Laugardagurinn 14. desember 2019

Föstudagurinn 19. október 2012

«
18. október

19. október 2012
»
20. október
Fréttir

Samkomulag innan ESB um hvernig tekið verður á móti Nóbelsverðlaununum

Innan ESB hafa menn komið sér saman um hvernig staðið verði að því af hálfu sambandsins að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels 10. desember 2012. Samkomulag um þetta varð til í viðræðum í tengslum við leiðtogafundinn í Brussel 18. og 19. október. José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB,...

Banka­eftirlitsmanni flaggað að loknum leiðtogafundi ESB - talinn skref til aukins samruna og björgunar evrunni

Tveggja daga leiðtogafundi ESB-ríkjanna lauk í Brussel föstudaginn 19. október með samkomulagi um að frá og með næstu áramótum verði stofnað til sameiginlegs eftirlits með mörg þúsund bönkum innan sambandsins. Hins vegar er ágreiningur milli Þjóðverja og Frakka um endurfjármögnun spænskra banka. Þj...

Spánn: Sjálfstæðis­hreyfingar hafa áhrif á afstöðu til sjálfstæðis Skotlands og aðildar þess að ESB

Alejo Vidal-Quadras, fulltrúi spænska Lýð­flokksins á Evrópu­þinginu segir að sjálfstætt Skotland mundi ekki fá sjálfkrafa inngöngu í Evrópu­sambandið heldur yrði Skotland í slíku tilviki að sækja um aðild eins og hvert annnað ríki utan ESB. Aðspurður, hvort ástæðan fyrir þessari afstöðu væri ótti við ...

Aþena: 40 þúsund á götum í gær-eldsprengjur-grjót-táragas

New York Times segir að um 40 þúsund manns hafi verið saman komin í miðborg Aþenu í gær til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Spennan jókst, þegar hópur mótmælenda fór að henda grjóti, flöskum og eldsprengjum í lög­reglu, sem tekið hafði sér stöðu fyrir framan þinghúsið. Lög­reglan notaði táragas til að dreifa hópnum. Sextíu og fimm ára gamall maður fékk hjartaslag og dó og þrír særðust.

Alex Salmond: Skotland hefur ekki staðið nær sjálfstæði í 300 ár

Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skotlands sagði við setningu landsfundar Skozka þjóðernissinna­flokksins í gær, að Skotland standi nú nær sjálfstæði en það hafi nokkru sinni gert frá árinu 1707, þegar það gekk í samband við England.

Leiðtogafundur ESB: Málamiðlun milli Þjóðverja og Frakka um banka­eftirlit

Leiðtogar ESB-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í Brussel fimmtidaginn 18. október að komið yrði á fót embætti banka­eftirlitsmanns sem hefði auga með bankastarfsemi innan ESB. Niðurstaðan er reist á málamiðlun milli Þjóðverja og Frakka um hvenær þessi nýja eftirlitsstarfsemi skuli hefjast. Þjóðverjar...

Leiðarar

Evrópa er í uppnámi-ESB er í uppnámi-ríkjaskipan að riðlast

Evrópa er í uppnámi. Evrópu­sambandið er í uppnámi. Ríkin í álfunni eru á fleygiferð að stokka spilin upp á nýtt. Sú ríkjaskipan, sem verið hefur í gildi frá stríðslokum og síðar frá lokum kalda stríðsins er að riðlast. Það er ekki lengur hægt að ganga út frá því sem er. Það liggur ekkert fyrir um að Belgía verði til í óbreyttri mynd eftir tíu ár. Þvert á móti.

Í pottinum

Árna Páll þarf að kljúfa „flokkseigenda­félag“ Samfylkingar

Skoðanakannanir geta haft áhrif og engin spurning um að það á við um könnun, sem MMR hefur gert fyrir Viðskiptablaðið um stöðuna í formannskjöri Samfylkingar. Samkvæmt þeirri könnun meðal stuðningsmana Sf treysta 26% Árna Páli bezt fyrir formennsku, 24% Katrínu Júlíusdóttur og 17% Guðbjarti Hannessyni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS