« 10. janúar |
■ 11. janúar 2013 |
» 12. janúar |
Peer Steinbrück, kanslaraefni SPD, fellur enn í áliti - umræður um að hann víki
Fylgi við Peer Steinbrück, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD), heldur áfram að minnka.
Jólaleyfi franskra ráðherra undir smásjánni - áttu að vera innan tveggja stunda frá París
Fyrir jól gaf François Hollande Frakklandsforseti ráðherrum í ríkisstjórn landsins fyrirmæli um að halda sig innan tveggja tíma fjarlægð frá París í jólaleyfinu. Á þeim hvíldi ábyrgð á velferð lands og þjóðar og þeir yrðu því að verða til taks og til þess búnir að láta að sér kveða í ráðuneytum sínum eða á ríkisstjórnarfundi með skömmum fyrirvara.
Þjóðverjar vöktu reiði Breta fimmtudaginn 10. janúar þegar boð bárust frá stuðningsmanni Angelu Merkel kanslara um að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti ekki að beita aðra„fjárkúgun“ með hótun um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Gunther Krichbaum, formaður Evrópunefndar þýska þingsins, sagði ...
Finnland: Mikill niðurskurður útgjalda framundan
Finnar undirbúa nú aðhaldsaðgerðir, sem hafa það að meginmarkmiði að draga úr útgjöldum. Þetta kemur fram á euobserver,sem byggir á fréttum Yle, finnska ríkisútvarpsins. Talið er að niðurskurður muni nema á milli 500 milljónum evra og einum milljarði.
Noregur: Utanríkisráðherrann lýsir áhyggjum af kaldastríðstón í Rússum
Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs hefur áhyggjur af kaldastríðstón í rússneskum ráðamönnum. Í tengslum við afhendingu nýs rússnesks kjarnorkukafbáts sendi varaforsætisráðherra Rússlands og fyrrum sendiherra hjá NATÓ, Dmitry Rogozin, frá sér skilaboð á Twitter, sem efnislega má þýða á þennan veg: Útlendingar og borgarapakk! Þið eruð búnir að vera!
Írland: Moody´s telur efnahagshorfur veikar
Moody´s, bandaríska lánshæfismatsfyritækið, telur efnahagshorfur Írlands veikar og stöðu ríkisfjármála viðkvæma. Þetta kemur fram í Irish Times.
Tékkland: Fyrri umferð forsetakosninga í dag-Klaus hættir í byrjun marz
Fyrri umferð forsetakosninga í Tékklandi fara fram í dag. Vaclav Klaus, forseti, lætur af embætti snemma í marz. Þetta er í fyrsta sinn, sem Tékkar kjósa forseta í beinni kosningu. Fram að þessu hafa þeir verið kjörnir af þinginu. Þeir frambjóðendur, sem njóta mests fylgis skv. könnunum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar.
Í umræðum um samruna Evrópuþjóða í eins konar Bandaríki Evrópu hefur verið á það bent að ólíku sé saman að jafna tilurð Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem fólk talaði að mestu sama tungumál eða þróun í átt til Bandaríkja Evrópu, þar sem mörg og ólík tungumál eru á ferð.
Jóhann Hauksson er opinber starfsmaður, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ráðinn af Jóhönnu Sigurðardóttur án auglýsingar til að sinna pólitískum áróðri á hennar vegum eins og hann gerði á sínum tíma fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson á Baugsmiðlunum.
Egill Helgason, stjórnandi sjónvarpsþáttarins Silfur Egils, hefur orð á því á Eyjunni, að Framsóknarflokkurinn standi í stað í skoðanakönnunum. Þetta er rétt hjá Agli og umhugsunarefni fyrir Framsóknarmenn. Að einhverju leyti kann skýringin að vera sú, að Framsóknarflokkurinn veit ekki alveg hver hann er.