« 3. febrúar |
■ 4. febrúar 2013 |
» 5. febrúar |
Merkel réttir Rajoy hjálparhönd - verðfall í kauphöllinni í Madrid
Angela Merkel Þýskalandskanslari hrósaði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, mánudaginn 4. febrúar og sagði að undir hans stjórn hefði náðst verulegur árangur í spænskum efnahagsmálum. Rajoy glímir við mikinn vanda á heimavelli vegna áskana um að haf þegið greiðslur úr leynilegum sjóði Lýðflokks...
Danir vilja afslátt í langtímafjárlögum ESB - hóta að beita neitunarvaldi verði það ekki samþykkt
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segist ætla að beita neitunarvaldi um fjárlög ESB fái Danir ekki þann afslátt sem þeir krefjast á fundi ESB-leiðtogaráðsins sem hefst fimmtudaginn 7. febrúar. Danska ríkisstjórnin vill að útgjöld Dana til ESB verði milljarði danskra króna (20 millj...
Forseti Evrópuþingsins: Tilveru Evrópusambandsins er ógnað
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins segir, að tilveru Evrópusambandsins sé ógnað, það hafi misst mikið af þeim almanna stuðningi, sem það hafi haft og að það eina sem David Cameron hafi gert hafi verið að nudda salti í sárin. Þessi sjónarmið komu fram í viðtali við dagblað í Bonn, General Anzeiger í morgun. Schulz gagnrýnir einnig skort á samstöðu meðal ríkisstjórna aðildarríkja.
Spánn: Rubalcaba krefst afsagnar Rajoy
Alfredo Peres Rubalcaba, leiðtogi sósíalista á Spáni krafðist þess í gær, að Mariano Rajoy segði af sér vegna greiðslna úr leynisjóðum Lýðflokksins til áhrifamanna. Rubalcaba sagði að Rajoy væri ekki hæfur til að stjórna landinu á svo viðkvæmum tímum. Hann verði að segja af sér og nýr maður að taka við.
Grikkland: Ríkisstjórnin íhugar að stöðva verkfall sjómanna með lögum
Grískir sjómenn hafa ákveðið að framlengja tveggja sólarhringa verkfall, sem þeir hófu sl. fimmtudag um tvo daga. Ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að ríkisstjórnin íhugi að þvinga þá til vinnu með því að beita lögum, sem notuð voru fyrir skömmu til þess að knýja starfsmenn neðanjarðarlesta til að hefja störf á ný eftir níu daga verkfall.
Skotland: Já segja 32%-nei 47% í nýrri könnun
Heimastjórn Skota hefur fallist á tillögu eins konar landskjörstjórnar Skotlands um orðalag spurningar, sem kosið verður um 2014, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um sjálfstæði Skotlands. Spurningin er svohljóðandi: Á Skotland að verða sjálfstætt ríki?
Samþykktu ráðherrar VG þá samningsafstöðu að Ísland skyldi taka upp evru?
Endanleg ákvörðun um samningsafstöðu Íslands til einstakra kafla, sem til umræðu eru í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er tekin af ríkisstjórninni sjálfri.
Atvinnuleysi á Spáni evrunnar er meira en í Bandaríkjum kreppuáranna
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar sagði í stefnuræðu sinni við lok landsfundar flokksins í gær, að saga íslenzu krónunnar væri saga skipulegs arðráns á íslenzku verkafólki. Þetta er helzta röksemd hans fyrir því að taka eigi upp evru. En hver er saga evrunnar?
Sjálfstæðisflokkur þarf að verjast sókn Árna Páls til hægri
Árni Páll Árnason, flutti að mörgu leyti sterka ræðu við lok landsfundar Samfylkingar í gær. Það var hugsun í ræðunni og í henni fólst að hann færði Samfylkinguna um set í átt til gamla Alþýðuflokksins. Hann talaði um Héðinn Valdimarsson, Vilmund Jónsson og Harald Guðmundsson, sem sýnir að hann er sér meðvitaður um sögu jafnaðarmanna á Íslandi sem er vissulega merkileg saga.