« 13. febrúar |
■ 14. febrúar 2013 |
» 15. febrúar |
Þýskar verslanir fjarlægja vörur með hrossakjöti í stað nautakjöts
Hrossakjöt hefur fundist í frystri lasagna í verslunum í Þýskalandi og þar hafa stjórnendur verslana tekið til við að fjarlægja vörur úr frystikistum sínum. Real-verslanakeðjan sagði að TiP-frosin lasagna yrði ekki til sölu hjá sér. Í verslunum Tengelmann og Rewe er unnið að rannsókn á frystu nautakjöti.
Skýrsla utanríkisráðherra: Makríldeilan og gjaldeyrishöftin hindra framgang ESB-aðildarviðræðnanna
Í skýrslu utanríkisráðherra til alþingis sem er til umræðu á alþingi fimmtudaginn 14. febrúar er því slegið föstu að makríldeilan ráði því að ESB hafi ekki skilað rýniskýrslu um sjávarútvegsmál í ESB-aðildarviðræðunum. Til þessa hefur það verið yfirlýst skoðun af hálfu utanríkisráðherra og ráðuneyti...
Rússland: Verðum að vera með stálhnefa í silkihönskum í samskiptum vegna Norðurslóða
Rússneskir diplómatar, sem fjalla um norðurslóðir verða að vera með stálhnefa í silkihönskum, þegar þeir taka í hendina á samstarfsaðilum á svæðinu segir ritstjóri stærsta tímarits, sem fjallar um hernaðarmálefni í Rússlandi.
Samdráttur í Þýzkalandi og Frakklandi og evrusvæðinu öllu á síðasta fjórðungi 2012
Samdráttur varð í efnahagslífi á evrusvæðinu öllu á síðasta fjórðungi 2012, sem nam 0,6% og var meiri en gert hafði verð ráð fyrir. Hið sama á við um bæði Þýzkaland og Frakkland. Reuters segir, að evrusvæðið sé að sökkva lengra niður i samdrátt og tölurnar valdi áhyggjum um stöðu mála á fyrsta fjórðungi þessa árs.
FT: Er ný eignabóla að verða til?
Sir Mervyn King, fráfarandi Englandsbankastjóri varar við nýrri eignabólu skv. fréttum Financial Times. Hann telur að opin peningamálastefna seðlabanka geti verið að skapa meiri bjartsýni á mörkuðum en efni standi til. Áhugi á áhættusamari eignum hafi aukizt eftir að meiri ró færðist yfir fjármálamarkaði.
Spunaskýrsla utanríkisráðherra til alþingis
Skýrsla utanríkisráðherra er til umræðu á alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febrúar. Í henni gætir gamalkunnugrar óvildar í garð EES-samstarfsins. Innan utanríkisráðuneytisins hefur löngum þótt við hæfi að gera lítið úr gildi þessa samstarfs og draga upp af því neikvæða mynd. Ástæðan fyrir því er einf...