« 17. október |
■ 18. október 2012 |
» 19. október |
Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti til meiri samruna innan Evrópusambandsins í ræðu í þýska þinginu, Bundestag, fimmtudaginn 18. október aðeins nokkrum klukkustundum fyrir tveggja daga ESB-leiðtogafund ESB þar sem ætlunin er að leggja á ráðin um framtíðarskipan sambandsins. Í upphafi stefnuræð...
Evrópa: Víðtæk verkföll boðuð 14. nóvember
Tvö stærstu verkalýðssamtök Spánar hafa boðað alllsherjarverkfall hinn 14. nóvember n.k. til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. El País segir að þetta verði í fyrsta sinn, sem allsherjarverkfall hafi verið boðað tvisvar á sama ári. Á sama tíma verður haldinn fundur, sem um 200 félagasamtök...
Danmörk: Fasttenging krónu við evru veldur dönskum ferðalöngum vandkvæðum
Danska krónan er tengd evrunni og lækkandi gengi evrunnar þýðir, að sumarfrí Dana eru að verða dýrari, segir Berlingske Tidende í dag og byggir reyndar á Jyllands Posten. Það er dýrara fyrir Dani en áður að fara í haustfrí til Sviþjóðar, segir í frétt blaðanna. Það er ekki um neina smápeninga að ræða að mati Nordea banka, sem hefur tekið saman yfirlit yfir þennan aukna kostnað.
Írland: Fianna Fáil er að ná sér á strik
Fianna Fáil, sem lengi var stærsti stjórnmálaflokkur Írlands, en varð illa úti í kosningum eftir bankahrunið þar, er að ná sér á strik í skoðanakönnunum í fyrsta sinn í tvö ár að því er fram kemur í Irish Times í dag. Ný könnun sýnir að flokkurinn er nú orðinn annar stærsti flokkur landsins en var kominn niður í fjórða sæti.
Búizt er við víðtækum verkföllum í Grikklandi í dag, sama dag og leiðtogar ESB-ríkja koma saman til fundar. Gert er ráð fyrir að flest fyrirtæki og þjónustustarfsemi stöðvist, jafnvel blaðsölustaðir. Flugumferðarstjórar leggja niður vinnu, skip verða í höfnum, almannasamgöngur stöðvast að miklu leyti, sjúkrahúsum verður haldið gangandi með lágmarks fjölda starfsmanna, ráðuneyti og bakarí loka.
Þrír ESB-forsetar taka við friðarverðlaunum Nóbels
Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, skýrði frá því miðvikudaginn 17. október að hann muni ásamt José Manuel Barroso. forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Ropmuy, forseta leiðtogaráðs ESB, taka á móti friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Schulz sagði að þeir hefðu þrír orðið sammála um þetta á ...
Leiðtogafundur ESB: Þjóðverjar og Frakkar ósammála
Leiðtogar ESB-ríkjanna 27 koma saman til fundar í Brussel síðdegis í dag, fimmtudaginn 18., október. Þeir sitja á rökstólum fram á nótt og síðan aftur á morgun. Annars vegar er látið í veðri vaka fyrir fundinn að evru-vandinn sé næstum því að baki og hins vegar að nú verði lagt á ráðin um framtíðar-...
Þing ASÍ: Kröfur um aukið lýðræði valda forseta ASÍ áhyggjum
Nú á Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ bágt. Í fréttum Morgunblaðsins í dag kemur fram, að kröfur um aukið lýðræði innan ASÍ hafa komið fram á þingi þess, sem nú stendur yfir.