« 11. október |
■ 12. október 2012 |
» 13. október |
Sergei Lavrov: Auðvitað engin hergögn í vélinni - varahlutir í ratstjár
Rússar segja að varahlutir í ratsjár hafi verið í sýrlensku farþegaflugvélinni sem Tyrkir neyddu til að lenda á flugvellinum við Ankara, höfuðborg Tyrklands. Varningurinn sé löglegur og ekkert við hann að athuga.
Vaclav Klaus segir sorgleg mistök að veita ESB friðarverðlaun Nóbels
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sagði föstudaginn 12. október að það hefðu verið „sorgleg mistök“ að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun Nóbels. „Ég hélt bara að þeir væru að grínast, plata okkur. Ég gat ekki ímyndað mér ekki einu sinni í draumaveröld að einhverjum dytti þetta í hug í alvöru,“ s...
Evrópusambandið fær friðarverðlaun Nóbels fyrir sögulegt hlutverk í að koma á friði í Evrópu
Evrópusambandið verður handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár skv. tilkynningu, sem gefin var út í Osló í morgun fyrir sögulegan þátt í að sameina meginland Evrópu. Reuters segir að markmiðið með verðlaunaveitingunni sé að hvetja ESB til dáða í skuldakreppunni.
Þýzkaland: 46% vilja Grikkland áfram á evrusvæði-45% að þeir fari út
Ný skoðanakönnun í Þýzkalandi bendir til þess að 46% Þjóðverja vilji að Grikkland verði áfram á evrusvæðinu en að 45% telji að Grikkir eigi að fara út. Frá þessu segir Deutsche-Welle. Þetta er í fyrsta sinn í meira en ár sem fleiri Þjóðverjar vilja skv. könnun að Grikkir haldi áfram innan evrusvæðisins.
Finnar vilja stóraukið samstarf við Norðmenn um norðurslóðir
Sauli Niinistö, forseti Finnlands hefur verið í opinberri heimsókn í Noregi. Í ræðu í Osló í gær sagði Niinistö, að Norðmenn væru nú helztu samstarfsaðilar Finna á norðurslóðum. Forsetinn hvatti til metnaðarfyllri samskipta Noregs og Finnlands.
Þýzkar rannsóknarstofnanir efast um að Grikklandi verði bjargað
Fultrúar nokkurra rannsóknarstofnana um efnahagsmál í Þýzkalandi draga í efa að hægt verði að bjarga Grikklandi. Þetta kemur fram í Der Spiegel. Þessar stofnanir lýsa mati sínu á stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi tvisvar á ári. Joachim Scheide frá Kiel Institute for the World Economy, segir að mat hans stofnunar sé að Grikklandi verði ekki bjargað.
AGS og Þýzkaland á öndverðum meið um Grikkland
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Þýzkaland eru á öndverðum meið um Grikkland. Christine Lagarde, forstjóri AGS, segir að Grikkir þurfi meiri tíma og meira svigrúm en Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands gagnrýnir hana fyrir að kalla eftir slíku áður en fulltrúar þríeykisins hafa skilað skýrslu um stöðu mála í Grikklandi. Þetta kemur fram á Reuters í morgun.
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti til þess í ræðu fimmtudaginn 11. október að leiðtogar ESB-ríkjanna snerust til varnar gegn andróðri á móti frekari samruna ESB-ríkjanna. Hann lýsti þessum andróðri sem „raunverulegum pólitískum vanda“ á líðandi stundu þegar hann ávarpaði hugveituna Friend...
ESB er vel að friðarverðlaunum Nóbels komið
Evrópusambandið er vel að friðarverðlaunum Nóbels komið. Stofnun þess og starfsemi er stórmerkileg tilraun þjóða, sem öldum saman höfðu staðið í stríðum sín í milli til þess að bindast þannig hagsmunatengslum, að það borgaði sig ekki lengur að fara í stríð. Höfuðóvinir í þessum stríðum voru Frakkar og Þjóðverjar.