Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Laugardagurinn 13. október 2012

«
12. október

13. október 2012
»
14. október
Fréttir

Forseti þýska þingsins: Ekki tímabært að stækka ESB í bráð - vinna ber úr vanda innan dyra

Norbert Lammert, forseti þýska þingsins (Bundestag), segir að ekki eigi að fjölga aðildarríkjum ESB. Núverandi aðildarríki eigi fullt í fangi með að vinna að lausn eigin mála og tryggja framtíð samstarfs síns. Þing­forsetinn segir þetta í samtali við þýska blaðið Welt am Sonntag sem kemur út 14. ok...

Bandaríkin: Benghazi-hryðjuverkin valda Obama og demókrötum erfiðleikum

Barack Obama Bandaríkja­forseti og embættismenn hans í Hvíta húsinu í Washington sæta sívaxandi kröfum um að upplýsa nákvæmlega um öll atvik og ákvarðanir í stjórnkerfi Bandaríkjanna varðandi öryggi bandarískra sendiráðsmanna í Benghazi í Líbíu áður en þeir voru myrtir í árás á ræðismannskrifstofu Ba...

Noregur: Fjölgar í Nei til EU eftir veitingu friðarverðlauna Nóbels til ESB

Félögum í samtökunum Nei til EU í Noregi fjölgaði um 100 á fáeinum klukkustundum eftir að norska Nóbel­nefndin tilkynnti föstudaginn 12. október að ESB fengi friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Jens Kihl, varaformaður Nei til EU, segir að tilnefningin birtist samtökunum sem dálítið kraftaverk vegna auki...

Barentshaf: Þorskkvótinn aukinn í milljón tonn-250 þúsund tonna aukning

Norðmenn og Rússar komu sér í gær saman um verulega aukningu þorskkvóta í Barentshafi á næsta ár. Kvótinn verður um ein milljón tonn sem er 250 þúsund tonna aukning. Talið er að verðmætti aflans verði um 15 milljarðar norskra króna eða 2 milljarðar evra. Staða þorsk­stofnsins í Barentshafi er stórkostleg (fantastic) að sögn Lisbeth Berg-Hansen, sjávar­útvegs­ráðherra Noregs.

Spánn: Konungur ávítar ráðherra fyrir ummæli um Katalóníu

Juan Carlos, Spánar­konungur hefur ávítað José Ignacio Wert, menntamála­ráðherra Spánar fyrir umdeild ummæli hans um að Spánarvæða námsmenn í Katalóníu. Konungurinn sagði forsætis­ráðherranum Mariano Rajoy, þar sem þeir voru báðir á hersýningu, að hann hefði sagt við Wert, að honum hefðu orðið á mikil mistök.

NYTimes: Göfug markmið ESB úr sér gengin-þörf á nýrri framtíðarsýn

Veiting friðarverðlauna Nóbels til Evrópu­sambandsins hefur vakið upp umræður um stöðu þess og framtíð að því er fram kemur í New York Times í dag. Charles Barthel, for­stjóri Robert Schuman Center for European Reasearch and Study, sem staðsett er í Lúxemborg segir við blaðið að ungt fólk hafi ekki hugmynd um hvað það þýði að standa í stríði.

Osborne: Evru­svæðið-skattahækkanir í Bandaríkjunum og þróunarlöndin ógna efnahagsbata

George Osborne, fjármála­ráðherra Breta sagði við blaðamenn á ársfundi Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins í Tokyo, að þrennt ógni nú efnahagsbata á heimsvísu. Í fyrsta lagi evru­svæðið, í öðru lagi skattahækkanir í Bandaríkjunum í janúar og í þriðja lagi veikari staða þróunarlandanna.

Bresku blöðin hneykslast og gera grín að Nóbelsverðlaunum til ESB

Bresk blöð lýstu laugardaginn 13. október hneykslan á ákvörðun norsku Nóbel­nefndarinnar um að veita Evrópu­sambandinu friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Norman Lamont, fyrrveandi fjármála­ráðherra Íhalds­flokksins, sagði í samtali við The Sun að verðlauna­veitingin væri „fáránleg og út í bláinn“. „Nóbels...

ESB segist tilbúið til viðræðna um landbúnaðarmál við Íslendinga - þögn í stjórnar­ráðinu

Kornelios S. Korneliou. fastafulltrúi Kýpur gagnvart ESB, ritaði Þóri Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, bréf dags. föstudaginn 12. október 2012 þar sem skýrði frá því að ESB væri nú til þess búið að ræða kafla 11 um landbúnaðar- og byggðamál við Íslendinga. Óskaði fastafulltrúinn eftir „samnin...

Leiðarar

Stuðla Nóbelsverðlaun að friði innan ESB?

„Ég hélt bara að þeir væru að grínast, plata okkur.

Í pottinum

Bygging höfuðstöðva OR: Minnisvarði um fjármála­stjórn R-listans - skóla­bókardæmi um yfirhylmingu

R-listinn í meirihluta í borgar­stjórn Reykjavíkur fór jafnan af hjörunum á fyrri hluta síðasta áratugar þegar minnst var á fjármál OR og Línu.net, nýjar höfuðstöðvar og önnur gæluverkefni stjórnenda OR. Þeir vildu aldrei viðurkenna að neitt hefði farið úrskeiðis vegna kostnaðar við höfuðstöðvar OR. ...

Ætlar forysta Framsóknar­flokksins að glutra niður tækifærinu?

Fréttaskýring Péturs Blöndals í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag um stöðu mála innan Framsóknar­flokksins í Norðaustur­kjördæmi sýnir, að því lengur, sem flokksforystan dregur að leysa málið þeim mun erfiðara verður það viðfangs.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS