Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Föstudagurinn 22. febrúar 2013

«
21. febrúar

22. febrúar 2013
»
23. febrúar
Fréttir

Þýskaland: Kaþólskir biskupar samþykkja „daginn-eftir-pillu“

Kaþólskir biskupar í Þýskalandi hafa samþykkt að nota megi „daginn-eftir-pillu“ en aðeins í neyðartilvikum. Ákvörðunin var tekin á biskupafundi í Trier eftir að tveimur fórnarlömbum nauðgunar hafði verið neitað um pilluna á tveimur kaþólskum sjúkrahúsum í Köln.

Efnahagur evru-svæðisins versnar árið 2013 - Frakkar brjóta reglur um ríkis­sjóðshalla og hlutfall opinberra skulda - refsiaðgerðir ólíklegar

Framkvæmda­stjórn ESB birti föstudaginn 22. febrúar efnahagsspá fyrir evru-ríkin. Þar segir að um 0,3% samdrátt verði að ræða á árinu 2013. Áður hafði verið spáð hægum vexti um 0,1%. Í spánni kemur fram að frönsku ríkis­stjórninni tekst ekki að halda ríkis­sjóðshalla ársins 2013 innan 3% markanna sem ...

Alaska: 120 hagsmunaverðir skráðir hjá fylkisþinginu-kosta 16 milljónir dollara árlega

Í Alaska verða hagsmunaverðir, sem hafa þann starfa að hafa áhrif á þingmenn á fylkisþinginu að skrá sig, þegar þingið kemur saman og gefa upp fyrir hverja þeir vinna og hvað þeir fá borgað. Fyrir það löggjafarþing, sem nú er að koma saman hafa 120 slíkir skráð sig og þóknun þeirra nemur frá 25 dollurum á klukkutíma (rúmlega 3000 ísl. krónur) upp í 350 dollara á tíma (um 45 þúsund ísl.

Ítalía: Kosið á sunnudag og mánudag

Þingkosningar fara fram á Ítalíu á sunnudag og mánudag. Þótt Mario Monti, fráfarandi forsætis­ráðherra sé eftirlæti leiðtoga annarra ESB-ríkja segir euobserver að hann hafi ekki náð til kjósenda heima fyrir. Skoðanakannanir eru bannaðar í tvær vikur fyrir kjördag en talið er að Monti sé opinn fyrir samstarfi við vinstri menn undir forystu Pier Luigi Bersani.

Leiðarar

Söguleg forysta Sjálfstæðis­flokksins í sjálfstæðis­málum þjóðar­innar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, var skýr og afdráttarlaus í ummælum sínum um aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu við setningu landsfundar flokksins í gær.

Í pottinum

Björn Valur í varaformennsku til að komast í framboð í Reykjavík

Björn Valur Gíslason sem hafnað var á eftirminnilegan hátt í forvali vinstri-grænna í Reykjavík sækist eftir varaformennsku í VG á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Listar VG í Reykjavík hafa ekki verið ákveðnir. Allir aðrir framboðslistar flokksins hafa verið kynntir. Nokkrum sinnum hafa verið boðaðir fundir í því skyni að ákveða lista í Reykjavík.

Öflug sveit ungs fólks í baráttunni gegn aðild Íslands að ESB

Eitt af því, sem hefur verið ánægjulegt í baráttunni, sem háð hefur verið síðustu ár gegn aðild Íslands að Evrópu­sambandinu er að fylgjast með þeim öfluga hópi ungs fólks í flestum flokkum, sem komið hefur fram á sjónarsviðið og hafið afskipti af stjórnmálum með þátttöku í þeirri baráttu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS