Mánudagurinn 25. janúar 2021

Fimmtudagurinn 8. nóvember 2012

«
7. nóvember

8. nóvember 2012
»
9. nóvember
Fréttir

Noregur: Lands­samband lög­reglumanna krefst þess að lög­reglumenn gangi með sýnileg vopn

Landsfundur Lands­sambands lög­reglumanna í Noregi samþykkti fimmtudaginn 8. nóvember með 71 atkvæði gegn 53 að lög­reglumenn skuli bera sýnileg vopn. Stjórn lands­sambandsins hafði lagt til að lög­reglumenn yrðu áfram óvopnaðir. Arne Johannessen sem var endurkjörinn formaður lands­sambandsins miðvikud...

Tæpur helmingur Breta vill segja skilið við ESB

Tæpur helmingur Breta mundi greiða atkvæði með úrsögn úr Evrópu­sambandinu ef efnt yrði til þjóðar­atkvæða­greiðslu og innan við þriðjungur mundi vilja vera áfram í sambandinu.

Þýskaland: Samdráttur í útflutningi í september

Spurn eftir þýskum útflutningsvörum minnkaði mikið í september og segja hagtölur að fallið sé hið mesta á einum mánuði á árinu. Þjóðverjar eru önnur mesta útflutningsþjóð heims.

SAS frestar birtingu uppgjörs - unnið að sparnaðar­áætlun

SAS tilkynnti á síðustu stundu að ekki yrði gerð grein fyrir ársfjórðungs-uppgjöri félagsins hinn 8. nóvember eins og boðað hafði verið. Ástæðan er sögð að vinnu við gerð víðtækrar sparnaðar­áætlunar flug­félagsins sé ekki lokið. Niðurstaða vinnu við hana og uppgjörið verði kynnt mánudaginn 12. nóvemb...

Rússland: Samkeppnis­stofnun rannsakar innflutning á norskum eldislaxi

Samkeppnis­stofnunin í Rússlandi hefur hafið rannsókn á því, hvort innflytjendur á norskum eldislaxi og silungi hafi brotið samkeppnislög og hvort þeir hafi gert samkomulag um að skipta á milli sín norskum framleiðendum. Frá þessu segir Barents Observer. Jan Eirk Johnsen, sem veitir forstöðu skrifstofu Norwegian Seafood Council í Moskvu vissi ekki um málið fyrr en FAS hóf rannsókn sína.

Merkel og Cameron: Vinsamlegt andrúmsloft en bilið vegna fjárlaga ESB hið sama og áður

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, og Angela Merkel Þýskalandskanslari áttu „opin, hlýjan og vinsamlegan“ fund í klukkustund um fjárlagagerð ESB í Downing stræti í London miðvikudaginn 7. nóvember. Bilið milli þeirra minnkaði þó ekki, Cameron vill frysta fjárlög ESB en Merkel hækka þau. Fyrir f...

DT: „Borgarastyrjöld“ í repúblikana­flokknum

Daily Telegraph segir að „borgarastyrjöld“ hafi brotizt út í Repúblikana­flokknum í Bandaríkjunum eftir úrslit forsetakosninganna. Sumir áhrifamenn í flokknum segja, að hann sé í hættu að leysast upp ef hann höfði ekki meira til kvenna, ungs fólks og fólks af mörgu þjóðerni, sem hafi stutt Obama.

Grikkland: 100 þúsund í miðborg Aþenu-benzínsprengjur-táragas-vatnsdælur

Talið er að um 100 þúsund manns hafi verið saman komin í miðborg Aþenu í gær og gærkvöldi til að mótmæla aðhaldsaðgerðum, sem gríska þingið samþykkti seint í gærkvöldi með 153 atkvæðum en þingmenn eru 300. Mótmælendur köstuðu benzínsprengjum að lög­reglu, sem á móti beitti táragasi, hávaðasprengjum o...

Leiðarar

Merkel boðar ESB-sambandsríki

Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti ræðu í ESB-þinginu miðvikudaginn 7. nóvember. Þar sagði hún að framkvæmda­stjórn ESB yrði að lokum ríkis­stjórn, ráðherraráð aðilarríkjanna yrði efri deild ESB-þingsins og ESB-þingið fengi meiri völd en það hefur á líðandi stundu. Nú skipti hins vegar mestu að l...

Pistlar

Ríkisfjármál og ESB IV: François Hollande leggur áherslu á hagvöxt

Franska stjórnlagaráðið komst að þeirri niðurstöðu 9. ágúst 2012 að ekki þyrfti að breyta frönsku stjórnar­skránni til að Frakkland gæti orðið aðili að ríkisfjármálasamningi ESB. Þessi niðurstaða var fagnaðarefni fyrir François Hollande forseta því að hún heimilaði honum og stjórn hans að leggja ti...

Í pottinum

Öfundsýki getur verið erfiður þáttur í stjórnar­myndun

Skoðanakönnun Gallup, sem RÚV sagði frá í gærkvöldi bendir til að Sjálfstæðis­flokkurinn sé í mikilli sókn og geti myndað ríkis­stjórn að loknum kosningum með hvaða flokki sem væri, nema Bjartri framtíð. Það er hins vegar skynsamlegt fyrir Sjálfstæðis­menn að ganga hægt um gleðinnar dyr.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS