« 28. september |
■ 29. september 2012 |
» 30. september |
Dómarar í Páfagarði hafa neitað að viðurkenna skýrslu þriggja kardínála í sakamáli gegn Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjóni páfa, sem er ákærður fyrir að stela viðkvæmum skjölum úr einkahirslum Benedikts XVI. páfa. Lögfræðingar Gabrieles vildu að dómararnir tækju til greina skýrslu sem kardínálar...
Grikkland: Færri fara til náms í öðrum löndum
Grískum námsmönnum, sem stunda nám í öðrum löndum fækkar stöðugt.
Írland: Ágreiningur milli Frakka og Þjóðverja um bankaskuldir Íra
Frakka og Þjóðverja greinir á um hvernig fara eigi með þær skuldir, sem Írar tóku á sig að kröfu ESB og Seðlabanka Evrópu vegna írsku einkabankanna. Frakkar vilja greina á milli ríkisskulda og bankaskulda en Þjóðverjar eru því andvígir. Þetta kemur fram í Irish Times í dag.
FT: Ástand fiskstofna versnar stöðugt-þó ekki of seint að snúa við
Ástand fiskstofna um heim allan versnar stöðugt. Meira en helmingur þeirra fer minnkandi og er fjárhagslegt tjón af þeim sökum metið á 50 milljarða dollara. Þetta er niðurstaða vísindamanna Í Kaiforníuháskóla (Santa Barbara), sem birt hefur verið á netútgáfu tímaritsins Science. Frá þessu segir Financial Times. Vísindamennirnir segja þó að hægt sé að snúa þróuninni við. Það sé ekki of seint.
Cameron: Tími kominn á nýtt samkomulag milli Breta og ESB-kallar á samþykki þjóðarinnar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands gaf til kynna í ræðu í Brasilíu í gær að þjóðaratkvæðagreiðsla kynni að fara fram eftir næstu þingkosningar í Bretlandi um afstöðu Breta til Evrópusambandsins. Hann sagði jafnframt að Bretar mundu ekki taka upp nýja ESB-löggjöf, sem væntanleg væri og varðar réttarkerfið.
Jóhanna komst aðeins í ESB-forstofuna
Það er allur vindur úr seglum ESB-aðildarsinna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er á förum.
Össur setur sig í spor Ronalds Reagans á allsherjarþingi SÞ
Hinn 29. nóvember 2011 samþykkti alþingi samhljóða ályktun um að viðurkenna Palestínu sem frjálst og fullvalda ríki. Ríkisstjórnir annars staðar á Norðurlöndum hafa ekki stigið þetta skref. Haustið 2011 var sérstakur áróðurspunktur af hálfu Össurar Skarphéðinssonar að Palestína ætti að fá viðurkenn...