Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Laugardagurinn 20. október 2012

«
19. október

20. október 2012
»
21. október
Fréttir

Noregur: SV, systur­flokkur VG, vill að vinnumál verði tekin undan EES-samningnum - telja fyrirvara­stefnu farsæla í samskiptum við ESB

SV í Noregi, systur­flokkur VG á Íslandi, efnir laugardaginn 20. október til ráð­stefnu um framtíðar­stefnu sína. Inga Marte Thorkildsen, varaformaður flokksins, kynnti megindrættina í stefnu næstu fjögurra ára. Mesta hrifningu vakti tillaga um að þrengja EES-aðild Noregs með nýjum samningi sem reist...

Alþingi: Ögmundur slær af kröfu um þjóðar­atkvæði um ESB fyrir þingkosningar - hvetur til „markvissrar umræðu“

Ögmundur Jónasson (VG) innanríkis­ráðherra hefur mildað kröfu sína um að gert verði út um í þjóðar­atkvæða­greiðslu á því kjörtímabili sem nú er að líða hvort haldið verði áfram aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið.

Norðurleiðin: Skipaflutningar komnir yfir milljón tonna í ár

Skipaflutningar um norðausturleiðina milli Evrópu og Asíu eru nú komnir yfir eina milljón tonna á þessu ári að sögn Barents Observer. Þetta er um 200 þúsund tonna aukning frá síðasta ári. Það eru 35 skip, sem verið hafa á ferð og siglingum er ekki lokið. Búizt er við að þær haldi áfram einn mánuð í viðbót. Nítján þessara skipa hafa siglt frá vestri til austurs en 16 í hina áttina.

El Pais: Ummæli Merkel þýða að 100 milljarða evra lán til banka verður skráð á spænska ríkið

Ummæli Angelu Merkel við lok leiðtogafundar ESB þess efnis að stuðningur ESM, hins varanlega neyðar­sjóðs ESB við banka yrði ekki afturvirkur hafa valdið uppnámi á Spáni ekki síður en á Írlandi (en um viðbrögð á Írlandi er fjallað í annnarri frétt á Evópuvaktinni í dag). Spænska dagblaðið El País seg...

Skozkir þjóðernissinnar breyta afstöðu til aðildar að Nató

Skozkir þjóðernissinnar hafa breytt afstöðu sinni til Atlantshafsbandalagsins. Þeir hafa í 31 ár verið andvígir því bandalgi en á landsfundi þeirra síðustu daga var samþykkt með 29 atkvæða mun að breyta þeirri stefnu.

Írland: Merkel sló á vonir Íra um tilslökun vegna bankaskulda

Irish Times segir að yfirlýsingar Angelu Merkel í tengslum við leiðtogafund ESB-ríkjanna í vikunni hafi orðið til að draga mjög úr vonum Íra um að greiðslubyrði þeirra vegna ábyrgðar á lánum írsku einkabankanna, sem írsk stjórnvöld voru þvinguð til að gefa af framkvæmda­stjórn ESB og Seðlabanka Evrópu haustið 2008, muni léttast.

Leiðarar

Ömurlegir minnisvarðar Jóhönnu

Í dag, laugardaginn 20. október, er gengið til skoðanakönnunar á kostnað skattgreiðenda um tillögur stjórnlagaráðs. Framkvæmd könnunarinnar kostar á milli 250 og 300 milljónir króna. Frá því að ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komst til valda 1. febrúar 2009 hefur hún varið um 1.300 milljónum krón...

Í pottinum

Lýðræði við val á frambjóðendum er mest í Sjálfstæðis­flokknum

Það er augljóst að mest fer fyrir lýðræði við val á framboðslistum stjórnmála­flokkanna í Sjálfstæðis­flokknum og að athygli þjóðar­innar mun ekki sízt beinast að pófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Suðvestur­kjördæmi, þar sem Ragnar Önundarson, fyrrum banka­stjóri hefur boðið sig fram í fyrsta sæti undir því athyglisverða kjörorði að skilja eigi á milli stjórnmála og viðskipta.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS