Fimmtudagurinn 29. september 2022

Sunnudagurinn 6. janúar 2013

«
5. janúar

6. janúar 2013
»
7. janúar
Fréttir

Depardieu boðið embætti menningarmála­ráðherra í Mordovíu - hafnar boðinu

Gérard Depardieu, leikarinn franski sem fékk rússneskt vega­bréf frá Vladimir Pútín Rússlandsforseta laugardaginn 5. janúar, hélt sunnudaginn 6. janúar til Mordovíu við Volgu til að velja milli íbúðar og einbýlishúss. Þegar Depardieu steig út úr flugvélinni á vellinum í Saransk, höfuðborg Mordovíu (...

The Guardian um makríldeiluna: Minnir á þorskastríðin - ótti meðal fiskverkenda í Grimsby grípi ESB til refsiaðgerða

Í Bretlandi beinist athygli enn að makríldeilunni við Íslendinga og til marks um það er grein á vefsíðu breska blaðsins The Guardian sem Caroline Davies ritar og birtist þar sunnudaginn 6. janúar. Þar segir að deilan veki minningar um þorskarstríðin á áttunda áratugnum. Breskir sjómenn styðji að Ísl...

Depardieu í Rússlandi - stjórnar­andstæðingar telja hann hafa tapað glórunni

Gérard Depardieu, leikari frá Frakklandi, heimsótti Rússland laugardaginn 5. janúar og hitti Vladimír Pútín forseta á stuttum fundi í rússneska ferðamannabænum Sotsji við Svartahaf. Pútín veitti Depardieu nýlega ríkisborgararétt í Rússlandi og hefur hann nú fengið rússneskt vega­bréf. Eftir að hafa ...

Fimbulkuldi í Kína - óttast áhrif bráðnunar íss í Norður-Íshafi - rannsóknir Snædrekans skipta máli

Fimbulkuldi í Kína hefur tafið flugferðir, lokað skip í ís og leitt til þess að veita þarf Innri-Mongólíu neyðaraðstoð. Veður­fræðingar segja að vetrarhörkurnar megi rekja til bráðnunar íss í Norður-Íshafi vegna hlýnandi loftslags. Þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn kom hingað til lands í ágúst sl.

Danmörk: Verkalýðsfélög endurmeta fjárstuðning við jafnaðarmenn og aðra vinstri flokka

Verkalýðsfélög í Danmörku íhuga nú að endurmeta fjárhagslegan stuðning við jafnaðarmenn, SF og Einingalistann, að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Það er óánægja með ríkis­stjórnina og stefnu hennar sem veldur. Tvö verkalýðs­samtök, El-forbundet og Malerforbundet hafa stutt vinstri flokkana með peningastyrkjum og hið fyrr­nefnda hefur lagt fram eina milljón danskra króna í því sambandi.

Í pottinum

VG frestar flokksráðsfundi til loka janúar og takmarkar mjög fundartíma

Það er erfitt að bera kápuna á báðum öxlum og tala tungum tveim í stjórnmálabaráttunni. Þó er það hlutskipti, sem of margir stjórnmálamenn velja sér. Um þá má segja, að yfirleitt láta þeir undan þeim þrýstingi, sem mestur eru. Þetta ættu einlægir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu að hafa í huga næstu daga og vikur.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS