« 7. nóvember |
■ 8. nóvember 2012 |
» 9. nóvember |
Noregur: Landssamband lögreglumanna krefst þess að lögreglumenn gangi með sýnileg vopn
Landsfundur Landssambands lögreglumanna í Noregi samþykkti fimmtudaginn 8. nóvember með 71 atkvæði gegn 53 að lögreglumenn skuli bera sýnileg vopn. Stjórn landssambandsins hafði lagt til að lögreglumenn yrðu áfram óvopnaðir. Arne Johannessen sem var endurkjörinn formaður landssambandsins miðvikud...
Tæpur helmingur Breta vill segja skilið við ESB
Tæpur helmingur Breta mundi greiða atkvæði með úrsögn úr Evrópusambandinu ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu og innan við þriðjungur mundi vilja vera áfram í sambandinu.
Þýskaland: Samdráttur í útflutningi í september
Spurn eftir þýskum útflutningsvörum minnkaði mikið í september og segja hagtölur að fallið sé hið mesta á einum mánuði á árinu. Þjóðverjar eru önnur mesta útflutningsþjóð heims.
SAS frestar birtingu uppgjörs - unnið að sparnaðaráætlun
SAS tilkynnti á síðustu stundu að ekki yrði gerð grein fyrir ársfjórðungs-uppgjöri félagsins hinn 8. nóvember eins og boðað hafði verið. Ástæðan er sögð að vinnu við gerð víðtækrar sparnaðaráætlunar flugfélagsins sé ekki lokið. Niðurstaða vinnu við hana og uppgjörið verði kynnt mánudaginn 12. nóvemb...
Rússland: Samkeppnisstofnun rannsakar innflutning á norskum eldislaxi
Samkeppnisstofnunin í Rússlandi hefur hafið rannsókn á því, hvort innflytjendur á norskum eldislaxi og silungi hafi brotið samkeppnislög og hvort þeir hafi gert samkomulag um að skipta á milli sín norskum framleiðendum. Frá þessu segir Barents Observer. Jan Eirk Johnsen, sem veitir forstöðu skrifstofu Norwegian Seafood Council í Moskvu vissi ekki um málið fyrr en FAS hóf rannsókn sína.
Merkel og Cameron: Vinsamlegt andrúmsloft en bilið vegna fjárlaga ESB hið sama og áður
David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Angela Merkel Þýskalandskanslari áttu „opin, hlýjan og vinsamlegan“ fund í klukkustund um fjárlagagerð ESB í Downing stræti í London miðvikudaginn 7. nóvember. Bilið milli þeirra minnkaði þó ekki, Cameron vill frysta fjárlög ESB en Merkel hækka þau. Fyrir f...
DT: „Borgarastyrjöld“ í repúblikanaflokknum
Daily Telegraph segir að „borgarastyrjöld“ hafi brotizt út í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum eftir úrslit forsetakosninganna. Sumir áhrifamenn í flokknum segja, að hann sé í hættu að leysast upp ef hann höfði ekki meira til kvenna, ungs fólks og fólks af mörgu þjóðerni, sem hafi stutt Obama.
Grikkland: 100 þúsund í miðborg Aþenu-benzínsprengjur-táragas-vatnsdælur
Talið er að um 100 þúsund manns hafi verið saman komin í miðborg Aþenu í gær og gærkvöldi til að mótmæla aðhaldsaðgerðum, sem gríska þingið samþykkti seint í gærkvöldi með 153 atkvæðum en þingmenn eru 300. Mótmælendur köstuðu benzínsprengjum að lögreglu, sem á móti beitti táragasi, hávaðasprengjum o...
Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti ræðu í ESB-þinginu miðvikudaginn 7. nóvember. Þar sagði hún að framkvæmdastjórn ESB yrði að lokum ríkisstjórn, ráðherraráð aðilarríkjanna yrði efri deild ESB-þingsins og ESB-þingið fengi meiri völd en það hefur á líðandi stundu. Nú skipti hins vegar mestu að l...
Ríkisfjármál og ESB IV: François Hollande leggur áherslu á hagvöxt
Franska stjórnlagaráðið komst að þeirri niðurstöðu 9. ágúst 2012 að ekki þyrfti að breyta frönsku stjórnarskránni til að Frakkland gæti orðið aðili að ríkisfjármálasamningi ESB. Þessi niðurstaða var fagnaðarefni fyrir François Hollande forseta því að hún heimilaði honum og stjórn hans að leggja ti...
Öfundsýki getur verið erfiður þáttur í stjórnarmyndun
Skoðanakönnun Gallup, sem RÚV sagði frá í gærkvöldi bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn sé í mikilli sókn og geti myndað ríkisstjórn að loknum kosningum með hvaða flokki sem væri, nema Bjartri framtíð. Það er hins vegar skynsamlegt fyrir Sjálfstæðismenn að ganga hægt um gleðinnar dyr.