Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Mánudagurinn 7. janúar 2013

«
6. janúar

7. janúar 2013
»
8. janúar
Fréttir

David Cameron: Bretar hafa „full rök“ til að krefjast breytinga á ESB-aðild sinni

Bretar hafa „full rök“ til að krefjast breytinga á ESB-aðild sinni sagði David Cameron, forsætis­ráðherra Bretra, í BBC-viðtali við Andrew Marr sunnudaginn 6. janúar. Hann sagði að breytingar á sáttmálum ESB vegna nýrra stjórnar­hátta á evru-svæðinu mundi ljúka upp dyrunum fyrir breytingum í þágu Bret...

Berlín: Enn einu sinni frestað að opna nýjan alþjóða­flugvöll

Enn einu sinni hefur verið ákveðið að fresta því að opna nýjan flugvöll við Berlín, Berlin-Brandenburg alþjóða­flugvöllinn. Enn er sagt að brunavarnir séu ónógar og þess vegna takist ekki að standa við sett tímamörk. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem tilkynnt er að ekki sé unnt að opna flugvöllinn á áður áætluðum tíma.

Alaska: Stóraukinn áhugi Asíuþjóða á gasvinnslu

Asíuþjóðir hafa nú stóraukinn áuga á áformum Alaskabúa um að þróa stærstu gasvinnslu í Norður-Ameríku og er þá bæði um að ræða væntanlega kaupendur en einnig fjárfesta. Þetta kemur fram í Alaska Dispatch. Þessi aukni áhugi hefur komið fram eftir að stjórnvöld í Alaska hófu að kynna þessa möguleika í Asíu.

Danmörk: Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu

Það reynist erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn í Danmörku að fóta sig á vinnu­markaðnum á ný að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Einungis 10 af 26 fyrrverandi þingmönnum, sem misstu þingsæti sín í síðustu þingkosningum í Danmörku hafa fengið störf.

NYTimes: Er vaxandi andúð á Gyðingum á Norðurlöndum?

Oskar Deutsch, einn af leiðtogum Gyðinga í Austurríki segir í viðtali við dagblaðið Kurier að andúð á Gyðingum sé vaxandi bæði í Austurríki og innan Evrópu­sambandsisns.

FT: Cameron kastar stríðshanskanum gagnvart París og Berlín

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, hefur að sögn Financial Times, kastað stríðshanskanum gagnvart París og Berlín og segist muni koma í veg fyrir frekari sameiningu evru­svæðisins nema Bretar fái til baka eitthvað af þeim ákvörðunum, sem þeir hafa framselt til Brussel.

Leiðarar

VG var of „sveigjanlegt í samningum“

Vinstri hreyfingin-grænt framboð er að verða skýrasta dæmið, sem fram hefur komið í íslenzkum stjórnmálum áratugum saman um það sem gerist þegar stjórnmála­flokkur gengur þvert á yfirlýsta stefnu sína í grundvallar­máli. Flokkar geta komizt upp með slíkt í skamman tíma en ekki til lengdar.

Í pottinum

Vill Steingrímur J. fórna VG fyrir ESB?

Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Alþýðubandalags, ráðherra og þingmaður þess flokks í áratugi lýkur grein á Vinstrivaktinni með þessum orðum: „Við eigum því að draga okkur út úr aðildarviðræðunum hávaðalaust og láta þar við sitja. Því getur VG ráðið. Forystumenn VG verða nú að taka af skarið enda bætist það ofan á allt annað hjá þeim að framtíð flokksins, framtíð VG, er bersýnilega í húfi.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS