« 20. október |
■ 21. október 2012 |
» 22. október |
Héraðskosningar á Spáni: Sjálfstæðissinnar sigra í Baskalandi - flokkur hægri manna í Galasíu
Útgönguspár sýna að flokkar þjóðernissinna í Baskalandi Spánar hafi unnið sigur í héraðsstjórnakosningum sunnudaginn 21. október og er talið líklegt að verði niðurstaðan á þennan veg muni hún enn ýta undir sjálfstæðisbaráttu í Baskalandi. Mest fylgi hlýtur hinn hægrsinnaði Baskneski þjóðernisflok...
Breski Íhaldsflokkurinn: Afsögn þingflokksformanns setur Cameron í nýjan vanda
Andrew Mitchell, þingflokksformaður breska Íhaldsflokksins með stöðu ráðherra, sagði af sér embætti föstudaginn 19. október vegna gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir að veitast að lögregluþjóni sem gætti bifreiðahliðs inn í Downing-stræti í London. Lögreglumaðurinn sagði Mitchell að hann yrði að stíg...
Utanríkisráðherra Möltu fer í framkvæmdastjórn ESB
Ríkisstjórn Möltu hefur tilnefnt utanríkisráðherra landsins, Tonio Borg, í framkvæmdastjórn ESB í stað Johns Dallis frá Möltu sem fór þar með heilbrigðismál en neyddist til að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við ákvarðanir um neftóbak frá Svíþjóð. Borg er lögfræðingur, auk þess að gegna embætti utanríkisráðherra hefur hann verið vara-forsætisráðherra.
Finnar náðu ekki kosningu í Öryggisráðið
Finnland náði ekki kosningu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2013-2014. Finnar kepptu við Ástralíu og Lúxemborg um tvö laus sæti Vestur-Evrópurikja og annnarra ríkja, sem Þýzkaland og Portúgal sitja nú í. Í fyrstu umferð fékk Ástralía 140 atkvæði, sem dugði til að tryggja Áströlum sæt...
Ekatimerini: Vaxandi ofbeldi og ótti einkennir grískt samfélag
Gríski vefmiðillinn, ekathimerini, segir að vaxandi ofbeldi og ótti einkenni grískt samfélag. Til marks um það sé að hringingum hafi fjölgað mjög til neyðarlínu lögreglunnar til þess að tilkynna um annað hvort líkamlegt ofbeldi eða hótanir. Sofia Papingioti, sem vinnur við að svara í þann sima segir ljóst að borgarar séu að missa þolinmæðina, þeir verði afundnari og tilbúnari til slagsmála.
Írland: Samkomulagið frá í júní verður að standa segja stjórnvöld
Richard Bruton, vinnumálaráðherra Írlands segir að írska rikisstjórnin muni halda áfram að berjast fyrir tilslökun vegna bankaskulda Íra, þrátt fyrir ummæli Angelu Merkel, sem sagt var frá hér á Evrópðuvaktinni í gær og hafa orðið til að slá á vonir Íra um lagfæringu á vaxtakjörum þeirra lána.
NYTimes: Grískt samfélag er að brotna saman-stefnir í borgarastyrjöld?
New York Times segir að grískt samfélag sé að riðlast og sundrast. Meðlimir Gullnar Dögunar, nýnazistaflokks, lendi hvað eftir annað í átökum við vinstrisinna og innflytjendur og útbreidd skoðun í Grikklandi sé sú, að Gullna Dögun njóti stuðnings lögreglunnar. Þingmenn bölvi hver öðrum og séu á bólakafi í spillingu.
Bretland: Aðhaldi mótmælt í London, Glasgow og Belfast
Mótmælaaðgerðir vegna aðhaldsaðgerða stjórnvalda hafa nú náð til Bretlands. Í gær gengu tugir þúsunda um götur miðborgar Lundúna til þess að mótmæla niðurskurði. Financial Times segir að slökkviliðsmenn, hjúkrunarfólk og kennarar hafi tekið höndum saman við atvinnulaust ungt fólk, friðarsinna og aðra aðgerðarsinna í mótmælagöngu sem verkalýðssamtökin í Bretlandi skipulögðu.
Furðusögur Össurar: Ekki kalla Líbíustríðið „mitt“ stríð, alþingi átti allt aðild
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, bað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þriðjudaginn 16. október að greina alþingismönnum frá gangi „ hernaðar ríkisstjórnarinnar og samstarfsmanna hennar í NATO“ í Líbíu. Heilmiklu sprengiefni hefði verið varpað yfir Líbíu á sínum tíma...