Slóvenar og Króatar sættast vegna sparireikninga
- Fulltrúar stjórnalda í Slóveníu og Króatíu rituðu mánudaginn 11. mars undir samkomulag um lausn á langvinnri deilu sem talið var að kynni að hindra aðild Króatíu að ESB 1. júlí 2013. Um er að ræða ágreining sem varðar sparireikninga 430.00ö Króata í Ljubljanska banka í Slóveníu. Króatar hafa kr...
ESB-aðildarsinnar meðal þingmanna Samfylkingarinnar fögnuðu laugardaginn 9. mars á alþingi að Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, hefði miðvikudaginn 6. mars látið orð falla um að miðað við aðstæður ætti að ljúka ESB-viðræðunum. Björgvin G. Sigurðsson (Sf) sagði að or...
Malta: Stjórnarskipti eftir stórsigur Verkamannaflokksins
Verkamannaflokkurinn á Möltu sigraði stjórnarflokkinn, Þjóðlega flokksinn, í þingkosningum laugardaginn 9. mars. Verkamannaflokkurinn mun nú mynda ríkisstjórn undir forsæti Josephs Muscats, leiðatoga síns, eftir 15 ár í stjórnarandstöðu. Lawrence Gonzi, fráfarandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ...
Grikkland: Mótmæli-ofbeldi-íkveikjuárás-sprenging- í Aþenu um helgina
Starfsmenn menningarmálaráðuneytis Grikklands efndu til mótmæla í miðborg Aþenu í morgun, mánudagsmorgun, og er þetta í annað sinn á fjórum dögum, sem þeir efna til sólarhrings verkfalls.
Ítalía: Hreyfing Beppe Grillo vill mynda ríkisstjórn
Fimmstjörnu-hreyfing ítalska grínistans Beppe Grillo sagði um helgina að hún vildi taka að sér myndun ríkisstjórnar á Ítalíu en hafnaði bandalagi við aðra flokka. Forystumenn flokksins á þingi munu kynna þessa afstöðu á fundi með forseta Ítalíu. Jafnframt sýnir ný könnun að mikill meirihluti Ítala vill vera áfram á evrusvæðinu og vill ekki þjóðaratkvæði um það mál.
DT: Hin pólitíska uppreisn gegn evrunni hefur náð til Þýzkalands
Alþjóðlegur viðskiptaritstjóri brezka blaðsins The Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, segir í blaði sínu, að hin pólitíska uppreisn gegn evrunni hafi nú náð til Þýzkalands. Nýr stjórnmálaflokkur undir forystu hagfræðinga, lögfræðinga og uppreisnarmanna innan Kristlegra demókrata (CDP) vilji brjóta gjaldmiðilsbandalagið upp áður en það valdi meiri skaða.
Írland: Lögreglumenn mótmæla launalækkun með því að hætta að innheimta umferðarsektir
Lögreglumenn á Írlandi eru hættir að sekta ökumenn fyrir minni háttar brot á umferðarlögum, sem hafa hingað til tryggt írska ríkinu 40 milljónir evra í tekjur á ári. Með þessum aðgerðum eru þeir að mótamæla launalækkunum. Frá og með sl.
Bönkunum bjargað en fólkið skilið eftir á köldum klaka
Mestu ákafamenn um aðild Íslands að Evrópusambandinu á borð við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, en reyndar fleiri, hafa fallið í þá gryfju að líta svo á að evrukreppan sé leyst vegna þess að lausafjárvandi banka á evrusvæðinu hefur verið leystur í bili með því að Seðlabanki Evrópu hefur dælt yfir einni trilljón evra út á markaðinn.
Það er óskynsamlegt af gömlu flokkunum að vanmeta nýju framboðin
Sá mikli fjöldi framboða, sem stefnir í fyrir næstu þingkosninga er fyrst og fremst til marks um eitt: Stórir hópar í samfélaginu hafa ekki trú á hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Þess vegna leita þessir hópar fyrir sér um að koma fram nýjum framboðum. Í hinum hefðbundnu flokkum er löng venja að gera lítið úr nýjum framboðum. Það er ekki endilega skynsamlegt að bregðast þannig við.
Er Guðmundur Andri hirðmaður Jóns Ásgeirs? Elsti fasti penni Fréttablaðsins?
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur um árabil haldið úti dálki í Fréttablaðinu og kann að vera sá skriffinnur sem lengst hefur verið fastur höfundur efnis í blaðið eftir að Steinunn Stefánsdóttir hraktist þaðan á dögunum sem aðstoðarritstjóri eftir að Mikael Torfason, skjólstæðingur Jóns Ágeirs Jóhannessonar (Baugsmanns), var ráðinn ritstjóri.
Er Ragnar Reykás á ferð í verzluninni?
Í setningarræðu á Búnaðarþingi fyrir rúmri viku fjallaði fráfarandi formaður Bændasamtakanna, Haraldur Benediktsson um gagnrýni forsvarsmanna verzlunarinnar á landbúnaðinn og taldi að þar væri á ferð svonefnt Reykás-heilkenni. Haraldur sagði: "Óhagkvæmt verzlunarkerfi á Íslandi skaðar samkeppnishæfni Íslands.