Fimmtudagurinn 5. desember 2019

Þriðjudagurinn 26. febrúar 2013

«
25. febrúar

26. febrúar 2013
»
27. febrúar
Fréttir

Bersani: Staða Ítala er „dramatísk“ - enginn veit hvert Beppe Grillo vill stefna - Berlusconi íhugar stóra samsteypu­stjórn

Pier Luigi Bersani, leiðtogi mið-vinstrimanna á Ítalíu, sagði þriðjudaginn 26. febrúar að staða Ítala væri „dramatísk“ vegna þess að pattstaða hefði myndast í stjórnmálum þjóðar­innar í nýafstöðnum þingkosningum. Hann sagði við blaðamenn að allir stjórnmála­flokkar Ítalíu yrðu að axla ábyrgð á framtí...

Ítalía: 57% kjósenda á móti ESB/evru - hættuástand fyrir Evrópu segir Le Monde - Ítalía stjórnlaus

Pattastaðan í ítölskum stjórnmálum eftir þingkosningarnar 24. og 25. febrúar vekur áhyggjur í Evrópu og um heim allan. Þriðja stærsta hagkerfi evru-svæðisins sem ber að standa undir 2.000 milljarða evru skuldum er stjórnlaust, segir í forsíðufrétt franska blaðsins Le Monde, mið-vinstrablaðs sem styð...

Litháar stefna á upptöku evru árið 2015

Litháar stefna á upptöku evru á árinu 2015 að því er fram kemur á euobserver. Þing landsins hefur sett á stofn nefnd sér­fræðinga, sem á að skipuleggja upptöku evru. Rimantas Sadzius, fjármála­ráðherra landsins, segir að forsætis­ráðherrann verði formaður nefndarinnar.

Þýzkaland: Ný-nazista­flokkur hefur fengið fjárstuðning frá ríkinu

NPD, Þjóðlegi lýðræðis­flokkurinn í Þýzkalandi, sem er ný-nazistafokkur, hefur fengið verulega styrki til starfsemi sinnar frá þýzka ríkinu og fékk á árinu 2011 1,32 milljónir evra að því er fram kemur á Deutsche-Welle. Þær greiðslur hafa nú verið stöðvaðar vegna þess, að yfirvöld segja að NPD hafi ekki gert nægilega grein fyrir fjármálum sínum.

Ítalía í uppnámi eftir úrslit þingkosninga-hluta­bréf falla-ávöxtunarkrafa hækkar-meirihluti kaus gegn Brussel

Ítalía er í uppnámi eftir úrslit þingkosninganna, sem fram fóru í gær og í fyrradag. Hluta­bréf falla í verði þar og annars staðar í Evrópu, ávöxtunarkrafan á ítölsk ríkisskulda­bréf hækkar og evran fellur í verði.

Leiðarar

Sjálfstæðis­flokkurinn vill taka af skarið gagnvart ESB

Kenningasmiðir undir merkjum stjórnmálafræðinnar hafa verið leiddir fram af fréttastofu ríkisútvarpsins til að útlista þá skoðun að Sjálfstæðis­flokkurinn hafi einangrast á íslenskum stjórnmálavettvangi vegna þess að samþykkt var á landsfundi flokksins að hætta við ESB-aðildar­viðræðurnar og hefja þær ekki að nýju nema til þess fáist heimild í þjóðar­atkvæða­greiðslu.

Í pottinum

Hvað kom Magnúsi Orra svona á óvart?

Smugan.is, vefmiðil VG virðist telja þaö fréttnæmt að Magnús Orri Schram, hafi sagt á Alþingi í dag (þriðjudag) að Sjálfstæðis­flokkurinn hafi á landsfundi útilokað samstarf við Samfylkinguna í ríkis­stjórn. Er þetta eitthvað nýtt? Fyrir nokkrum vikum lýsti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis...

Sakar Sjálfstæðis­flokkinn um talebanisma og bókabrennur vegna andstöðu við ESB-aðild

Hinn 24. september 2009 skrifaði Sveinn Ingi Lýðsson á bloggsíðu sína: „Í dag hefur Morgunblaðið misst trúverðugleikann. Því skilja hér leiðir. Ég mun ekki blogga hér oftar jafnframt því sem ég segi upp áskriftinni. Þessi nöturlega uppákoma var það sem við þurftum síst á að halda nú. Morgunbl...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS