Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Mánudagurinn 11. mars 2013

«
10. mars

11. mars 2013
»
12. mars
Fréttir

Slóvenar og Króatar sættast vegna sparireikninga

- Fulltrúar stjórnalda í Slóveníu og Króatíu rituðu mánudaginn 11. mars undir samkomulag um lausn á langvinnri deilu sem talið var að kynni að hindra aðild Króatíu að ESB 1. júlí 2013. Um er að ræða ágreining sem varðar sparireikninga 430.00ö Króata í Ljubljanska banka í Slóveníu. Króatar hafa kr...

Alþingi: Þingmenn Samfylkingar og framsóknar deila um gildi orða formanns Samtaka atvinnulífsins um lyktir ESB-viðræðna

ESB-aðildarsinnar meðal þingmanna Samfylkingar­innar fögnuðu laugardaginn 9. mars á alþingi að Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, hefði miðvikudaginn 6. mars látið orð falla um að miðað við aðstæður ætti að ljúka ESB-viðræðunum. Björgvin G. Sigurðsson (Sf) sagði að or...

Malta: Stjórnar­skipti eftir stórsigur Verkamanna­flokksins

Verkamanna­flokkurinn á Möltu sigraði stjórnar­flokkinn, Þjóðlega flokksinn, í þingkosningum laugardaginn 9. mars. Verkamanna­flokkurinn mun nú mynda ríkis­stjórn undir forsæti Josephs Muscats, leiðatoga síns, eftir 15 ár í stjórnar­andstöðu. Lawrence Gonzi, fráfarandi forsætis­ráðherra, hefur viðurkennt ...

Grikkland: Mótmæli-ofbeldi-íkveikjuárás-sprenging- í Aþenu um helgina

Starfsmenn menningarmála­ráðuneytis Grikklands efndu til mótmæla í miðborg Aþenu í morgun, mánudagsmorgun, og er þetta í annað sinn á fjórum dögum, sem þeir efna til sólarhrings verkfalls.

Ítalía: Hreyfing Beppe Grillo vill mynda ríkis­stjórn

Fimmstjörnu-hreyfing ítalska grínistans Beppe Grillo sagði um helgina að hún vildi taka að sér myndun ríkis­stjórnar á Ítalíu en hafnaði bandalagi við aðra flokka. Forystumenn flokksins á þingi munu kynna þessa afstöðu á fundi með forseta Ítalíu. Jafnframt sýnir ný könnun að mikill meirihluti Ítala vill vera áfram á evru­svæðinu og vill ekki þjóðar­atkvæði um það mál.

DT: Hin pólitíska uppreisn gegn evrunni hefur náð til Þýzkalands

Alþjóðlegur viðskiptarit­stjóri brezka blaðsins The Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, segir í blaði sínu, að hin pólitíska uppreisn gegn evrunni hafi nú náð til Þýzkalands. Nýr stjórnmála­flokkur undir forystu hag­fræðinga, lög­fræðinga og uppreisnarmanna innan Kristlegra demókrata (CDP) vilji brjóta gjaldmiðilsbandalagið upp áður en það valdi meiri skaða.

Írland: Lög­reglumenn mótmæla launalækkun með því að hætta að innheimta umferðarsektir

Lög­reglumenn á Írlandi eru hættir að sekta ökumenn fyrir minni háttar brot á umferðarlögum, sem hafa hingað til tryggt írska ríkinu 40 milljónir evra í tekjur á ári. Með þessum aðgerðum eru þeir að mótamæla launalækkunum. Frá og með sl.

Leiðarar

Bönkunum bjargað en fólkið skilið eftir á köldum klaka

Mestu ákafamenn um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu á borð við Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, en reyndar fleiri, hafa fallið í þá gryfju að líta svo á að evrukreppan sé leyst vegna þess að lausafjárvandi banka á evru­svæðinu hefur verið leystur í bili með því að Seðlabanki Evrópu hefur dælt yfir einni trilljón evra út á markaðinn.

Pistlar

Það er óskynsamlegt af gömlu flokkunum að vanmeta nýju framboðin

Sá mikli fjöldi framboða, sem stefnir í fyrir næstu þingkosninga er fyrst og fremst til marks um eitt: Stórir hópar í sam­félaginu hafa ekki trú á hinum hefðbundnu stjórnmála­flokkum. Þess vegna leita þessir hópar fyrir sér um að koma fram nýjum framboðum. Í hinum hefðbundnu flokkum er löng venja að gera lítið úr nýjum framboðum. Það er ekki endilega skynsamlegt að bregðast þannig við.

Í pottinum

Er Guðmundur Andri hirðmaður Jóns Ásgeirs? Elsti fasti penni Fréttablaðsins?

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur um árabil haldið úti dálki í Fréttablaðinu og kann að vera sá skriffinnur sem lengst hefur verið fastur höfundur efnis í blaðið eftir að Steinunn Stefáns­dóttir hraktist þaðan á dögunum sem aðstoðar­rit­stjóri eftir að Mikael Torfason, skjólstæðingur Jóns Ágeirs Jóhannessonar (Baugsmanns), var ráðinn rit­stjóri.

Er Ragnar Reykás á ferð í verzluninni?

Í setningarræðu á Búnaðarþingi fyrir rúmri viku fjallaði fráfarandi formaður Bænda­samtakanna, Haraldur Benediktsson um gagnrýni forsvarsmanna verzlunarinnar á landbúnaðinn og taldi að þar væri á ferð svonefnt Reykás-heilkenni. Haraldur sagði: "Óhagkvæmt verzlunarkerfi á Íslandi skaðar samkeppnishæfni Íslands.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS