að menn töldu sig geta fullyrt að Íslendingar yrðu mun betur settir með evru en íslensku krónuna.
ASÍ-ESB IV: Hvers vegna þarf aðild að ESB til að fella niður tolla og auka styrki?
Sú afstaða Alþýðusambands Íslands að Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu gengur að sjálfsögðu þvert á hagsmuni mikils fjölda félagsmanna einstakra verkalýðs- og launþegafélaga, sem byggja afkomu sína með einum eða öðrum hætti á landbúnaði.
Eru stjórnmálamenn okkar of ungir?
Þegar horft er yfir svið íslenzkra stjórnmála er það orðið verulegt umhugsunarefni, hvort helztu leikendur á því sviði eru of ungir og þar af leiðandi með of litla reynslu í mannlegum samskiptum, sem er jú það, sem stjórnmál snúast um að verulegu leyti.