Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Föstudagurinn 7. desember 2012

«
6. desember

7. desember 2012
»
8. desember
Fréttir

Rússar styrkja stöðu sína við gassölu til ESB með nýrri leiðslu

Framkvæmdir við nýja rússneska gasleiðslu, Suðurlínuna, er hafin.

Ítalía: Pólitískt uppnám - Berlusconi snýr aftur - forsetinn segist ætla að koma í veg fyrir stjórnmálakreppu

Stjórnar- og stjórnmálakreppa þykir í sjónmáli á Ítalíu eftir að flokkur Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætis­ráðherra, ákvað fimmtudaginn 6. janúar að hætta stuðningi við Mario Monti forsætis­ráðherra. Búist er við að þing verði rofið og boðað til kosninga. Berlusconi segist ekki geta horft aðge...

Berlingske: Grænlendingar samþykkja erlenda starfsmenn í þúsundavís

Berlingske Tidende segir að gera megi ráð fyrir að landsþing Grænlands muni samþykkja sérstök lög, sem geri erlendum fyrirtækjum kleift að ráða þúsundir erlendra starfsmanna til vinnu við stórframkvæmdir þar í landi. Samkomulag hafi tekizt á milli lands­stjórnar­innar og Landsþingsins um slíka löggjöf.

Þýzkaland: Bundesbank svartsýnn á efnahagsþróun

Bundesbank, þýzki seðlabankinn kynnti í morgun nýtt mat á efnahagsþróun Þýzkalands á næstu misserum og telur á mörkunum að um efnahagsvöxt verði að ræða á næsta ári. Bankinn varar við hættu á efnahagslægð vegna þróunarinnar á evru­svæðinu öllu. Í júní taldi Bundesbank að hagvöxtur í Þýzkalandi yrði 1,6% á næsta ári.

Evru­svæðið:0,5% samdráttur í ár-veik efnahagsþróun á næsta ári

Seðlabanki Evrópu hefur endurmetið áætlanir sínar um efnahagsþróun á evru­svæðinu. Nú telur bankinn, að efnahagslægðin verði um 0,5% á þessu ári og að efnahagslegur veikleiki nái inn á næsta ári en búast megi við bata síðari hluta næsta árs. Mario Draghi, aðalbanka­stjóri SE telur að verðbólgan fari niður fyri 2% á næsta ári.

Ítalía: Berlusconi fram á ný?-Flokkur hans sat hjá í gær

Silvio Berlusconi hefur gefið til kynna að hann hyggist leita eftir því að verða forsætis­ráðherra Ítalíu á ný á næsta ári. Flokkur hans, Frelsis­flokkurinn, hefur hætt við forkosningar vegna leiðtogakjörs. Í gær sátu þingmenn flokksins hjá við atkvæða­greiðslu í ítalska þinginu um traust á ríkis­stjórnina.

Leiðarar

Hvað er Árni Þór tilbúinn til að ganga langt?

Það er vissulega skref í rétta átt hjá Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkis­mála­nefndar Alþingis, og alþingis­manni VG að vilja gera „formlegt hlé“ á aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið eins og þingmaðurinn reifaði í samtali við RÚV í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.

Í pottinum

Lars Christensen: Evran engin töfralausn fyrir Ísland

Athyglisverð sjónarmið um gjaldmiðlamál Íslendinga koma fram í samtali Þórðar Snæs Júlíussonar, blaðamanns í Fréttablaðinu í dag við Lars Christensen, forstöðumann greininga­deildar Danske Bank.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS