« 21. desember |
■ 22. desember 2012 |
» 23. desember |
Europol, Evrópulögreglan, óttast að koma fulltrúa nýrra glæpagengja eins og Comancheros og Rebels frá Ástralíu, Rock Machines frá Kanada og Mongols og Vagos frá Bandaríkjunum skapi spennu gagnvart þekktum mótórhjólaklúbbum í Evrópu.
Milljónir Þjóðverja selja eigin jólagjafir á netinu
Rúmlega fjórar milljónir Þjóðverja ætla að selja jólagjafir sem þeir hafa ekki áhuga á að eiga annað hvort beint eða með því að setja þær á uppboðsvefi á netinu. Þetta kemur fram í könnun sem blaðið Westdeutsche Allgemeine Zeitung birti. Könnunin sýndi að ákvörðun um að selja jólagjafir sé tekin áður en pakkar eru opnaðir.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna (VG), vék sér undan því á alþingi 20. desember að lýsa afstöðu sinni til að endurmats á ESB-aðildarviðræðunum. Hann taldi málið of stórt fyrir sig til að hann gæti svarað óundirbúinni fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks...
Páfi náðar fyrrverandi einkaþjón sinn
Benedikt páfi XVI. hefur náðað Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjón sinn, sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi fyrir að stela trúnaðarskjölum. Páfi fór til Gabriele í fangelsið til að skýra honum frá ákvörðun sinni. Gabriele var dæmdur sekur í október fyrir að stela og afrita skjöl páfa og leka þei...
Spánn: Um 23 þúsund manns á götunni-80% karlmenn
Um 23 þúsund manns lifa á götunni á Spáni að sögn El Pais, spænska dagblaðsins. Aðallega eru þetta karlmenn eða um 80% og helmingur þeirra er undir 45 ára aldri. Þeir hafa misst bæði vinnu og heimili en 32% þeirra hafa misst heimili sín á þessu ári. Auk atvinnumissis, getuleysis til að greiða afborganir af fasteignalánum koma skilnaðir við sögu.
Handelsblatt: Samaras stjórnmálamaður ársins í Evrópu
Þýzka dagblaðið Handelsblatt hefur valið Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sem stjórnmálamann ársins í Evrópu. Blaðið segir hann hafa á erfiðum tímum gert sér grein fyrir hverjir þjóðarhagsmunir Grikkja væru og hagað störfum sínum í samræmi við það. Í blaðinu segir Hans-Dietrich Genscher, fyrrum utanríkisráherra Þýzkalands að Samaras hafi sýnt hugrekki og staðfestu.
Grænlendingar stefna á nánara samband við Bandaríkin
Grænlendingar stefna á nánara samstarf við Bandaríkin að því er fram kemur í dönskum blöðum í dag. Þeir stefna á að opna skrifstofu í Washington DC til þess að greiða fyrir auknum viðskiptum á milli landanna. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende. Josef Motzfeldt, formaður landsþingsins á Grænlandi segir að þessi ákvörðun sé hluti af því að Grænland slíti tengslin við Danmörku smátt og smátt.
Ítalía: Mario Monti sagði af sér í gærkvöldi
Mario Monti sagði af sér sem forsætisráðherra Ítalíu í gærkvöldi, eftir að ítalska þingið hafði samþykkt fjárlög fyrir næsta ár.
Baráttan um Ísland utan ESB er ekki reist á jafnræði
Baráttan um Ísland utan ESB tekur á sig ýmsar myndir.
VG og ESB: Steingrímur J. getur ekki haldið áfram að tala tungum tveim
Fljótlega eftir áramótin verður Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG að gera upp hug sinn. Þá verður flokksráðsfundur. Þar verður afstaða flokksins til aðildarumsóknarinnar að ESB á dagskrá svo og meðferð flokksins á málinu til þessa. Þar verður tónninn sleginn fyrir kosningabaráttuna. VG stendu...