« 26. október |
■ 27. október 2012 |
» 28. október |
Berlusconi hótar ríkisstjórn Montis falli - segir sér skylt að sinna áfram stjórnmálum
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hótar að fella embættismannastjórn Marios Montis. Hann segir að Monti og stjórn hans leiði Ítalíu inn í „hringiðu samdráttar“ og flokkur sinn, mið-hægriflokkurinn PDL, ákveði á næstu dögum hvort hann styðji stjórnina áfram. Flokkurinn er hinn stærsti á þinginu í Róm og afstaða hans kynni að leiða til tafarlauss þingrofs.
Noregur: Verkamannaflokkurinn verður ekki í ríkisstjórn án EES-samningsins
„Verkamannaflokkurinn verður ekki í stjórn án EES-samningsins; í honum felast alls engin vandamál fyrir norskt atvinnulíf,“ segir Raymond Johansen, framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins á vefsíðunni ABC Nyheter laugardaginn 27. október. Í fréttinni segir Norðmenn geti aðeins unnið með ESB eftir tvei...
Singapore Airlines: Hættir við lengstu farþegaflugleiðir heims
Singapore Airlines ætlar að hætta að fljúga með farþega á lengstu flugleiðum heims, milli Singapore og Los Angeles og Singapore og New York. Ástæðan fyrir að hætt verður að bjóða þessar flugleiðir er hátt eldsneytisverð og lítil eftirspurn segir Bloomberg-fréttastofan.
Westerwelle: Fríverslunarsvæði yfir Atlantshaf ýtir undir hagvöxt
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hvetur til fríverslunarsamnings milli Evrópusambandsins og Norður-Ameríku.
Spiegel: Er „gegndarlaust gullæði“ í gangi á norðurslóðum? - og krefur Eide svara
Hinn nýi utanríkisráðherra Norðmanna, Espen Barth Eide, neitar því í samtali við Der Spiegel, að olíu- og gasleit í norðurhöfum einkennist af „gengdarlausu gullæði“, eins og umhverfisnefnd brezka þingsins hefur haldið fram. Ráðherrann segir að stefnumörkun Norðmanna sé skýr, reglur klárar, svæðið sé áhættusamt frá umhverfissjónarmiðum en það sé hægt að stunda ábyrga borun eftir olíu.
Bretland: Kenneth Clarke varar við „glannalegum“ yfirlýsingum um tengsl við ESB
Kenneth Clarke, ráðherra í ríkisstjórn Camerons varar flokksbræður sína við „glannalegum“ og „ógnandi“ yfirlýsingum um tengsl Breta við ESB. Hann segist ekki skilja kenningar sumra félaga sinna um að leita megi skýringa á efnahagsvanda Breta hjá Evrópusambandinu. Hann segist heldur ekki sjá tilgangi...
Sviss: UBS ætlar að fækka um 10 þúsund starfsmenn-til viðbótar við 3600 uppsagnir á síðasta ári
UBS, stærsti banki Sviss stefnir að því að fækka starfsmönnum sínum um 10 þúsund.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum að aukast
Hagvöxtur er að aukast í Bandaríkjunum. Á þriðja fjórðungi nam hann á ársgrundvelli 2%, sem er meira en áætlað var. BBC segir að skýringin sé að hluta til aukin opinber eyðsla.
Stjórnarskráin og ESB - mikilvægt fordæmi vegna vandaðra vinnubragða
Fyrir viku efndi ríkisstjórnin til skoðanakönnunar fyrir 250 til 300 milljónir króna um afstöðu almennings til ýmissa álitamála varðandi efni í stjórnarskránni. Ríkisstjórnin hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Til aðildar kæmi ekki nema stjórnarskránni yrði breytt. Um það eru stjórnmálamenn og sérfræðingar sammála.
Samfylking: Er Sigríður Ingibjörg að koma til sögunnar?
Eitthvað virðist skorta á sannfæringu ráðandi afla í Samfylkingunni fyrir því að Árni Páll Árnason eða Katrín Júlíusdóttir séu beztu kostir sem völ er á innan flokksins til að taka við af Jóhönnu Sigurðardóttir. Þess vegna eru raddir uppi um að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir eigi að koma til sögunnar.