Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Sunnudagurinn 17. febrúar 2013

«
16. febrúar

17. febrúar 2013
»
18. febrúar
Fréttir

Enginn með hreinan meirihluta á Kýpur - önnur umferð forsetakosninga eftir viku

Niðurstaða forsetkosninganna á Kýpur sunnudaginn 17. febrúar er að enginn frambjóðenda fékk meira en 50% atkvæða. Íhaldsmaðurinn Nicos Anastasiades hlaut flest atkvæði, 45,46%. Efnt verður til annarrar umferðar kosninganna á Kýpur sunnudaginn 24. febrúar. Næstflest atkvæði fékk Stavros Malas, 26,91...

Meirihluti Letta á móti upptöku evru - stefnt að henni árið 2014

Lettneska ríkis­stjórnin stefnir að upptöku evru árið 2014. Valdis Dombrovskis, forsætis­ráðherra Lettlands, segir þjóðina tilbúna til að taka upp evru. Nýjar kannanir sýna hins vegar að aðeins 30% landsmanna vilja fá evru en 64% vilja halda í þjóðar­myntina lat. Í september 2012 fullnægði efnahags...

For­stjóri Iceland í Bretlandi: Mundi aldrei borða ódýran tilbúinn rétt

For­stjóri Iceland í Bretlandi segir að hann mundi aldrei leggja sér til munns ódýran tilbúinn rétt.

Afstaða ESB til EES-samstarfsins: „Hundleitt“ segir utanríkis­ráðherra - ESB-ráðið vill stækka EES-samstarfið með þremur nýjum ríkjum

Í umræðum um skýrslu utanríkis­ráðherra á alþingi fimmtudaginn 14. febrúar spurði Vigdís Hauks­dóttir (F) utanríkis­ráðherra Össur Skarphéðinsson (SF) að því hvernig hann gæti annars vegar haldið því fram að Íslendingar fengju sérmeðferð í sjávar­útvegsmálum hjá ESB og hins vegar sagt að erfiðlega gengi...

Kýpur: Fyrri umferð forsetakosninga í dag

Í dag fer fram fyrri umferð forsetakosninga á Kýpur. Að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini var kjörsókn dræm í morgun. Búizt er við fyrstu tölum um kvöldmatarleytið að þarlendum tíma. Gert er ráð fyrir að Nicos Anastasiades, sem er frambjóðandi DISY, sem er hægri flokkur fái flest atkvæði í fyrri umferð en ekki hreinan meirihluta.

Spánn: Menningar­stofnanir verða illa úti í aðhaldi-umsvif minnka um nær 50%

Menningar­stofnanir á Spáni hafa orðið illa úti í því aðhaldi, sem nú ríkir í spænskum ríkisfjármálum.

Í pottinum

VG: Tvær konur í forystu mundu skapa flokknum sérstöðu og nýja ásýnd

Tímasetningin á þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður á landsfundi VG eftir tæpa viku er sérkennileg. Hún bendir til þess að hann hafi verið ófús að hætta en talið sig ekki eiga annarra kosta völ. Innan flokksins var farið að gæta verulegrar þr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS