« 4. febrúar |
■ 5. febrúar 2013 |
» 6. febrúar |
Árni Páll: Vil ekki afsala ESB fullveldi Íslands en vil deila fullveldinu með ESB
Árni Páll Árnson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fjölmennum fundi Heimssýnar í Norræna Húsinu í hádeginu í dag, að hann væri ekki tilbúinn til að afsala ESB fullveldi Íslands en hann væri tilbúinn til að deila fullveldi Íslands með ESB. Hann kvaðst hafa efast sl. vor og sumar, efast af einlægni...
Starfmenn ESB í verkfalli í dag-mótmæla hugsanlegri launalækkun
Flestir starfsmenn Evrópusambandsins eru í verkfalli í dag að því er fram kemur á euobserver. Höfuðstöðvarnar í Brussel eru nánast tómar. Þessar aðgerðir koma 48 klukkustundum áður en fundur leiðtoga ESB um fjárlög fyrir 2014-2020 hefst. Þýzkaland, Holland og Bretland vilja lækkun á launum starfsmanna ESB til samræmis við aðhaldsaðgerðir í ýmsum aðildarríkjum.
Rússar falla frá áformum um orustuþotur á norðurslóðum
Rússar hafa fallið frá áformum um að koma upp aðstöðu fyrir MiG-31 orustuþotur á Novaya Zemlya, sem er eyja sammt fyrir utan strendur Norður-Rússlands á Barentshafssvæðinu. Heimildir Barents Observer segja að margar ástæður séu fyrir þessari ákvörðun en ein er sú, að rússneski flugherinn eigi aðeins um 100 slíkar orustuþotur og margar þeirra séu í lélegu ástandi og þarfnist aukins viðhalds.
Mariano Rajoy: Allt ósatt „fyrir utan vissa hluti“
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, var á fundi með Angelu Merkel í Berlín í gær og sagði þá aðspurður á blaðamannafundi um peningahneykslið, sem upp er komið á Spáni: „Ég endurtek það, sem ég sagði á laugardag; allt sem sagt hefur verið um mig og samstarfsmenn mína í flokknum er ósatt, fyrir utan vissa hluti, sem hafa verið birtir í fjölmiðlum.“
Leirsteinsbyltingin veldur umskiptum í orkumálum – einnig á norðurslóðum
Nýlega var sagt frá því hér á Evrópuvaktinni að fremstu sérfræðingar í Noregi segðu að ekki yrði neitt kapphlaup um vinnslu á olíu og gasi í Norður-Íshafi. Aðstæður væru alltof erfiðar til að stunda vinnsluna auk þess sem verð á gasi lækkaði. Norður-Íshafs-orkuveislan yrði ekki eins glæsileg og margir hefðu vænst. Hugsanlega gilti þetta ekki á svæði Norðmanna í Barentshafi.
Er pappírstígrisdýr á ferð...?
Hugtakið „pappírstígrisdýr“ er á síðari tímum sótt til Maós, formanns, sem notaði það til að lýsa hinum alþjóðlegu andstæðingum sínum. En vafalaust á það sér miklu lengri sögu í Kína. Þetta orð hefur hins vegar orðið vinsælt á Vesturlöndum til þess að lýsa þeim, sem tala valdmannslega en svo kemur gjarnan í ljós að þeir geta ekki staðið við stóru orðin.