Uppnám í Frakklandi: Nicolas Sarkozy settur í sakamálarannsókn í Bettencourt-málinu
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur verið tekinn til sakamálarannsóknar. Le Monde segir að fréttin um þetta komi eins og þruma úr heiðskíru lofti í réttar- og stjórnmálakerfinu.
Skotland: Kosið um sjálfstæði 18. september 2014
Hinn 18. september 2014 verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um hvort segja eigi skilið við Sameinaða konungdæmið (United Kingdom, UK). Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, skýrði frá þessu fimmtudaginn 21. mars þegar hann kynnti frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagrei...
Kýpur: „Íslenska leiðin“ um nauðasamninga til að bjarga bankakerfinu komin til sögunnar
Panicos Demetriades, seðlabankastjóri Kýpur, hefur tilkynnt að hafin verði nauðasamningagerð vegna Alþýðubankans (Laiki), annars stærsta bankans á Kýpur að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Stjórnmálaleiðtogar á Kýpur virðast hafa fallið frá hugmyndum um sérstakt gjald á bankainnistæður til að minnka skulda- og efnahagsvanda þjóðarinnar. Þess í stað hafa þeir viðrað hugmynd um fjárfestingasjóð ríkisins og sérstaka 5,8 milljarða evru útgáfu skuldabréfa. Þá er lagt til að afla 1,2 milljarða evra með sölu ríkiseigna og hækkun fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts á fyrirtæki.
Evrópusambandið hvetur til þess að fjármagnshöft verði sett á Kýpur
Af hálfu Evrópusambandsins eru stjórnvöld á Kýpur hvött til að setja á fjármagnshöft til að forðast gjaldþrot og brottför af evru-svæðinu.
Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins, sagði við efnahagsnefnd ESB-þingsins að morgni fimmtudags 21. mars að hann bæri ábyrgð á upphaflegri tillögu um að skattleggja bankainnstæður á Kýpur. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld í Nikósíu ætti ekki annarra kosta völ en að samþykkja það sem ...
Ítalía: Grillinar vilja umboð til stjórnarmyndunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna
Sendinefnd frá 5-stjörnu-hreyfingu Beppes Grillos á Ítalíu ræddi við Giorgio Napolitano Ítalíuforseta að morgni fimmtudags 21. mars þegar hann hóf annan dag könnunarviðræðna vegna stjórnarmyndunar á Ítalíu. Sendinefndin óskaði „óskoruðu umboði“ til að mynda ríkisstjórn. Vito Crimi, formaður þingfl...
Ekathimerini: Hrun banka á Kýpur getur haft alvarlegar afleiðingar í Grikklandi
Hrun kýpverska bankakerfisins getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Grikklands og fjármálageirann þar í landi að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Kýpverskir bankar, sem starfa í Grikklandi eiga eignir þar sem nema 20 milljörðum evra en skuldir þeirra nema 12 milljörðum evra. Innistæður eru tryggðar að 100 þúsund evrum. Kýpur er einn stærsti viðskiptavinur Grikklands.
Ný könnun á Kýpur sýnir að 67,3% vilja brottför af evrusvæðinu og nánara samband við Rússland
Ný skoðanakönnun á Kýpur sýnir að 91% Kýpverja styðja þá ákvörðun þings Kýpur að hafna samkomulaginu við ESB/SE. Þá sýnir könnunin að 67,3% Kýpverja vilja brottför af evrusvæðinu og nánari samskipti við Rússland. Frá þessu segir gríski vefmiðillinn ekathimerini. Þar kemur einnig fram, að Giorgos ...
Kýpur: SE getur neitað bönkum um lausafé
Viðbrögð við höfnun þings Kýpur á samkomulaginu við ESB/SE eru hörð í Þýzkalandi en þó gætir þar vaxandi gagnrýni á meðferð þýzku ríkisstjórnarinnar á málinu að sögn þýzka tímaritsins Der Spiegel. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands sagði í samtali við ZDF sjónvarpsstöðina að kýpverskum bönkum hefði verið haldið á floti með lausafjáraðstoð frá Seðlabanka Evrópu.
Medvedev: ESB hagar sér eins og fíll í postulínsbúð á Kýpur
Mevedev, forsætisráðherra Rússlands lýsir framferði Evrópusambandsins á Kýpur við fíl í postulínsbúð að því er fram kemur í Financial Times en blaðið segir að embættismenn á Kýpur hafi vaxandi áhyggjur af því að ferð Michael Sarris, fjármálaráðherra til Moskvu muni engum árangri skila. Viðmælendur blaðsins í Moskvu efast mjög um að Rússar muni veita nokkra aðstoð.
Kýpur: Forsetinn leggur fram nýjar tillögur fyrir hádegi-þing kemur saman síðdegis
Forystumönnum í stjórnmálum á Kýpur mistókst í gærkvöldi að ná samkomulagi um plan B í fjármálakreppunni, sem lýðveldið stendur frammi fyrir en þeir koma aftur saman til fundar í dag kl. hálftíu að íslenzkum tíma að sögn Reuters-fréttastofunnar.
ESB beitir fámenna eyþjóð ofríki öðrum til viðvörunar
Þegar þetta er skrifað bíða menn enn eftir að ríkisstjórn Kýpur leggi fram plan B um hvernig hún ætli að verða við kröfum þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hún leggi fram 5,8 milljarða evra til að fá 10 milljarða neyðarlán í því skyni að bjarga lýðveldinu Kýpur frá gjaldþroti.
Eyjan.is: „Mikill atgervisflótti“ úr Samfylkingu-Svanur Kristjánsson og Þórhildur farin
Eyjan.is, sem er beintengd við innviði Samfylkingarinnar, eins og hér hefur áður verið vakin athygli á, bendir nú á „mikinn atgervisflótta“ úr Samfylkingunni. Nú fyrir hádegi á föstudagsmorgni skýrir eyjan frá því að Svanur Kristjánsson, prófessor hafi yfirgefið Samfylkinguna og gengið til liðs við ...
Hannes skáld og „hélugráa jarðholan“
Hannes Pétursson skáld er talsmaður aðildar Íslands að ESB og ritar öðru hverju greinar í Fréttablaðið til að viðra skoðanir sínar. Honum er meinilla við alla sem eru honum ósammála og beitir stílsnilld sinni gegn þeim.