Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Laugardagurinn 12. janúar 2013

«
11. janúar

12. janúar 2013
»
13. janúar
Fréttir

Frakkland: Gripið til varna gegn hryðjuverkum við opinberar byggingar og samgöngumannvirki

François Hollande Frakklands­forseti hefur gefið fyrirmæli um aukna öryggisgæslu við opinberar byggingar og samgöngumannvirki vegna hernaðaraðgerða Frakka í Malí og Sómalíu. Forsetinn óttast að múslímar grípi til hefndaraðgerða. Franskur þyrluflugmaður týndi lífi þegar ráðist var á flokk uppreisnarmanna í Malí.

Evrópu­miðstöð gegn tölvubrotum opnuð í Haag - milljón manns verða fyrir tjóni í heiminum á hverjum degi

Við hlið Europol í Haag í Hollandi starfar nú ný miðstöð gegn tölvuafbrotum. Markmiðið er að sameina krafta aðildarríkja Europol-samstarfsins, þar á meðal Íslands, til að berjast gegn tölvuþrjótum, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum sem misnota netið til afbrota eða tölvuárása á íbúa aðildarlandanna, stjórnvöld þeirra eða fyrirtæki og stofnanir.

Kanslari Austurríkis sakar Cameron um að segja eitt til heimabrúks annað í Brussel

Werner Faymann, kanslari Austurríkis, hefur gert atlögu að David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, fyrir að skapa óvissu innan ESB með óljósum yfirlýsingum.

Bandaríkin: Stóraukin olíuframleiðsla-Ná Saudi-Arabíu 2020

Olíuframleiðsla Bandaríkjamanna sjálfra hefur ekki verið meiri í 20 ár og nú er búizt við að þegar komið verður fram á árið 2020 framleiði þeir meiri olíu en Saudi-Arabía. Þetta kemur fram í Alaska Dispatch. Jafnframt er olíunotkun þeirra sjálfra í stöðnun en útflutningur að aukast. Það getur þýtt lækkun á heims­markaðsverði á olíu á næstu misserum.

Bretland: Hvatningum Bandaríkjamanna illa tekið í Íhalds­flokknum

Áhrifamenn í brezka Íhalds­flokknum taka illa hvatningu bandarískra ráðamanna til Breta um að vera áfram innan ESB. John Redwood, sem eitt sinn var í kjöri til þess að taka við forystu flokksins sagðist ekki hafa neinn áhuga á því að Bretar misstu frelsi sitt til þess að styrkja stöðu Bandaríkjanna. ...

Osborne: ESB verður að breytast vilji það hafa Bretland áfram innan dyra

George Osborne, fjármála­ráðherra Bretlands segir að Evrópu­sambandið verði að breytast hafi það áhuga á því að Bretland verði áfram innan þess. Þetta kom fram í samtali sem Osborne átti í gær við þýzka dagblaðið Die Welt. Hann kvaðst vonast til þess að Bretland yrði áfram innan ESB en til þess að það gæti orðið yrði ESB að breytast.

Hefur Merkel eyðilagt hernaðar­áætlun Camerons?

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, er fallin frá því að kalla eftir endurskoðun á Lissabon-sáttmálanum, sem hún hefur gert fram að þessu til þess að styrkja stjórnkerfi evru­svæðisins. Hún telur það þýðingarlaust í ljósi andstöðu Frakka og fleiri þjóða.

Leiðarar

Bretar sætta sig ekki við óbreytta ESB-aðild - breytt skipan mun taka mið af EES og Schengen

Forvitnilegt er að fylgjast með umræðum í Bretlandi um stefnu ríkis­stjórnar­innar gagnvart Evrópu­sambandinu. Spenna magnast dag frá degi ekki aðeins innan Íhalds­flokksins og Bretlands heldur einnig hjá nágrannaríkjum austan hafs og vestan.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS