« 22. október |
■ 23. október 2012 |
» 24. október |
Ítalía: Trúnaður milli ríkis og vísindamanna vegna jarðskjálftadómsins
Luciano Maiani, yfirmaður hættumatsnefndar Ítalíu, hefur sagt af sér til að mótmæla fangelsisdómum yfir sjö samstarfsmönnum sínum vegna 6,3 jarðskjálfta í L‘Aquila árið 2009. Sex vísindamenn og fyrrverandi embættismaður voru dæmdir fyrir að valda 309 manns dauða með því að gefa rangar upplýsingar um...
Ragnheiður Elín Árnadóttir (S) sagði á fundi alþingis þriðjudaginn 23. október frá átökum í utanríkismálanefnd þingsins um orðalag varðandi innflutning lifandi dýra í umræðum um 12. kafla í ESB-viðræðunum. Kaflinn lýtur að matvælaöryggi, dýra- og plöntuheilbrigði. Sagði Ragnheiður Elín að tekist vær...
Framkvæmdastjórn ESB opnar leið til upptöku á fjármagnsfærsluskatti
Framkvæmdastjórn ESB samþykkti þriðjudaginn 23. október fyrstu formlega skrefið sem er nauðsynlegt að stíga til að 10 ESB-ríki geti lagt skatt á fjármagnsfærslur sem ætlað er að skila milljörðum í tekjur. Bretar og aðrar þjóðir komu í veg fyrir að þessi skattheimta yrði innleidd sem hluti af ESB-lö...
Obama hafði betur gegn Romney - óvíst að þriðju kappræðurnar valdi þáttaskilum í baráttunni
Barack Obama og Mitt Romney skiptu um hlutverk í þriðju og síðustu kappræðunum sem fram fóru að kvöldi mánudags 22. október í Flórída. Forsetinn barðist við keppinaut sinn eins og hann væri áskorandinn en frambjóðandi repúblíkana forðaðist að mestu kalla fram ágreining nema þegar hann vék gagnrýni ...
Ráðherraráð ESB hefur breytt um stefnu í viðræðum við Íslendinga. Krefst ráðið þess að rætt verði um rétt til að reka útgerð frá Íslandi og eignarhald í íslenskum útgerðarfyrirtækjum utan viðræðukaflans um sjávarútvegsmál.
Hollande lofar Írum stuðningi vegna bankaskulda
Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lofað Írum stuðningi við að ná fram tilslökun vegna bankaskulda Íra. Forsetinn sagði á fundi með Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands í gær, að Írland væri „sérstakt tilvik“ og taka verði tillit til þess.
Spánn: Rajoy styrkir stöðu sína með kosningasigri í Galiciu
Sigur Lýðflokks Mariano Rajoy í svæðisbundnum kosningum í Galiciu, heimahéraði Rajoy styrkir stöðu spænska forsætisráðherrans að sögn Financial Times.
Evruríkin lækkuðu sameiginlegan fjárlagahalla 2011 í 4,1% en opinberar skuldir aukast
Nýjar tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins benda til þess að sameiginlegur fjárlagahalli 17 evruríkja hafi minnkað í 4,1% árið 2011 úr 6,3% árið 2010 en evrukreppan skall á það ár.
William Hague: Óánægja Breta með ESB hefur aldrei verið meiri
William Hague, utanríkisráðherra Breta er þeirrar skoðunar að óánægja almennings í Bretlandi með Evrópusambandið hafi aldrei verið meiri og mun segja það á fundi í Berlín í dag að sögn Daily Telegraph. Blaðið segir Hague muni lýsa þeirri skoðun, að þessi afstaða Breta sé að harðna og að núverandi skipan mála i samskiptum Bretlands og ESB gangi ekki lengur upp.
Viðkvæmu málin á viðræðuborð ESB - opna verður innlenda ferlið
Ráðherraráð ESB hefur tekið ákvörðun um að rætt skuli um rétt útlendinga til að reka útgerð frá Íslandi og rétt útlendinga til að eignast hlut í íslenskum útgerðarfyrirtækjum utan viðræðnanna um sjávarútvegsmál (13. kafli) við Íslendinga. Þar til bréf barst frá fulltrúa Kýpur hinn 18. október sl. ha...
Ætlar Jóhanna að hætta í febrúar?
Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá forvitnilegum orðaskiptum Egils Helgasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í Silfri Egils á sunnudag. Þar segir: "EH: Þú ætlar að sitja út þetta þing? JS: Já.