Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Mánudagurinn 14. janúar 2013

«
13. janúar

14. janúar 2013
»
15. janúar
Fréttir

Cameron flytur Evrópu­ræðu í Hollandi föstudaginn 18. janúar

Nú hefur verið tilkynnt að David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, muni flytja ræðu um Evrópumál í Hollandi föstudaginn 18. janúar. Ræðunnar hefur verið beðið frá því að ráðherrann sagði í blaðagrein 30. júní 2012 að Evrópa og þjóðar­atkvæða­greiðsla ættu samleið hjá Bretum. Vilja menn vita hvað í þess...

ESB-ótti heltekur ríkis­stjórnina - Jón Bjarnason rekinn öðru sinni - Össur Skarphéðinsson kúvendir í afstöðu til viðræðuaðferðar

Ótti ráðherra í ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur við framvindu mála í utanríkis­mála­nefnd alþingis þar sem myndast hafði meirihluti gegn ESB-stefnu ríkis­stjórnar­innar varð til þess að ráðherra­nefnd um Evrópumál og síðan ríkis­stjórnin öll ákvað mánudaginn 14. janúar að „hægja á“ ESB-aðildarviðræðunu...

Yfirlýsing ríkis­stjórnar í morgun um aðildar­viðræður

Ríkis­stjórnin samþykkti á aukafundi í morgun svohljóðandi minnisblað ráðherra­nefndar um Evrópumál: "Í samræmi við ályktun Alþingis vorið 2009 sótti Ísland um aðild að Evrópu­sambandinu á þeim forsendum að þjóðin fengi að eiga lokaorðið í þjóðar­atkvæða­greiðslu.

Orkumála­stjóri ESB leggst gegn olíuvinnslu á norðurslóðum - ESB vill ekki að unnin sé olía í nágrenni Jan Mayen

Orkumála­stjóri Evrópu­sambandsins leggst gegn olíuvinnslu á norðurslóðum. Af frétt í Dagbaldet í Osló má ráða að ESB sé andvígt slíkri vinnslu á Dreka­svæðinu. Norsk yfirvöld hafa mótmælt afskiptum framkvæmda­stjórnar ESB af olíuvinnslu Norðmanna. Þeim hefur verið líkt við að Norðmenn tækju að skipta sér af ferðum kameldýra um Sahara-eyðimörkina.

Islamistar hóta hryðjuverkum í Frakklandi - öryggisgæsla aukin við skóla, stór­markaði og almenningssamgöngur

Jean-Marc Ayrault, forsætis­ráðherra Frakklands, hefur gefið fyrirmæli um hertar öryggisráðstafanir í landinu af ótta við aðgerðir islamista. Öfgahópar islamista í Afríku, Ansar Dine í Malí, og al-Kaída samtökin Aqmi í N-Afríku hafa hótað hryðjuverkum í Frakklandi vegna stuðnings franska hersins við stjórnar­herinn í Malí sem berst við íslamista sem reyna að leggja landið undir sig.

Bretland: Ed Miliband útilokar þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB

Ed Miliband, leiðtogi brezka Verkamanna­flokksins segir að þjóðar­atkvæða­greiðsla um ESB sé „ótrúlegt hættuspil“ og segir að flokkur hans muni ekki lofa slíkri akvæða­greiðslu í stefnuskrá vegna þingkosninganna 2015. Miliband segir Cameron hafa slíka atkvæða­greiðslu í huga vegna þrýstings frá hægri si...

Aþena: Skotárás á höfuðstöðvar flokks Samaras í morgun

Höfuðstöðvar Nýja lýðræðis­flokksins í Aþenu, flokks Antonis Samaras, forsætis­ráðherra, urðu fyrir skotárás í morgun. Engan sakaði. Byssukúla endaði á skrifstofu sem Samaras notar stundum.

The Guardian: Cameron mun hafna róttækustu tillögum ESB-efa­hyggjumanna

Baráttan um ESB-stefnuna hitnar inna Íhalds­flokksins í Bretlandi.

Leiðarar

Einskis vert útspil Steingríms J. og ríkis­stjórnar

Fréttablaðið sagði í frétt á forsíðu í morgun, að ríkis­stjórnin mundi koma saman til aukafundar í dag og þar yrði ákveðið að „hægja á viðræðunum“ við ESB fram yfir kosningar. Aðeins verði haldið uppi „lágmarksstarfsemi; gagnaöflun og skiptum á upplýsingum. Ákvörðun um áframhald viðræðnanna og fyrirkomulag þeirra verði verkefni nýrrar ríkis­stjórnar.“

Í pottinum

Reiði innan Samfylkingar vegna „skipulagðs flótta“ frá Brussel

Uppnám er innan Samfylkingar­innar vegna ákvörðunar ríkis­stjórnar­innar um að slá ESB-viðræðunum á frest. Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra keppist við að tala allt öðru vísi um málið en hann hefur gert til þessa á kjörtímabilinu um ESB-viðræðurnar.

Hvar var hin „lýðræðislega nálgun“ stjórnar­flokkanna sumarið 2009?

Í yfirlýsingu ríkis­stjórnar­innar eftir aukafund í morgun segir svo: „Samkomulag flokkanna í upphafi kjörtímabilsins byggir á þeirri lýðræðislegu nálgun að það eigi að vera þjóðin sjálf sem tekur ákvarðanir í þessum efnum.“ Alveg er þetta dæmalaus yfirlýsing.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS