Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Þriðjudagurinn 12. febrúar 2013

«
11. febrúar

12. febrúar 2013
»
13. febrúar
Fréttir

Rúmenía: Ný vegalög fækkuðu hrossum og ýttu undir útflutning á kjöti

Ný vegalög í Rúmeníu sem banna umferð hestvagna kunna að hafa leitt til stórfækkunar á hrossum og stuðlað að smygli á hrossakjöti sem nautakjöti innan ESB. Þá er talið að nýju lögin hafi einnig hvatt menn til að slátra ösnum og umbreyta kjötinu af þeim í nautakjöt í hagnaðarskyni. Enn ein skýring á ...

Jens Weidmann varar við lækkun á gengi evrunnar með handafli

Jens Weidmann, banka­stjóri Bundesbank, sem jafnframt á sæti í bankaráði Seðlabanka Evrópu varar við því að gengi evrunnar verði lækkað með handafli að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Hann segir að gengislækkun, sem verði til með pólitískum aðgerðum leiði ekki til bættrar samkeppnisstöðu. Að auki telur hann að gengi evrunnar sé ekki verulega hærra en eðlilegt geti talizt.

Svíþjóð: Áhyggjur af öryggismálum-geta varizt í viku

Töluverðar umræður hafa orðið um öryggismál í Svíþjóð eftir að staðhæfing kom fram frá sænskum hernaðaryfirvöldum þess efnis, að Svíar hefðu einungis bolmagn til að verjast í viku ef á þá yrði ráðizt. Jan Björklund, aðstoðar­forsætis­ráðherra segir að Svíar þurfi að efla varnir sínar.

Leiðarar

Flokkspólitísk afskipti sendiherra ESB gegn íslenskum lýðræðishefðum

Evrópu­stofa sem starfar á kostnað stækkunar­deildar ESB og rekur áróður í anda stækkunar ESB boðar hádegisfund í dag, þriðjudaginn 12. febrúar, á Akureyri. Á vefsíðu Evrópu­stofu segir: „Sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ræðir um stöðuna innan Evrópu­sambandsins og gang mála í aðildarviðræðum samba...

Í pottinum

Var Feneyja­nefndin hugsuð sem þægileg afsökun gagnvart Hreyfingunni?

Af fréttum Morgunblaðsins í morgun og RÚV í hádeginu er þegar orðið ljóst að álit Feneyja­nefndarinnar svokölluðu um stjórnar­skrár­frumvarp ríkis­stjórnar­innar er áfall fyrir stjórnar­flokkana. Það voru þeir sjálfir sem tóku ákvörðun um að senda nefndinni frumvarpið til umsagnar.

Grundvallar­mistök ríkis­stjórnar að stytta sér leið

Ríkis­stjórnin er í stórvandræðum með tvö mál á lokasprettinum, aðildarumsóknina að ESB og stjórnar­skrármálið. Verulegur þáttur í þeim vandræðum er tilhneiging ríkis­stjórnar­innar fyrr á kjörtímabilinu til að stytta sér leið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS