« 27. febrúar |
■ 28. febrúar 2013 |
» 1. mars |
Samkomulag hefur náðst milli ESB-þingsins og ráðherraráðs ESB um nýjar reglur um starfsemi banka- og fjármálastofnana.
Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að grísk stjórnvöld eigi að endurheimta 310 milljónir evra frá Skaramangas skipasmíðastöðinni, sem er styrkur, sem stöðin fékk árið 1992 fyrir 21 ári. Dómstóllinn segir að þess styrkur samræmist ekki reglum hins sameinaða markaðar.
Írland: Deilur um nýjan kjarasamning um launalækkun opinberra starfsmanna
Vaxandi átök eru á Írlandi um nýja kjarasamninga við opinbera starfsmenn, sem byggja á 5% lækkun launa að meðaltali en allt að 10% lækkun hærri launa. Stærstu samtök opinberra starfsmanna á Írlandi styðja þessa samninga en kennarasamtök og fleiri samtök hafa lýst því yfir að þau muni ráðleggja félagsmönnum sínum að hafna þeim.
FT: Ráðgjafi ríkisstjórnar Jóhönnu segir Íslendinga alltaf hafa litið upp til Breta
Í dag á David Cameron, forsætisráðherra Breta fund með starfsbræðrum sínum frá Norðulöndunum og Eystrasaltsríkjunum í Riga í Lettlandi. Cameron átti frumkvæði að reglulegum fundum þessara aðila, sem kallast Framtíð Norðursins (Nordic Future Forum) fyrir þremur árum og vildi með því stilla saman strengi aðildarríkja ESB af þessu svæði, sem hefðu svipuð sjónarmið og viðhorf.
Sviss: Þjóðaratkvæðagreiðsla um þak á laun stjórnenda fyrirtækja á sunnudag
Á sunnudaginn kemur fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um það, hvort setja skuli þak á laun stjórnenda í fyrirtækjum. Þessi atkvæðagreiðsla hefur fengið góðar móttökur hjá almenningi en afleitar hjá ráðandi öflum í viðskiptalífinu.
Beppe Grillo, leiðtogi 5-stjörnu-hreyfingarinnar, sigurvegara þingkosninganna á Ítalíu um síðustu helgi, hefur hafnað fyrsta tilboðinu um samstarf frá Pier Luigi Bersani, leiðtoga vinstri samsteypunnar, sem hefur meirihluta í neðri deild þingsins en ekki í öldungadeildinni. Grillo lýsir Bersani sem þráhyggjumanni sem laumist á eftir sér.
Þríeykið (ESB-AGS-Seðlabanki Evrópu) hefur valdið Írlandi meira tjóni en Bretar í 800 ár, segir David Begg, forseti írska alþýðusambandsins. Hann segir jafnframt að þjóðsagan um að Írland sé fyrirmyndin í endurreisn evruríkja eftir fjármálakreppuna sé þjóðsaga, sem hafi verið búin til af lánardrottnum Íra, sem hafi haft það eitt í huga að endurheimta peningana sína.
ESB: Ryanair bannað að eignast meirihluta í Aer Lingus
Framkvæmdastjórn ESB hefur stöðvað þriðju tilraun lággjaldaflugfélagsins Ryanair til að eignast hinn írska keppinaut sinn Aer Lingus. Telur framkvæmdastjórnin að kaupin brjóti í bága við ákvæði sem banna einokun. Ryanair telur að pólitísk sjónarmið búi að baki banninu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ESB-dómstólsins.
Evrópustofa - almannatengill í úlfakreppu
Einkennilegt er að fylgjast með viðbrögðum ESB-aðildarsinna og annarra við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að Evrópustofu skuli lokað. Engu er líkara en komið hafi verið við auman blett eða vegið að einhverjum mikilvægum hagsmunum. Þá segir í fréttum ríkisútvarpsins að utanríkisráðuneytið telji skrifstofuna starfa hér á grundvelli Vínarsamningsins um stjórnmálasamband milli ríkja.
Nú er annars konar aðlögun að hefjast- í embættismannakerfinu og á RÚV
Um þessar mundir eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna að finna það sem valdamenn finna alltaf, þegar hallar undan fæti og fyrirsjáanlegur ósigur þeirra blasir við: Embættismannakerfið fer smátt og smátt að fjarlægjast þá og sýna verðandi valdhöfum meiri vinsemd en gert var á meðan þeir voru úti í eyðimörkinni.