Laugardagurinn 23. janúar 2021

Miðvikudagurinn 17. október 2012

«
16. október

17. október 2012
»
18. október
Fréttir

Sænskt neftóbak verður framkvæmda­stjórnar­manni í ESB að falli

John Dalli, heilbrigðismála­stjóri ESB, sagði af sér embætti þriðjudaginn 16. október eftir að OLAF, endurskoðun ESB, gaf til kynna að um spillingu væri að ræða við afgreiðslu á vegum framkvæmda­stjórnar­innar á málum sem snertu tóbaks­fyrirtæki. Í tilkynningu framkvæmda­stjórnar ESB um málið sagði að h...

Frakklands­forseti fyrir leiðtogafund ESB: Auka verður pólitíska forystu við sameiginlega stjórn á evru-svæðinu

François Hollande Frakklands­forseti vill að leiðtogar evru-ríkjanna komi saman til fundar einu sinni í mánuði til að leiða evru-svæðið og evruna út úr skuldakreppunni. Hann segir að „litlu muni, mjög litlu“ að tekist hafi að koma evrunni á réttan kjöl.

Huang Nubo segir sig hafa fengið leyfi til að leigja land á Íslandi

Sagan endalausa um viðskipti kínverska auðmannsins Huangs Nubos við Íslendinga vegna áhuga hans á að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum heldur áfram í kínverskum fjölmiðlum og á kínverskum vefsíðum sem birta texta á ensku.

Rússar byggja fljótandi 70MW kjarnorkuver fyrir norðurslóðir

Rússar vinna að byggingu fljótandi kjarnorkuvers, sem á að sjá fjarlægum byggðum Rússa á norðurskauts­svæðinu fyrir orku. Kjarnorkuverið á að geta framleitt um 70 megavött af raforku, að því er fram kemur á Barents Observer.

Katalónía: Alþjóða­væðum deiluna samþykki Madrid ekki atkvæða­greiðslu segir Mas

Artur Mas, forsætis­ráðherra Katalóníu kveðst muni leita til Evrópu­sambandsins haldi stjórnvöld í Madrid fast við að leggjast gegn þjóðar­atkvæða­greiðslu í Katalóníu um sjálfstæði. Mas segir að haldi Madrid fast við þessa afstöðu muni hann „alþjóða­væða“ deiluna. Dómsmála­ráðherra Spánar, Alberto Ruiz-Gallardón segir hins vegar að slík þjóðar­atkvæða­greiðsla sé brot á stjórnar­skrá Spánar.

Grikkland: Verðbólgan 0,3%-sú minnsta í ESB-ríkjum

Verðbólgan í Grikklandi er sú minnsta á evru­svæðinu öllu að því er fram kemur á ekathimerini í morgun.

Bandaríkin: Harka í kappræðum forsetaframbjóðendanna - sneru öllum spurningum í árás hvor á annan

Stuðningsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta fögnuðu að loknum kappræðum hans og Mitts Romneys, frambjóðanda repúblíkana, í Hempstead í New York-ríki þriðjudagskvöldið 16. október. Þeim þótti forsetinn standa sig mun betur en í fyrstu kappræðunum. Hann hefði vegið að Romney og svarað fyrir sig sem ...

Leiðtogafundur ESB: Þjóðverjar ætla að setja skilyrði um nýjan sáttamála - skilja Breta eftir

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, vill að hratt verði staðið að breytingum á sáttmálum ESB til að stofna sérstakt embætti innan framkvæmda­stjórnar ESB og verði þeim því gegnir falið að gæta hagsmuna evrunnar.

Leiðarar

ESB-ríkin stefna í tvær gjörólíkar áttir

Það er orðið ljóst af fréttum frá Evrópu, að ESB-ríkin stefna í tvær gjörólíkar áttir. Þjóðverjar hafa gert upp við sig að stefna að sameiningu þeirra aðildarríkja, sem vilja vera með í slíkri þróun og líta þá til kjarnaríkjanna á evru­svæðinu, sem kjarna í slíkum Bandaríkjum Evrópu.

Í pottinum

Furðusagan um Össur og Obama

Hér hafa verið birtar nokkrar furðusögur um Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS