Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

«
12. febrúar

13. febrúar 2013
»
14. febrúar
Fréttir

Netglæpahringur afhjúpaður á Spáni með aðstoð Europol

Spænska lög­reglan og Europol (Evrópu­lög­reglan) hafa afhjúpað alþjóðlegan netglæpahring sem hafði búið um sig í milljónum tölva. Hringurinn notaði sýktan hugbúnað til að loka tölvum og senda skilaboð sem sögð voru frá lög­reglu þar sem krafist var af notanda tölvunnar að hann greiddi sekt fyrir að hafa farið inn á barnaklámsíður.

Kostir utanríkis­ráðherra: Ísland lítið „snjallríki“ eða partur af stærri ESB-heild

Í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkis­ráðherra til alþingis sem lögð var fram þriðjudaginn 12. febrúar eru í kaflanum um ESB-málefni kynntir tveir kostir fyrir Ísland. Að þjóðin rói ein á báti í „litlu snjallríki“ og telji sig klárari en „flestar aðrar þjóðir“ eða að Ísland verði „partur a...

Obama gefur grænt ljós á fríverzlunarsamning við ESB-getur skapað 2 milljónir starfa

Í ræðu sinni til Bandaríkjaþings i nótt um ástand og horfur í málefnum lands og þjóðar gaf Obama, forseti grænt ljós á ítarlegar viðræður við Evrópu­sambandið, sem gætu leitt til stærsta fríverzlunar­svæðis í heimi að sögn euobserver.

Flestir veðja á íhaldssaman kardínála frá Ghana sem næsta páfa

Peter Turkson (64 ára) kardínáli frá Ghana er sá sem flestir veðja á að verði næsti páfi eftir að Benedikt XVI páfi tilkynnti afsögn sína. Veðbankar í Bretlandi og annars staðar bjóða viðskiptavinum sínum að taka þátt í veðmáli um næsta páfa.

Samar eiga undir högg að sækja á Kola-skaga

Sömum fer fækkandi á Kolaskaga í Rússlandi. Þeim hefur fækkað um 10% á átta árum að sögn Barents Observer.

Spánn: Uppsagnir 3800 starfsmanna framundan hjá Iberia-starfsmenn boða verkföll

Gert er ráð fyrir að spænska flug­félagið Iberia segi upp 3800 flugmönnum, flugfreyjum og öðrum starfsmönnum.

Holland: ING banki segir upp 2400 starfsmönnum til viðbótar

Hollenzki ING bankinn hefur tilkynnt um frekari uppsagnir og nú um 2400 manns.

Leiðarar

Fríverzlunarsamningur á milli Bandaríkjanna og ESB gagnast öllum ríkjum við Atlantshaf

Yfirlýsing Obama, Bandaríkjaforseta á Bandaríkjaþingi í nótt, sem sagt er frá í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag, um gerð fríverzlunarsamnings á milli Bandaríkjanna og Evrópu­sambandsins hefur mikla þýðingu fyrir öll ríki í þessum heimshluta, hvort sem þau tilheyra Evrópu­sambandinu eða standa utan þess.

Í pottinum

Össur upphefur Össur í upphafi skýrslu um utanríkismál

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra ritar persónulegan inngang að skýrslu um utanríkismál sem hann lagði fyrir alþingi 12. febrúar 2013. Hér fara nokkrar glefsur úr honum þar sem ráðherrann segir frá samskiptum sínum við alþingi: Fyrir þann sem stendur í stríðu fyrir Ísland í fjörrum lö...

Um sjálfsmynd Steingríms J.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG hefur fyrst og fremst eitt að segja við þjóðina um þessar mundir. Og það hljóðar svona í grein eftir hann í Fréttablaðinu í dag: "Meginniðurstaðan er að Íslandi er borgið, við erum að komast fyrir vind eftir ótrúlegan ólgusjó af mannavöldum. Spurningin er aðe...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS