« 1. október |
■ 2. október 2012 |
» 3. október |
Framkvæmdastjórn ESB kynnti þriðjudaginn 2. október hugmyndir um að skil verði gerð milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi til að vernda sparifjáreigendur og skattgreiðendur gegn framtíðarvanda. Í hugmyndunum er ekki gert ráð fyrir að bönkum verði skipt í tvær sjálfstæðar eining...
Franskur ESB-þingmaður: Erasmus skiptinema-áætlunin á barmi gjaldþrots
Erasmus skiptinema-áætlunin og ýmis önnur velferðarverkefni á vegum ESB eru á barmi gjaldþrots eftir niðurskurð útgjalda að kröfu aðildarríkjanna sagði franski ESB-þingmaðurinn Alain Lamassoure sem er formaður fjárlaganefndar ESB-þingsins.
Einkaþjónninn segist hafa brugðist trausti páfa - hann væri þó ekki sekur um glæp
Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjónn, Bendikts XVI. páfa neitar fyrir rétti að hafa stolið trúnaðarskjölum úr einkahirslum páfa. Hann játaði hins vegar við réttarhöld í Páfagarði þriðjudaginn 2. október að hafa brugðist trausti páfa í sinn garð. Hann hefði staðið einn að verki við að afrita viðkvæ...
Skosk blöð birtu mánudaginn 1. október svör Sigurgeirs Þorgeirssonar, formanns íslensku makríl-viðræðunefndarinnar, við gagnrýni Richards Lochheads, sjávarútvegsráðherra Skotlands, á Íslendinga í tilefni af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins um 15% niðurskurð á aflaheimildum við makrílveiðar árið 2...
Hljóti Skotar sjálfstæði verða þeir að semja sjálfstætt um aðild að Evrópusambandinu sem nýtt ríki segir Wallace lávarður, lögfræðilegur ráðgjafi í ríkisstjórn Davids Camerons.
Umbætur í bankastarfsemi: Tillögur Liikanen-nefndar kynntar í dag
Svokölluð Liikanen-nefnd kynnir í dag tillögur sínar um umbætur á bankakerfi ESB-ríkja. Nefndin er kennd við Erkki Liikanen, aðalbankastjóra finnska seðlabankans, sem er formaður nefndarinnar.
Grikkland: Erfið fjárlög kynnt í gær-niðurskurður lífeyris, launa og framlaga til heilbrigðismála
Gríska ríkisstjónin kynnti erfið fjárlög næsta árs í gær, sem byggir á niðurskurði lífeyris, launa og framlaga til heilbrigðisþjónustu. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir 4% samdrætti í efnahagslífinu á næsta ári til viðbótar við 6,5% samdrátt á þessu ári.
Spánverjar tilbúnir að biðja um neyðarlán-Þjóðverjar óska eftir að þeir doki við
Spánverjar eru tilbúnir til að sækja formlega um neyðaraðstoð til ESB, jafnvel um næstu helgi, að sögn Reuters, en Þjóðverjar biðja þá um að doka við. Þetta hefur fréttastofan eftir áreiðanlegum heimildum. Spánverjar hafa verið tregir til að leggja slíka beiðni fram, en hafa nú breytt um afstöðu.
Joahnnes Hahn heimsækir hnípna afkimaþjóð í vanda
Johannes Hahn, byggðamálastjóri ESB, var hér á landi í síðustu viku og kynnti styrki sambandsins til hrjóstrugra svæða sem eru á mörkum hins byggilega heims.
Kjör Árna Páls mundi þýða breytingu
Sennilega er spurningin í væntanlegu formannskjöri Samfylkingar sú, hvort nýr formaður verði Árni Páll eða einhver hinna. Það skiptir í raun og veru ekki máli í sambandi við málefnaáherzlur hvort það verður Sigríður Ingibjörg, Katrín Júlíusdóttir eða Guðbjartur Hannesson og jafnvel Lúðvík Geirsson, sem tekur við af Jóhönnu.