« 8. febrúar |
■ 9. febrúar 2013 |
» 10. febrúar |
Menntamálaráðherra Þýskalands segir af sér vegna ásakana um ritstuld í doktorsritgerð
Annette Schavan, menntamálaráðherra Þýskalands, hefur sagt af sér vegna ásakana um ritstuld við gerð doktorsritgerðar. Hún er annar ráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel sem segir af sér vegna slíkra ásakana.
Norska konungsfjölskyldan segir Se og Hør stríð á hendur
Norska konungsfjölskyldan hefur harðlega gagnrýnt vikublaðið Se og Hør fyrir að birta óviðurkvæmilegar myndir af fólki úr fjölskyldunni. Segist hún ekki sætta sig við að fá ekki að vera í friði fyrir paparazzi-ljósmyndurum. Þeir eigi að hafa sig hæga og láta þá í friði sem njóti frídaga í baðfötum á ströndinni.
Vinstrisinnar í Bandaríkjunum gagnrýna Barack Obama Bandaríkjaforseta harðlega fyrir stefnu hans í þjóðaröryggismálum sem þeir segja að sé öfgafyllri og íhaldssamari en stefna sem George W. Bush fylgdi sem forseti. Þessi harða gagnrýni birtist að sögn breska blaðsins The Guardian víða og af vaxandi...
Le Figaro: François Hollande kemur illa leikinn frá fjárlagagerð ESB - Merkel og Cameron höfðu betur
François Hollande Frakklandsforseta mistókst að verja stöðu sína við gerð fjárlaga ESB til ársins 2020 gegn sókn Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, sem naut stuðnings Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Þetta er mat blaðsins Le Figaro sem styður ekki franska sósíalista.
Norðurslóðir: Áform um járnbraut frá Rovaniemi til Kirkenes
Áform eru uppi um að leggja járnbraut frá Rovaniemi í Finnlandi til Kirkenes í Noregi og er talið að markaður geti verið fyrir um 40 lestarferðir á dag. Slík járnbraut mundi greiða fyrir útflutningi á járngrýti frá Finnlandi og innflutningi á gasi. Uppbygging Kirkenes sem miðstöð flutninga á þessu svæði mundi hafa jákvæð áhrif um allan Norður-Noreg að sögn Barents Observer.
Írland: Fianna Fáil stærsti flokkurinn á ný
Fianna Fáil, sem lengi var leiðandi stjórnmálaflokkur á Írlandi en varð illa úti í fjármálakreppunni haustið 2008 er að ná sér á strik að því er fram kemur í Irish Times í dag. Ný skoðanakönnun sýnir að flokkurinn er á ný orðinn stærsti stjórnmálaflokkur á Írlandi og hefur bætt við sig 5 prósentustigum frá því í október.
Fjárlagagerð ESB - hvað geta Íslendingar lært af henni?
Samkomulag náðist föstudaginn 8. febrúar í leiðtogaráði Evrópusambandsins um fjárlög sambandsins til 2020. Tveir forystumenn innan sambandsins áttu mestan þátt í að sameiginleg niðurstaða fannst: Angela Merkel Þýskalandskanslari og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðsins. Þeim tókst að brúa bilið...
Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, hefur ekki hægt á áróðursferðum sínum um Ísland. Timo Summa fer um landið undir merkjum Evrópustofu sem haldið er úti af stækkunardeild ESB í því skyni að búa í haginn fyrir aðild Íslands að sambandinu. Nýlega gerði einn starfsmanna Evrópustofu hróp að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á hádegisfundi Heimssýnar í Norræna húsinu.
Jóhanna er að hefja nýtt stríð - að þessu sinni gegn Árna Páli
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar er bersýnilega farin að vinna gegn markmiðum eftirmanns síns. Þetta má lesa út úr Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Í fréttaskýringu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins segir Pétur Blöndal, blaðamaður: "Tekin hefur verið ákvörðun um það í herbúðum stjórnarflokkanna að ekki verður reynt að keyra nýja stjórnarskrá í gegnum þingið.