Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Fimmtudagurinn 7. mars 2013

«
6. mars

7. mars 2013
»
8. mars
Fréttir

Rúmenum og Búlgörum áfram haldið utan Schengen-samstarfsins

Þjóðverjar komu í veg fyrir afnám vegabréfa­eftirlits á landamærum Rúmeníu, Búlgaríu og Schengen-svæðisins á fundi innanríkis­ráðherra ESB-Schengenríkjanna í Brussel fimmtudaginn 7. mars. Hans-Peter Friedrich, innanríkis­ráðherra Þýskalands, segir að Rúmenar og Búlgarar fullnægi ekki skilyrðum fullrar ...

Nýr fangelsisdómur yfir Berlusconi - sakfelldur vegna hlerunarmáls

Dómstóll í Mílanó dæmdi fimmtudaginn 7. mars Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis­ráðherra Ítalíu, í eins árs fangelsi. Berlusconi var sakfelldur fyrir aðild að því að í blaði bróður hans birtist útskrift af símtali pólitísks keppinautar sem lög­regla hafði látið hlera. Dómurinn féll á fyrsta dóms...

Matthias Brinkmann verður nýr sendiherra ESB á Íslandi

Matthias Brinkmann, fráfarandi sendiherra Evrópu­sambandsins í Kanada, tekur við af Timo Summa sem sendiherra ESB hér á landi.

Rússland: Þurfum ekki að sjá ofsjónum yfir olíufundi Norðmanna

Rússneskir sér­fræðingar segja enga ástæðu fyrir Rússa til að sjá ofsjónum yfir olíufundi Norðmanna í Barentshafi. Líkur séu á, að mun meira af olíu og gasi finnist á yfirráða­svæði Rússa á þessum slóðum. Þetta kemur fram í Barents Observer í dag.

Ítalía: Talsmaður þriðja stærsta bankans fannst látinn í húsagarði

Talsmaður þriðja stærsta banka Ítalíu, Monte dei Paschi di Siena, sem hefur verið miðpunktur í miklu bankahneyksli á Ítalíu, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni, fannst látinn í húsagarði og virðist hafa hent sér út um glugga á skrifstofu sinni. Hann hét Davide Rossi og við lík hans var miði, sem á stóð: Ég hef gert svolítið heimskulegt.

Frakkland: Snýr Sarkozy til baka?

Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands segist hugsanlega verða knúinn til að hefja þátttöku í stjórnmálum á ný. Þetta kemur fram í viðtali við Sarkozy í frönsku vikublaði á hægri væng. Í samtalinu er Sarkozy gagnrýninn á ákvörðun Hollande um að senda franska hermenn til Malí og segir að reglan eigi að vera sú, að hafa ekki hernaðarleg afskipti af landi, þar sem engin ríkis­stjórn sé við völd.

Ítalía: Bersani vill mynda minnihluta­stjórn-leitar samstarfs við Grillo

Pier Luigi Bersani, leiðtogi Lýðræðislega vinstra bandalagsins á Ítalíu vill mynda minnihluta­stjórn og hefur lagt fram stefnumál slíkrar stjórnar í átta liðum. Fyrsta mál á dagskrá slíkrar ríkis­stjórnar væri að koma Ítalíu úr „spennitreyju“ aðhaldsaðgerða. Financial Times segir efasemdir á Ítalíu um að stjórnar­myndun Bersani takist.

Holland: Þingið knúið með undirskriftum til að ræða þjóðar­atkvæði um frekara framsal valds til Brussel

Hollenzka þingið hefur nú verið knúið til þess að taka á dagskrá hvort efna eigi til þjóðar­atkvæða­greiðslu um frekara framsal valds til Evrópu­sambandsins. Þetta liggur fyrir að sögn FT eftir að almennum borgurum tókst að safna undirskriftum 40 þúsund landsmanna á tveimur vikum með áskorun á þingið þessa efnis. Frá þessari undirskriftasöfnun hefur áður verið sagt hér í fréttum Evrópu­vaktarinnar.

Leiðarar

ESB-átök innan Þýskalands vegna þingkosninga

Þjóðverjar eru fjölmennasta þjóðin innan ESB. Þeir hafa í áranna rás litið á þátttökuna í Evrópu­sambandinu sem bestu leiðina ávinna sér traust og virðingu nágrannaþjóða þrátt fyrir söguna og tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld. Þjóðverjum gremst að skuldakreppan á evru-svæðinu hafi snúist í óvildar...

Í pottinum

Sýndar­tillaga frá Þór Saari um vantraust á Jóhönnu og stjórn hennar

Kosið verður til alþingis 27. apríl, alþingi er ætlað að ljúka störfum 15. mars en líklegt er að það sitji til 23. mars. Hinn 6. mars flutti Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, svofellda tillögu á alþingi: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkis­stjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja s...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS