Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Sunnudagurinn 23. desember 2012

«
22. desember

23. desember 2012
»
24. desember
Fréttir

Norski utanríkis­ráðherrann blandar sér í deilur Breta um samskiptin við ESB

Espen Eide, utanríkis­ráðherra Noregs, hefur blandað sér í umræður á Bretlandi um tengsl Bretlands og Evrópu­sambandsins og hvatt Breta til að meta kosti þess að halda áfram aðild að sambandinu.

Monti ætlar ekki í framboð en er fús til að starfa áfram sem forsætis­ráðherra í þágu stefnumála sinna

Mario Monti, starfandi forsætis­ráðherra Ítalíu, sagði sunnudaginn 23. desember að hann væri fús til að halda áfram sem forsætis­ráðherra á næsta ári. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að bjóða sig fram í þingkosningunum sem efnt verður til undir lok febrúar 2013. Monti var í nóvember 2011 fenginn til...

Ungverjaland: Stjórnar­skránni breytt til að vernda sérlausn gagnvart ESB vegna landbúnaðar

Ungversku stjórnar­skránni hefur verið breytt á þann veg að útlendingum er nú bannað að kaupa landbúnaðarland í Ungverjalandi.

Schäuble: Við látum ekki Breta beita okkur fjárkúgun

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, segir í samtali við Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung 23. desember að Bretar skuli ekki að reyna að beita félaga sína innan ESB „fjárkúgun“ til að flytja völd frá Brussel til London. „Við viljum að Bretar verði áfram innan ESB og viljum ekki neyð...

Kanada býr sig undir að taka við forystu í Norðurskautsráðinu í vor

Kanada tekur við forystu Norðurskautsráðsins (sem Ísland á aðild að) í maí og skv. frétt í Alaska Dispatch ætla Kanadamenn að nota þann tíma vel og halda fram stefnumálum sínum vegna norðurslóða. Skammt er í að Norðurskautsráðið ljúki samningum um aðgerðir til að koma í veg fyrir olíuslys en jafnframt beinist athyglin nú að reglum um auknar fiskveiðar í Norður-Íshafinu og auknum siglingum.

Danmörk: Pia Kjærsgaard segir Lars Lökke villa um fyrir fólki

Pia Kjærsgaard, fyrrum leiðtogi Danska Þjóðar­flokksins segir að Lars Lökke Rasmussen, formaður Venstre, þegi um afleiðingar þess, að enginn hagvöxtur verði í Danmörku. Hún segir að hann villi um fyrir fólki, þegar hann láti sem núllvöxtur þýði ekki niðurskurð á framlögum til velferðarkerfisins.

Frakkland: Minnkandi sala á kampavíni

Neyzla á kampavíni hefur minnkað í Frakklandi að sögn Financial Times. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hefur salan minnkað um 5% og um 6% í öðrum Evrópu­löndum. Verð á kampavíni hefur hækkað vegna nýrra skatta, sem hafa þýtt um 13% verðhækkun Í frétt Financial Times kemur einnig fram, að sala á leikföngum hefur minnkað.

Í pottinum

Þorsteinn Pálsson: Ísland lýsti yfir „án fyrirvara að stefnan sé að taka upp evruna“

Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðis­flokksins og forystumaður aðildarsinna að ESB í þeim flokki segir í athyglisverðri grein í Fréttablaðinu í gær: "Eftir því sem kosningar hafa nálgast hefur VG gengið lengra í báðar áttir í Evrópu­málunum. Forystumenn þeirra hafa notað stærri orð um andstöðu sína við aðild.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS