Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 23. október 2012

«
22. október

23. október 2012
»
24. október
Fréttir

Ítalía: Trúnaður milli ríkis og vísindamanna vegna jarðskjálftadómsins

Luciano Maiani, yfirmaður hættumats­nefndar Ítalíu, hefur sagt af sér til að mótmæla fangelsisdómum yfir sjö samstarfsmönnum sínum vegna 6,3 jarðskjálfta í L‘Aquila árið 2009. Sex vísindamenn og fyrrverandi embættismaður voru dæmdir fyrir að valda 309 manns dauða með því að gefa rangar upplýsingar um...

Átök í utanríkis­mála­nefnd alþingis um orðalag gagnvart ESB vegna banns við innflutningi á dýrum - utanríkis­ráðuneytið á móti „varanlegri“ sérlausn fyrir Ísland

Ragnheiður Elín Árna­dóttir (S) sagði á fundi alþingis þriðjudaginn 23. október frá átökum í utanríkis­mála­nefnd þingsins um orðalag varðandi innflutning lifandi dýra í umræðum um 12. kafla í ESB-viðræðunum. Kaflinn lýtur að matvælaöryggi, dýra- og plöntuheilbrigði. Sagði Ragnheiður Elín að tekist vær...

Framkvæmda­stjórn ESB opnar leið til upptöku á fjármagnsfærsluskatti

Framkvæmda­stjórn ESB samþykkti þriðjudaginn 23. október fyrstu formlega skrefið sem er nauðsynlegt að stíga til að 10 ESB-ríki geti lagt skatt á fjármagnsfærslur sem ætlað er að skila milljörðum í tekjur. Bretar og aðrar þjóðir komu í veg fyrir að þessi skattheimta yrði innleidd sem hluti af ESB-lö...

Obama hafði betur gegn Romney - óvíst að þriðju kappræðurnar valdi þáttaskilum í baráttunni

Barack Obama og Mitt Romney skiptu um hlutverk í þriðju og síðustu kappræðunum sem fram fóru að kvöldi mánudags 22. október í Flórída. Forsetinn barðist við keppinaut sinn eins og hann væri áskorandinn en frambjóðandi repúblíkana forðaðist að mestu kalla fram ágreining nema þegar hann vék gagnrýni ...

Ráðherraráð ESB: Vill ræða strax við Íslendinga um erlend útgerðar­fyrirtæki á Íslandi og eignar­hald útlendinga í íslenskum útgerðarfyrirtækjum - tekur þetta undan sjávar­útvegskaflanum

Ráðherraráð ESB hefur breytt um stefnu í viðræðum við Íslendinga. Krefst ráðið þess að rætt verði um rétt til að reka útgerð frá Íslandi og eignar­hald í íslenskum útgerðarfyrirtækjum utan viðræðukaflans um sjávar­útvegsmál.

Hollande lofar Írum stuðningi vegna bankaskulda

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lofað Írum stuðningi við að ná fram tilslökun vegna bankaskulda Íra. Forsetinn sagði á fundi með Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands í gær, að Írland væri „sérstakt tilvik“ og taka verði tillit til þess.

Spánn: Rajoy styrkir stöðu sína með kosningasigri í Galiciu

Sigur Lýð­flokks Mariano Rajoy í svæðisbundnum kosningum í Galiciu, heimahéraði Rajoy styrkir stöðu spænska forsætis­ráðherrans að sögn Financial Times.

Evruríkin lækkuðu sameiginlegan fjárlagahalla 2011 í 4,1% en opinberar skuldir aukast

Nýjar tölur Eurostat, hagstofu Evrópu­sambandsins benda til þess að sameiginlegur fjárlagahalli 17 evruríkja hafi minnkað í 4,1% árið 2011 úr 6,3% árið 2010 en evrukreppan skall á það ár.

William Hague: Óánægja Breta með ESB hefur aldrei verið meiri

William Hague, utanríkis­ráðherra Breta er þeirrar skoðunar að óánægja almennings í Bretlandi með Evrópu­sambandið hafi aldrei verið meiri og mun segja það á fundi í Berlín í dag að sögn Daily Telegraph. Blaðið segir Hague muni lýsa þeirri skoðun, að þessi afstaða Breta sé að harðna og að núverandi skipan mála i samskiptum Bretlands og ESB gangi ekki lengur upp.

Leiðarar

Viðkvæmu málin á viðræðuborð ESB - opna verður innlenda ferlið

Ráðherraráð ESB hefur tekið ákvörðun um að rætt skuli um rétt útlendinga til að reka útgerð frá Íslandi og rétt útlendinga til að eignast hlut í íslenskum útgerðarfyrirtækjum utan viðræðnanna um sjávar­útvegsmál (13. kafli) við Íslendinga. Þar til bréf barst frá fulltrúa Kýpur hinn 18. október sl. ha...

Í pottinum

Ætlar Jóhanna að hætta í febrúar?

Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá forvitnilegum orðaskiptum Egils Helgasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í Silfri Egils á sunnudag. Þar segir: "EH: Þú ætlar að sitja út þetta þing? JS: Já.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS