Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 11. október 2012

«
10. október

11. október 2012
»
12. október
Fréttir

Tyrkland: Sýrlensk farţgegvél frá Moskvu neydd til ađ lenda - hlađin hergögnum

Recep Tayyip Erdogan, forsćtis­ráđherra Tyrklands, sagđi fimmtudaginn 11. október ađ sýrlensk farţegaflugvél sem tyrkneski flugherinn neyddi til ađ lenda á tyrkneskum flugvelli hefđi veriđ hlađin rússneskum hergögnum. Ţau hafi veriđ ćtluđ sýrlenska stjórnar­hernum. Erdogan sagđi blađamönnum í Ankara,...

Van Rompuy bođar samlegđ í ríkisfjármálum evru-ríkjanna - bođar samningsbundnar skuldbindingar viđ efnahags­stjórn

Leiđtogar ESB sem koma saman til fundar í Brussel í nćstu viku munu taka afstöđu til ţess hvort stofna eigi til sérstakra fjárlaga fyrir evru-ríkin 17 undir merkjum ESB. Markmiđiđ yrđi ađ knýja á um sameiginlega fjármála­stefnu evru-ríkjanna. BBC segir ađ međ ákvörđun um ţetta yrđi stefnt ađ samrćmd...

Finnland: Matvćlaverđ hćkkar meira en í öđrum ESB-löndum

Matvćlaverđ hefur hćkkađ mjög í Finnlandi ađ undanförnu og segir Helsingin Sanomat ađ gert sé ráđ fyrir 4,5% hćkkun á ţessu ári. Á síđustu 12 mánuđum hefur matvćlaverđ í Finnlandi hćkkađ meira en í nokkru öđru landi ESB ađ Tékklandi frátöldu. Á sama tíma og matvćlaverđ hćkkađi um 2,9% innan ESB ađ jafnađi var hćkkunin 6,2% í Finnlandi ađ sögn blađsins.

Frakkar og Spánverjar ţrýsta á Ţjóđverja um banka- og ríkisfjármálabandalag

Francois Hollande, forseti Frakklands og Mariano Rajoy, forsćtis­ráđherra Spánar komu sér saman um ţađ á fundi í gćr ađ ţrýsta á Ţjóđverja um stofnun bankabandalags og ríkisfjármálabandalags evruríkja ađ ţví er fram kemur í El País. Hollande sagđi á blađamannafundi, ađ Frakkar og Spánverjar vćru sammála um nćstu skref.

Spánn: Viđkvćmar deilur um tungumál og námsefni í Katalóníu

Stjórnvöld í Madrid vilja nú auka afskipti af skóla­starfi í Katalóníu og setja ákvarđanir um námsefni undir frekari miđstýringu. José Ignacio Wert, menntamála­ráđherra Spánar segir ađ ekki sé lögđ nćgileg áherzla á kennslu í spćnsku og spćnskri sögu í skólum í Katalóníu og međ ţví sé ýtt undir kröfur um sjálfstćđi.

Stríđ um hörpudisk í Ermarsundi-franskir sjómenn réđust ađ brezkum međ grjótkasti

Franskir sjómenn réđust fyrir skömmu međ grjótkasti ađ brezkum sjómönnum, sem voru ađ veiđa hörpudisk í Ermarsund 15 mílur vestur af Le Havre og ţar međ utan 12 mílna á svćđi, sem ţeir hafa leyfi til ađ veiđa á. Bretarnir kölluđu eftir hjáp brezku strandgćzlunnar og sjóhersins en fengu ţađ svar ađ franskt herskip kćmi á stađinn. Ţegar ţađ kom neitađi skipherra ţess ađ hafa afskipti af átökunum.

Leiđarar

Fráfarandi ESB-sendiherra fegrar framvinduskýrslu ESB

Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, er á förum. Hann notar síđasta tćkifćri sem honum gefst í sviđsljósinu hér landi til ađ kynna framvinduskýrslu ESB um viđrćđurnar viđ Íslendinga frá október 2011 til október 2012 og talar eins og íslenskir áheyrendur hans hafi ekki hugmynd um hvađ máliđ snýst. Sendiherrann segir ađ makríldeilan og ESB-ađildar­viđrćđurnar séu tvö ađskilin mál.

Í pottinum

Björt framtíđ: Meiri áhrif í útihúsinu en á höfuđbólinu sjálfu?

Róbert Marshall hefur sagt skiliđ viđ Samfylkinguna vegna ţess hve ófriđlegt er innan dyra í ţing­flokki hennar undir formennsku Magnúsar Orra Schrams. Átakahefđin á ekki viđ Marshall og hann sér fram á náđugri daga međ Guđmundi Steingrímssyni. Róbert hefur ekki alltaf hrćđst átök.

Yfirlýsing Róberts Marshalls sýnir ađ Samfylkingin er ađ gliđna

Yfirlýsing Róberts Marshalls, alţingis­manns Samfylkingar ţes efnis, ađ hann sé ađ ganga til liđs viđ Bjarta Framtíđ bendir til ţess ađ samstađan innan Samfylkingar sé ađ byrja ađ gliđna eins og búast mátti viđ eftir ađ Jóhanna Sigurđar­dóttir tók ákvörđun um ađ hćtta afskiptum af stjórnmálum frá og međ nćstu ţingkosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS